Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 26
26 Fólk 31. júlí 2013 Miðvikudagur Wood og Bell orðin foreldrar n Eignuðust dreng á mánudaginn n Kynntust árið 2005 S tjörnuhjónin Evan Rachel Wood og Jamie Bell eignuð- ust dreng síðasta mánudag. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og heilsast bæði móður og barni vel. Í janúar síðast liðnum tilkynntu hjónin að þau ættu von á barni og hafa verið iðin við að deila upplifun sinni af meðgöngunni með aðdáendum á samskiptasíð- unni Twitter. Bell og Wood kynntust árið 2005 við tökur á myndbandi við lagið Wake Me Up When Septem- ber Ends með bandarísku hljóm- sveitinni Green Day. Upp frá því hófu þau ástarsamband og ekki leið á löngu þar til þau höfðu látið húðflúra upphafsstaf hvors annars á líkama sína. Sambandið entist þó ekki lengur en í ár því þau slitu samvistum í lok árs 2006. Fimm árum síðar, sumarið 2011, tóku þau upp þráðinn og giftu sig í október 2012. Í millitíðinni átti Wood í eftir minnilegu ástarsam- bandi við dauðarokkarann Mari- lyn Manson og var meðal annars trúlofuð honum um nokkurra mánaða skeið. Hinn breski Bell er hvað þekkt- astur fyrir hlutverk sitt sem Billy Elliot í samnefndri kvikmynd en hann hefur einnig leikið í stór- myndum á borð við King Kong, Jumper og The Adventures of Tintin. Wood er hins vegar þekkt fyrir myndirnar The Wrestler, Thirteen og vampíruþættina True Blood auk þess sem hún hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir þættina Mildred Pierce. n Hamingjusöm Parið gifti sig í október á síðasta ári og hefur nú eignast sitt fyrsta barn. Mynd: 2005 GEtty IMaGEs Kannabis í tónleikarútu Kanadíska ungstirnið Justin Bieber veldur sífellt meiri usla með degi hverjum. Á sunnudag fannst nokk- uð magn kannabisefna sem og áhöld til vímuefnanotkunar í tón- leikarútu söngvarans er hún var stoppuð á landamærum Banda- ríkjanna og Kanada. Lögreglan sektaði rútubílstjórann en aðrir farþegar sluppu með skrekkinn. Svaf aldrei hjá henni n Robin Gibb úr Bee Gees, lét eft- ir sig auðæfi þegar hann lést úr krabbameini, á síðasta ári, 62 ára gamall. Hann giftist tvisvar sinn- um á lífsleiðinni og eignaðist fjög- ur börn með þremur konum. Ein þeirra vann hjá Robin og eigin- konu hans sem húshjálp og var hún hjákona hans um tíma. Ekki eru allir fjölskyldumeðlimir sáttir við erfðaskrána. Eitt barna Robins segir að faðir sinn hafi aldrei sængað hjá henni. „Pabbi hefði valið sér einhverja laglegri til þess að sofa hjá,“ sagði sonur hans, RJ, samkvæmt The Daily Mail. Óþekkjanleg n Lady Gaga mætti pen á góðgerðar- samkomuna Watermill Cent- er Summer sem haldin var nú um helgina. Hún var lítið förðuð og klædd í látlausan svartan kjól sem verður að teljast óvanalegt af henni og skartaði hún aflituðum augabrúnum. Opnaði sig á Tvitter n Lea Michele þakkaði aðdáend- um sínum í gegn- um Twitter fyrir dyggan stuðning á þessum erfiðu tímum. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan kær- asti hennar, Glee stjarnan Cory Monteith, fannst látinn á hótelherbergi sínu. Þénar um fjóra milljarða á ári n Leikkonan angelina Jolie þénaði um einum og hálfum milljarði meira á síð- asta ári en árið 2011. Þessi upp- hæð gerir hana að hæst launuðu leikkonu í Hollywood. stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Kærði nauðgunar- hótanir á twitter Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is n Skorað á Twitter að bæta tilkynningahnappi í forritið B laðakonan, femínistinn og baráttukonan Caroline Criado-Perez hefur hlotið fjöldann allan af morð- og nauðgunarhótunum eft- ir að hún hóf að berjast fyrir því að andlit breska rithöfundarins Jane Austen yrði sett á breskan peninga- seðil. Nýlega ákvað Seðlabanki Eng- lands að skipta Elizabeth Fry út fyr- ir Winston Churchill á nýjum fimm punda seðli en þar með yrði engin kona á breskum peningaseðli, að Elísabetu Bretadrottningu undan- skilinni. Þessu mótmælti Criado- Perez og kom meðal annars á fót undirskriftasöfnun þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu undir og kröfðust þess að Austen yrði sett á einhvern af þeim peningaseðlum sem væntanlegir eru. Baráttan skil- aði sér því að í síðustu viku var til- kynnt að Austen muni koma til með að prýða tíu punda seðil sem settur verður í umferð árið 2017. Búnar að kæra Criado-Perez tilkynnti hótanirn- ar til lögreglu og í síðustu viku var maður á þrítugsaldri handtek- inn í Manchester fyrir svívirðingar í hennar garð. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en Stella Creasy, þingkona breska Verka- mannaflokksins, hefur stutt Criado- Perez opinberlega og í kjölfarið hlotið fjölmargar ógeðfelldar hót- anir í sama dúr. Hún tók saman brot af þeim hótunum sem henni hafa borist á Twitter og skrifaði um árás- irnar á bloggsíðu sinni. „Ef þið sendið mér nauðgunar- hótanir, hálfvitarnir ykkar, mun ég tilkynna ykkur til lögreglunnar og ganga úr skugga um að það verði eitthvað gert í málunum,“ skrifaði Creasy meðal annars á vefsíðu sína. Hún hefur þegar tilkynnt hótanirn- ar til lögreglu. „Það er óþolandi að það sem þú færð fyrir að verja konur séu 24 klukkustundir af nauðgunarhótun- um á dag. Við erum að sýna að með því að standa saman getum við haft mikil áhrif,“ segir enn fremur. Þúsundir skrifað undir Samskiptasíðan Twitter stefnir nú á að bjóða upp á þann valmöguleika að notendur geti tilkynnt einstök „tíst“ og þannig látið fjarlægja þau af síðunni. Sá möguleiki er þegar til staðar fyrir iPhone en talsmað- ur fyrirtækisins tilkynnti í vikunni að nú stæði til að bjóða upp á slíkt fyrir síma með Android-stýrikerfi sem og internetið. Mikið hefur ver- ið þrýst á Twitter að bjóða upp á þennan valmöguleika undanfarn- ar vikur og hefur nú verið efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem fyrirtækið er hvatt til að taka afstöðu gegn ofbeldishótunum og öðrum svívirðingum á samskiptavef sínum. Nú þegar hafa hátt í 87 þús- und manns skrifað undir. n Creasy og Criado-Perez Þingkonan og blaðamaðurinn en þeim hefur ítrekað verið hótað dauða og nauðgunum á Twitter. Baráttukona Barátta Criado- Perez skilaði tilskildum árangri. Jane austen Yfir 35 þúsund manns skrif- uðu undir áskorun til Seðlabanka Englands að láta Austen prýða peningaseðil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.