Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1917, Qupperneq 29
Verslunarskýrslur 1914
27*
Frá Norgi íluttust vörur fyrir l.i milj. kr., þar af trjáviður fyr-
ir tæplega ]/3 m9j- kr., en útfluttar vörur til Noregs námu 23/< milj.
kr., þar af síld fyrir tæpl. 2 miij. kr. og síldartysi fyrir 450 þús. kr.
Til Svíþjóðar fluttist síld fyrir 1 x/4 milj. kr., en ekkert teljandi
af öðrum vörum. Aðíluttar vörur frá Svíþjóð námu aðeins tæplega
J/2 milj. kr., mest trjáviður, fyrir rúml. x/3 milj. kr.
Frá Þj'skalandi fluttust inn vörur fyrir 1.4 milj. kr., þar af vefn-
aðarvörur fyrir tæpl. V* miJj. kr. og nýlenduvörur fyrir Vs milj. kr.
Útfluttar vörur til Þýskalands nápiu aftur á móti aðeins 100 þús. kr.
Til Spánar fluttust vörur fyrir 3.i milj. kr. og til Ítalíu fyrir 2
milj. kr. Var það alt að heita má saltfiskur. Frá Spáni fluttust aft-
ur inn vörur fyrir 650 þús. kr., mest alt salt, en frá ítaliu fyrir
tæplega 130 þús. kr., þar af salt fyrir 90 þús. kr.
Önnur lönd en þau, sem nú hafa verið nefnd, hafa ekki áður
verið sjerstaklega nafngreind í verslunarskýrslunum. Af þeim eru
Bandaríki Norður-Ameríku hæst. Aður en ófriðurinn hófst munu hafa
verið litil bein skifti við þau, en síðan hafa þau vegna ófriðarástands-
ins farið mjög vaxandi. Árið 1914 fluttust frá Bandaríkjunum vör-
ur hingað fyrir 630 þús. kr., þar af kornvörur fyrir rúml. 24CT þús.
kr. og steinolíu fyrir rúml. 140 þús. kr., en þangað fluttust aftur
vörur fyrir 400 kr., þar af ull fyrir 340 þús. kr. og síld fyrir 60 þús.
kr. Af öðrum löndum má nefna Holland. Þaðan fluttust vörur fyrir
280 þús. kr., þar af smjörlíki fyrir 80 þús. kr., vefnaðarvörur fyrir
70 þús. kr. og nýlenduvörur fyrir 70 þús. kr. Aftur á móti var út-
flutningur þangað alveg hverfandi.
VI. Hlutdeild einstakra kaupstaða og sýslna i viðskiftunum við útlönd.
L'échangc exlerienr par villes ct cantons.
í töílu VIII og IX (bls. 61—69 og 70—73) er sýnt hvernig
nokkrar lielstu aðflultar og útfluttar vörutegundir skiftast á einstök
kauptún, þó þannig að smærri kauptúnin eru tekin í einu lagi. Yfir-
lit yfir verðupphæð allrar aðfluttrar og úíluttrar vöru, sem kemur á
hverja sýslu og hvern kaupstað, er í 6. töflu (bls. 28*), en samskonar
yfirlit fyrir livert einstakt kauptún er að finna í töflu X (bls. 74—75).