Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1917, Side 12
10
Verslunarskýrslur 19U
unni og ekki heimtað skýrslu af ýmsum, sem skýrslu hefðu ált að
gefa. Nokkuð stafar þetta ef til vill af misskilningi, sem á rót sina
að rekja til þess, að skýrslurnar hafa frá fornu fari verið kallaðar
verslunarskýrslur. Hafa þvi ýmsir litið svo á, að ekki þyrftu aðrir
að gefa þær skýrslur heldur en kaupmenn eða þeir sem rækju ein-
hverja verslun. En það er hinn mesti misskilningur. Allir, sem kaupa
vörur frá útlöndum eða selja vörur eða annast sölu til útlanda eru
skyldir að gefa skýrslu um hverjar vörur þeir hafi flutt eða flytja
látið til landsins eða frá því, og er það skýrt tekið fram í 1. gr.
laga nr. 16, 9. júlí 1909 um hagfræðisskýrslur. Þó að menn flytji að
eins inn vörur til eigin þarfa, hvort sem það er mikið eða Iítið, eiga
menn að gefa skýrslu um það. Þannig á t. d. útgerðarmaður að gefa
skýrslu um alt, sem hann flytur inn til eigin útvegs, þar á meðal
ekki síst um sjálf skipin eða bátana, iðnaðarmaður um alt sem
hann flytur inn til notkunar við iðn sína, húsbyggjandi það sem
hann flytur inn til húsbyggingarinnar, og það sem einstaklingar panta
frá útlöndum til eigin neyslu eða notkunar eiga þeir að gefa skýrslu
um, hvort sem það er matvara, tóbak, fatnaður, húsgögn, húsbún-
aður eða annað. En það er enginn efi á þvi, að hingað til hefur
ekki verið nærri nógu ríkt gengið eftir þessu. Að vísu er ekki til-
tökumál þótt eitthvað af þessu kunni að fara fram hjá innheimtu-
mönnum, þvi að varla er við þvi að búast, að þeir viti um alla
slíka innflytjendur, en í vörutollinum hafa þeir þó vísbendingu um
mikinn þorra þeirra. Vanhöldin á útfluttu vörunni stafa sjálfsagt
að nokkru leyti frá þvi, að sumir af útflytjendunum eru útlendingar,
sem ekki eru hjer á landi nema nokkurn hluta af árinu og eru þá
ef til vill farnir af landi burt þegar farið er að heimta skýrslurnar
inn um áramót. Ef til vill hefur líka stundum verið litið svo á, að
óþarft væri að heimta skýrslu af útlendingum. En svo er ekki. Ef
þeir reka útveg eða aðra atvinnu hjer á landi, eiga þeir að gefa
skýrslur alveg eins og innlendir menn.
II. Verslunarviðskiftin milli íslands og útlanda i heild sinni.
L’échange enlier de l’Islande el de l’étranger.
Samkvæmt verslunarskýrslunum 1914 með þeim leiðrjettingum,
sem gerðar hafa verið á þeim eftir toilreikningunum, nam verð
aðflutlu vörunnar alls 18.i milj. kr., en útfluttu vörunnar 20.s milj.kr.
Samkvæmt því hafa verið fluttar út vörur fyrir 2.7 milj. kr. meira
heldur en aðflutt hefur verið.