Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1917, Blaðsíða 5
For mál i.
Avant-propos.
Skýrslur þær, sem hjer birtast, eru að miklu leyti algerlega í
nýju sniði. Aðalbreytingarnar eru fólgnar i þvi, að sundurliðunin á
vörunum er nú miklu meiri heldur en áður, svo að í skýrslunum eru
nú tilfærðar 473 vörutegundir í stað þess að áður voru aðeins til-
færðar 218. Einnig hafa vörurnar verið flokkaðar á annan hátt en
áður, aðallega eftir eðli þeirra og efnisskyldleika og er nánar skýrt
frá því í innganginum á bls. 7*. Ennfremur hefur sú breyting verið
gerð, að nú er tilgreint sjerhvert aðílutnings- og útflutningsland, hvort
sem viðskifti íslands við það eru mikil eða lítil, í stað þess að áður
voru aðeins tilgreind sjerstaklega 5 helstu aðflutningslöndin og 7
lielstu útflutningslöndin, en öll önnur lönd tekin í einu lagi, sbr.
innganginn bls. 24*—25*. Þessi breyting hefir sprengt töfluformið,
sem áður var, svo að fjórar töflur eru komnar í stað tveggja, tvær
um allan inn- og útflutning í heild sinni og aðrar tvær um skift-
inguna eftir löndum, og verður það væntanlega til þess að auðveld-
ara verður að átta sig á töflunum. Þar sem aðaltöflurnar hafa þannig
lengst mikið hafa töflurnar um skiftingu helstu vörutegundanna á
kauptúnin verið dregnar töluvert saman, bæði hafa færri kauptún
verið tilfærð sjerstaklega og færri vörutegundir verið teknar með,
aðeins þær stærslu, er námu yfir 100 þús. kr. Aftur á móti hefur
Reykjavík verið tekin upp i aðaltöflurnar ásamt landinu í heild sinni,
svo að sjá má, hve mikið hefur verið flutt af hverri vörutegund til
eða frá Reykjavík. Aðrar töflur eru óbreyttar og inngangurinn með
líku sniði sem að undanförnu. Fyrir aftan allar töflurnar hefur ver-
ið bætt við registri um allar vörutegundir, sem fyrir koma í töflun-
um, og ætti það- að vera til hægðarauka við afnot skýrslnanna.
• Hagstofa íslands í desember 1917.
Porsieinn Porsteinsson.