Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Síða 2
2 Fréttir 20. mars 2013 Miðvikudagur Benni dæmdur til sektargreiðslu n Skilaði ekki ársreikningi í fimm ár B enedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, og bíla- búðin þurfa að greiða 750 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Ástæðan er að ekki var staðið í skil- um á ársreikningum Bílabúðarinn- ar til opinberrar birtingar hjá árs- reikningaskrá vegna áranna 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, í gær, þarf Benedikt að sitja í fangelsi í 34 daga. Benedikt neitaði sök í málinu en hann sagðist ósáttur við að vera skyldaður til þess að standa skil á ársreikningi til opinberrar birtingar. Þannig væru upplýs- ingar um rekstur félagsins aðgengi- legar samkeppnisaðilum á markaði sem á þeim tíma hafi aðallega verið bankastofnanir. Þetta segir hann ástæðuna fyrir því að hann hafi tek- ið ákvörðun um að skila ekki árs- reikningunum. Fyrir dómi sagði Benedikt að ársreikningar hafi alltaf verið færðir lögum samkvæmt á tímabilinu sem um ræðir og að þeim hafi verið skil- að með skattframtölum til ríkis- skattstjóra. Þá sagði hann að félagið hafi staðið skil á öllum sköttum og skyldum. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að ársreikningunum hafi verið skilað í dag og að Benedikt hafi ekki gerst brotlegur við lög áður. Taldi dómurinn því 750 þúsunda króna sekt hæfilega refsingu fyrir brotið. Til viðbótar þarf Benedikt að greiða 650 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. n Umdeildur lögmaður rukkar sjúklinga n Jón Egilsson sér um innheimtu fyrir Landspítalann L andspítalinn nýtir sér þjón- ustu Lögmannsstofu Jóns Egilssonar til að innheimta reikninga sjúklinga sem komnir eru í vanskil. Jón hef- ur, einn íslenskra lögmanna, í tvígang verið dæmdur til réttarfarssektar. Að sögn Sigrúnar Guðjóns- dóttur, deildarstjóra fjárstýringar Landspítala Háskólasjúkrahúss, er reglan venjulega sú að níutíu dög- um eftir gjalddaga reiknings fer hann í lögfræðiinnheimtu. „Við inn- heimtum ekkert nema samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og við reynum að hvetja til stað- greiðslu.“ Að sögn Sigrúnar eru um 80 prósent reikninga staðgreiddir við komu. Langflestir reikninganna eru sendir í heimabanka, en séu þeir ekki greiddir á eindaga sendir bank- inn út áminningarbréf. Sé því ekki sinnt sendir spítalinn ítrekun og í kjölfarið fara reikningarnir í lög- fræðiinnheimtu. Þekktur fyrir málsvörn í sakamálum DV ræddi við einstakling sem þurfti að nýta sér þjónustu Landspítalans utan skrifstofutíma og þar sem enginn gjaldkeri var við þegar hann hugð- ist greiða fékk hann reikning sendan í heimabankann sinn. Það fórst fyrir að greiða reikninginn og hann end- aði í innheimtu hjá lögmannsstofu Jóns. Viðmælandi DV segir að sér hafi brugðið þegar honum varð ljóst hver sá um að innheimta fyrir spítalann. Nafn Jóns kannaðist viðkomandi við úr umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að taka að sér málsvörn í sakamálum. Hann varði til að mynda lögmanninn Atla Helgason sem varð Einari Erni Birgissyni, við- skiptafélaga sínum, að bana árið 2000. Atli var dæmdur í 16 ára fang- elsi fyrir manndráp. Hann er nú laus úr fangelsi og starfar sem lögmaður á Lögmannsstofu Jón Egilssonar. Þá varði Jón Davíð Smára Hel- enarson, betur þekktan sem Dabba Grensás, árið 2008, sem var þá ákærður fyrir fólskulegar líkams- árásir og hlaut sjö mánaða óskilorðs- bundinn dóm. Dæmdur fyrir að óvirða réttinn Óhætt er að segja að Jón hafi notað umdeildar aðferðir við að flytja mál sín fyrir dómi. Hann hefur tvívegis verið dæmdur til að greiða réttar- farssekt og mun vera eini lögmaður- inn hér á landi sem hefur slíkt á sinni feril skrá. Árið 2005 var hann dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur fyrir að sýna réttinum óvirðingu með því að grípa ítrekað fram í fyrir vitnum og dóm- ara, sem og trufla yfirheyrslur í að- almeðferð í líkamsárásarmáli. Árið 2012 var hann dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt fyrir að herma á niðurlægjandi hátt eftir fórnarlambi í líkamsárásarmáli í málflutningsræðu sinni fyrir dómi. Jón á að hafa leikið fórnar lambið að hringja kjökrandi í lögmann sinn vegna málsins. Stofan hefur reynst vel Aðspurð hvers vegna spítalinn hafi valið Lögmannsstofu Jóns Egilsson- ar til að sjá um innheimtu, svarar Sigrún því ekki beint. Hún segir stof- una hins vegar hafa reynst vel. „Hún er búin að sinna spítalanum mjög lengi og hefur reynst mjög vel. Hún hefur verið lipur að semja og lækka þóknun ef fólk hefur samband.