Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1940, Blaðsíða 19
Verslunarskýrslur 1938
17*
ur lyf, þvottaefni, bækur og blöð, leikföng og margt fleira. Á þessum
vörum hefur yfirleitt orðið nokkur verðhækkun, en innflutningsmagnið
minkað miklu meir en henni nemur. í 10. fl. eru aftur á móti taldar
varanlegir munir til notkunar, svo sem ýmisleg búsáhöld, reiðhjól og
fólksbilar og aðrir slíkir hlutir, sem lengi eiga að endast. Þessar vörur
hafa yfirleitt lækkað nokkuð í verði, en samt hefur lækkunin á inn-
flutningsmagni þeirra orðið miklu meiri heldur en á vörunum i 9. fl. Hefur
hún numið næstum þriðjungi frá árinu á undan.
í 2. yfirliti (bls. 10*—11*) eru vörurnar einnig flokkaðar eftir vinslu-
stigi eða í hrávörur, lítt unnar vörur og fullunnar vörur. Hrávörur telj-
ast afurðir af náttúruframleiðslu (landbúnaði, fiskveiðum, námugrefti
o. s. frv.), sem ekki hafa fengið neina verulega aðvinslu, en geta þó sumar
hverjar verið hæfar til neyslu. Sama máli er að gegna um ýmsar litt unn-
ar vörur, sem fengið hafa nokkra aðvinslu, þó að þær, eins og hrávör-
urnar, séu einkum notaðar til framleiðslu. Samkvæmt yfirlitinu hefur
1938 um helmingur innfluttu varanna (að verðmæti) verið fullunnar
vörur, tæpl. % lítt unnar vörur og tæpl. % hrávörur. Árið 1938 hefur
innflutningur af hrávörum lækkað frá árinu á undan um % milj. kr„ af
lítt unnum vörum um O.o milj. kr. og af fullunnum vörum um 1.3 milj.
kr. Það er þó aðeins af fullunnum vörum, sem innflutningsmagnið hefur
minkað, því að verð þeirra hefur yfirleitt haldist í sáma horfi. Af hálf-
unnum vörum hefur innflutningsmagnið aftur á móti verið óbreytt, en
lækkunin stafar aðeins af verðlækkun á vörunum, og af hrávörunum
hefur innflutningsmagnið jafnvel aukist töluvert, því að verðlækkun á
þeim hefur verið enn meiri.
3. Útfluttar vörutegundir.
Exportation des marchandises.
í töflu III B (bls. 40—47) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika þeirra á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og eru yfirlit yfir
þá flokkaskiftingu í töflu I og II (bls. 1—3).
4. yfirlit (bls. 18*) sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan
hefur numið árlega síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
því, frá hvaða atvinnuvegi þær stafa. Ennfremur er sýnt með hlutfalls-
tölum, hve mikill hluti verðmagnsins stafar árlega frá hverjum atvinnu-
vegi. Hefur hlutdeild sjávarafurða vaxið, en landbúnaðarafurða minkað
alt til 1932. 1932—1937 var hreyfing í öfuga átt, en 1938 hefur hlutdeild
landbúnaðarvara minkað aftur, en sjávarafurða aukist. Fram að 1920
nániu landbúnaðarvörurnar að meðaltali rúml. % af útflutningsverð-
magninu, en 1921—30 námu þær ekki nema 12% og 1932 ekki nema 7%,
síðan hækkaði hlutfall þeirra, og 1937 var það komið upp í nál. 17%, en