Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1940, Blaðsíða 15
Verslunarskýrslur 1938 13*
Vörur til framleiðslu matvara 1935 1936 1937 1938
og drj'kkjarvara: 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
Húgur 30 25 54 43
Sikoria o. 11. þh 83 68 82 70
Kaffi óbrent 534 420 568 400
Kakaóbaunir og hýði 34 30 63 34
Hveitimjöl 1 188 1 378 1 846 1 532
Gerhveiti 56 40 56 40
Ilúgmjöl 801 1 076 973 1 027
Aðrar vörur 383 249 342 380
Samtals 3 109 3 286 3 984 3 526
í þessum vöruflokki eru þær vörur, sem tíðkast hefur að kalla
munaðarvörur, svo sem áfengir drykkur, tóhak, sykur, kaffi, te,
súkkulað o. fl. Þegar farið var að leggja á tolla hér á landi, þá voru þessar
vörur fyrst tollaðar, og alllengi voru þær einu tollvörurnar. Meðal þeirra
vara var einnig hreinn vínandi, en hann telst til 3. ílokks í 2. yfirliti (vör-
ur til iðnaðar). 3. yfirlit (bls. 14*) sýnir árlega neyslu af helstu munaðar-
vörunum á hverju 5 ára skeiði síðan um 1880 og á hverju ári síðustu 5
árin, bæði í heild sinni og samanborið við mannfjölda. Var fyrst ein-
göngu um innfluttar vörur að ræða, þar til að við bættist innlend fram-
leiðsla á öli og kaffibæti. Af innfluttu vörunum hefur innflutningur árs-
ins verið látinn jafngilda neyslunni. Brennivín er talið með vínanda,
jjannig að litratala brennivínsins er helminguð, þar eð það hefur hérum-
hil hálfan styrkleika á við hreinan vinanda, svo að tveir lítrar af brenni-
víni samsvara einum litra af vínanda. Sama regla hefur verið látin gilda
um aðra eimda drykki.
A yfirlitinu sést, að árið 1938 hefur neyslan aukist af kaffi, tóbaki
og léttum vinföngum, en af sykri hefur hún minkað.
Innflutningur á sykri hefur vaxið afarmikið á siðustu 50 árum.
Neysla á mann hefur ríflega fimmfaldast og hefur verið yfir 40 kg á
mann siðustu árin og jafnvel 47 kg árið 1937. Er það mikið samanhorið
við önnur lönd. Árið 1937 var hún minni í flestum löndum Norðurálf-
unnar, nema Danmörku (50 kg), Bretlandi (46 kg) og Svíþjóð (44 kg).
Á Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum var hún líka meiri (51 og 43 kg).
Neysla af kaffi og kaffibæti hefur aukist töluvert síðan um 1890.
1886—90 komu ekki nema 4 kg á mann að meðaltali, en 1916—20 meira
en 7 kg. Siðan hefur neyslan verið nokkru minni tiltölulega, en 1938
hefur hún verið með langmesta móti (7% kg). Kaffiinnflutningur og inn-
lend framleiðsla á kaffibæti hefur verið svo sem hér segir árin 1934—38:
Kaffi óbrent Kaffi brent Kaffibætir innfluttur Kaffibætir framleiddur innanlands Samtals
1934 .. 4 316 hdr. kg 57 hdr. kg 17 hdr. kg 2 441 lidr. kg 6 831 hdr. kg
1935 .. 5 867 — — 31 — — 4 — — 2 225 — 8 127
1936 .. 5 206 — 3 — — » — — 2 426 — — 7 635 — —
1937 .. 5 422 — — » — — )) — — 2 360 — — 7 782 — —
1938 .. 6 434 — — » — — » — — 2 414 — — 8 848 — —