Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1940, Blaðsíða 25
Vcrslunarskýrslur 1938
23*
4. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pays étrangers.
7. yfirlit (bls. 24*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifst 4 síðustu árin eftir löndunum, þar sem vörurnar
hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt
löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við ísland samkvæmt ís-
lensku verslunarskýrslunum,
Mesta viðskiftaland íslands er Bretland. Arið 1938 kom þaðan 28.i%
af innflutningnum, og er það svipað hlutfall eins og árið á undan. Út-
flutningur til Bretlands hækkaði 1938 og hefur yfirleitt farið hækkandi
á síðari árum, nam 20.5% af útflutningnum árið 1938. Við Bretland er
verslunarjöfnuður óhagstæður, innflutningur þaðan er meiri en útflutn-
ingur, en munurinn hefur þó farið minkandi á síðari árum.
Næst viðskiftunum við Bretland ganga viðskiftin við Þýskaland. Árið
1938 kom 23.o% af innflutningnum frá Þýskalandi, en 16.o% af útflutn-
ingnum fór þangað. Árin 1936 og 1937 var Þýskaland hæst af útflutnings-
löndunum með nál. 19% af öllum útflutningi 1937, en 16V2% árið 1936.
Innflutningurinn frá Þýskalandi hefur farið hækkandi á þessum árum
og 1938 var innflutningurinn 2% milj. kr. hærri en útflutningur þang-
að, en aðgætandi er, að í innflutningnum er meðtalinn flutningskostn-
aður varanna frá Þýskalandi til íslands. Viðskiftin milli Islands og Þýska-
lands eru reikningsviðskifti (clearing) samkvæmt samningum, svo að
það sem fæst fyrir útfluttar vörur þangað, fæst ekki útborgað, heldur er
einungis varið til greiðslu á vörum keyptum þar i landi. I árslok 1938
var jöfnuður, að heita mátti, á þessum reikningi.
Þriðja mesta viðskiftaland íslands er Danmörk. Innflutningur þaðan
fer tiltölulega minkandi, en útflutningur þangað aftur á móti vaxandi.
Þó varð útflutningurinn til Danmerkur 1938 ekki nema um % á móts við
innflutning þaðan. Af öllum innflutningi 1938 kom 14.o% frá Danmörku,
en af öllum útflutningi fór aðeins 9.8% til Danmerkur.
Viðskiftin við Noreg og Sviþjóð eru einnig allveruleg. Frá þessum
löndum kom 1938 16.o% af innflutningnum (8.7% frá Noregi, 8.2% frá
Svíþjóð) og þangað fóru 18.2% af útl'lutningnum (8.5% til Noregs og
9.7% til Svíþjóðar).
Fyrir nokkrum árum hafði ísland mikil viðskifti við suðurlönd
(Spán, ítalíu og síðar Portúgal), en alveg einhliða, flutti mikið út þangað,
en mjög lítið aftur inn þaðan. Árið 1934 var Portúgal efsta landið í röð-
inni um útflutning frá íslandi og tók við 17V2% af öllum útflutningnum,
en síðan hefur útflutningur þangað farið sílækkandi og var 1938 ekki
nema 1%% af útflutningnum. Við Ítalíu hefur verið gerður samningur
um reikningsviðskifti (clearing), svo að útflutningur þangað borgast að
mestu í vörum þaðan. Þetta hefur orðið til þess að auka innflutning
þaðan, en hinsvegar hefur útflutningur þangað minkað. Árið 1938