“ Sig- rún segir þó alltaf fylgja svona inn- heimtustarfsemi að einhverjir verði óánægðir. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir með þjónustuna eða bara yfir því að þurfa að borga.“ Viðkvæmar innheimtur Sigrún ítrekar að lögmannsstofan hafi séð um innheimtuþjón- ustu fyrir spítalann mjög lengi, í allt að fimmtán árum, og það hafi ekki þótt ástæða til að fá nýja að- ila í verkefnið. „Það er mikil sér- hæfing í þessu. Fólk þarf að þekkja inn á þetta. Okkur hefur ekki þótt það þess virði að breyta þessu því reynsla okkar er góð.“ Hún viður- kennir þó að reglulega sé kvartað yfir því að notuð sé þjónusta Lög- mannsstofu Jóns Egils sonar. Þá ber- ist einnig fyrirspurnir um það af hverju umrædd stofa sjái um inn- heimtuna. Sigrún telur þó að það yrði alltaf þannig, sama hvaða lög- mannstofa sinnti þjónustunni. Viðmælandi DV er einn þeirra sem hefur spurst fyrir um af hverju umrædd lögmannsstofa sinni inn- heimtu fyrir spítalann. Hann fékk engin svör. Í samtali við DV segir Jón að starfsmenn sínir reyni að vera sveigjanlegir og sýni sjúklingum sem komnir eru í innheimtuferli meiri skilning en öðrum. „Að mínu mati þá eru þetta við- kvæmari innheimtur en margar og þær eru meðhöndlaðar sem slíkar,“ segir Jón. „Ef aðstæður eru mjög erfiðar þá er reynt að taka tillit til þess,“ bætir hann við. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Hefur reynst vel Deildarstjóri fjárstýringar Landspítalans segir Lögmannsstofu Jóns Egils- sonar hafa reynst vel í innheimtu fyrir spítalann. Kvartað til spítalans Sigrún Guðjónsdóttir deildarstjóri fjár- stýringar segir spítalann ánægðan með störf Jóns en segir þó að kvartanir berist reglulega. Innbrot og eldur Aðfaranótt þriðjudags var tilkynnt um tvö innbrot á höfuðborgar- svæðinu. Annars vegar var til- kynnt um innbrot og þjófnað á kaffihúsi í Vesturbænum. Þar var rúða brotin í útidyrahurð, farið í sjóðsvél og skiptimynt tekin. Ekki er vitað hve mikið þjófurinn eða þjófarnir höfðu upp úr krafsinu. Þá var tilkynnt um þjófnað og inn- brot í verslun í Kópavogi. Sömu nótt var tilkynnt um sinueld í Grafarvogi og um eld í bifreið í Kópavogi á þriðjudags- morgun. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi og reyndist ekki hafa ökuréttindi. Báðum ökumönnum var sleppt að lokn- um skýrslutökum og blóðsýna- töku. Karl í viðtali „Ísland verður aldrei aftur uppeldis staður fyrir milljarða- mæringa,“ segir Karl Wernersson í viðtali við Bloomberg-frétta- veituna þar sem fjallað er um ís- lenska auðmenn, ris þeirra hér á uppgangstímum og stöðu þeirra í dag eftir efnahagshrunið. Hann segir að á Íslandi sé að finna talsvert mikið af samvisku- sömu fólki sem hefur góðar tekjur, en ólíklegt verði að teljast að á Ís- landi verði aftur slíkur uppgangur, eða að Ísland verði útungunar- stöð fyrir milljarðamæringa á ný. Erlendir fjárfestar verði að öðlast traust og trú á landinu á ný, en til þess þurfi Íslendingar að sýna fram á að þeir hafi lært af fyrri mistökum. Umfjöllun Bloomberg snertir meðal annars Karl, Björgólf Thor, Jón Ásgeir, Björgólf Guðmundsson og Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Fær ekki að skrifa Bakþanka „Í eðlilegu árferði hefði ég póstað Bakþönkunum mínum núna. Mér hefur hins vegar verið meinað að skrifa fleiri Bakþanka fyrir Frétta- blaðið,“ skrifar Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu á Facebook-síðu sína. Hann hefur lengi skrifað Bakþanka og hafa sumir hverjir þeirra vakið tals- verða athygli, sá síðasti þó sér- staklega en hann hét Hvar eru konurnar? og fjallaði um stöðu kvenna í fjölmiðlum. „Mér var einfaldlega tilkynnt að ekki væri þörf fyrir mig lengur sem bakþankaskrifara,“ segir Kol- beinn í samtali við Smuguna og vísaði á ritstjóra Fréttablaðsins. Tók ákvörðun Benedikt sagði fyrir dómnum að hann hafi ákveðið að skila ekki ásreikn- ingunum af því að hann væri ósáttur við að samkeppnisaðilar gætu skoðað þá. MynD Björn BlönDal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.