Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Síða 8
8 Fréttir 20. mars 2013 Miðvikudagur
S
vo virðist sem skuldamál ís
lenskra heimila verði eitt
stærsta kosningamálið í kom
andi alþingiskosningum. Há
vær krafa er um að höfuð
stóll verðtryggðra íbúðalána verði
leiðréttur vegna forsendubrests sem
varð í íslensku efnahagslífi í kjölfar
bankahrunsins í október 2008. Flest
ir eru með verðtryggð íbúðalán hjá
Íbúðalánasjóði og því verður að telj
ast líklegt að krafan um leiðréttingu
verðtryggðra íbúðalána snúi fyrst og
fremst að þeim hópi.
En hvað myndu slíkar aðgerðir
kosta? Samkvæmt ársreikningi Íbúða
lánasjóðs fyrir árið 2011 námu útlán
sjóðsins til heimila um 630 milljörð
um króna í árslok 2011. Má telja lík
legt að uppsafnaðar verð bætur þeirra
heimila sem eru með lán hjá sjóðnum
hafi hækkað um nálægt 210 milljörð
um króna frá upphafi árs 2008. Margir
hafa komið fram með tillögur um að
færa vísitölu neysluverðs á lánum aft
ur til 1. janúar 2008 og myndi slík að
gerð fyrir heimilin kosta 210 milljarða
króna fyrir Íbúðalánasjóð.
Lífeyrissjóðir eiga 70%
skuldabréfanna
Áður hefur komið fram að mismunur
á bókfærðu virði og gangvirði á eign
um og skuldum sjóðsins nam um 200
milljörðum króna í árslok 2011. Sá
vandi hefur ekki enn verið leystur.
Mikið fjaðrafok varð í lok nóvember
á síðasta ári þegar Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar
innar, lét þau ummæli falla í sam
tali við fréttaveituna Bloomberg að
Íbúðalánasjóður þyrfti að endur
semja um skuldir sína við eigendur
íbúðabréfa eða svokallaðra HFF
bréfa. Talið er að íslenskir lífeyris
sjóðir eigi um 70 prósent af útgefnum
verðbréfum Íbúðalánasjóðs. Sú að
gerð að ná jafnvægi á milli virði eigna
og skulda sjóðsins myndi því kosta líf
eyrissjóðina um 140 milljarða króna.
Ef Íbúðalánasjóður ætlar líka að gefa
eftir verðbætur aftur til 1. janúar 2008
myndi slík aðgerð kosta lífeyrissjóði
um 150 milljarða króna til viðbótar.
Þessar tvær aðgerðir gætu því kostað
lífeyrissjóðina nærri 300 milljörðum
króna.
Stjórnarandstaðan vill
leiðréttingu
Nokkrar útfærslur hafa verið nefndar
til að koma til móts við heimili með
vertryggð íbúðalán. Hafa þær flestar
komið frá stjórnmálaflokkum sem
nú eru í stjórnarandstöðu á Al
þingi og nýjum framboðum sem nú
bjóða sig fram vegna alþingiskosn
inganna sem fram fara 27. apríl
næstkomandi. Má þar nefna þings
ályktunartillögu Hreyfingarinnar um
að allar verðbætur af verðtryggðum
íbúðalánum umfram 2,5 prósenta
verðbólgumarkmið Seðlabankans
verði færðar inn í sérstakan afskrifta
sjóð. Alls færu verðbætur upp á um
275 milljarða króna inn í sjóðinn og
yrðu endurgreiddar á 20 árum.
Hægri grænir hafa lagt fram svip
aða tillögu en eitt helsta stefnumál
framboðsins er 45 prósenta leið
rétting verðtryggðra lána. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, hefur nefnt
leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána
sem myndi kosta 240 milljarða króna
sem er nokkurn veginn 20 prósenta
leiðrétting á öllum verðtryggðum
íbúðalánum á Íslandi sem nema um
1.200 milljörðum króna. Samkvæmt
frétt á RÚV nú nýlega er síðan talið
að tillaga Sjálfstæðisflokksins um að
veita skattaafslátt vegna húsnæðis
lána myndi kosta 16 milljarða króna
fyrsta árið í framkvæmd.
Eiga 2.000 íbúðir
Staða Íbúðalánasjóðs í dag er hins
vegar verulega slæm á margan hátt.
Talið er að sá vandi muni líklega
aukast á næstu árum. Auk þess sem
áður kom fram í greininni má bæta
við að Íbúðalánasjóður á í dag rúm
lega 2.000 íbúðir. Það er mikil fjölg
un frá því sem áður var en árið 2009
átti Íbúðalánasjóður um 350 íbúðir.
Einungis 20 prósent þeirra eru á höf
uðborgarsvæðinu en stór hluti eigna
er á svæðum á landsbyggðinni þar
sem illa hefur gengið að selja fast
eignir. Talið er að þeim muni fjölga
um meira en eitt þúsund á næstu
árum. Nýlega stofnaði Íbúðalána
sjóður leigufélagið Klett ehf. en inn
í það félag fóru um 500 fasteignir í
eigu sjóðsins sem voru í útleigu. Um
200 þeirra eru á höfuðborgarsvæð
inu.
45 prósent í yfirveðsettum
eignum
Þá má nefna að um 370 milljarðar
króna eða nærri 45 prósent af út
lánum sjóðsins hvíla á fasteignum
þar sem lánin eru hærri en fast
eignamat eignarinnar. Ekki liggur
ljóst fyrir hvernig þau útlán dreif
ast yfir landið en eins og fram
kemur í töflu með frétt eru þær
eignir sem Íbúðalánasjóður hef
ur yfirtekið dreifðar víðs vegar um
landið.
Líklega hafa margir sem eru
með lán hjá sjóðnum fundið illi
lega fyrir hækkun lána frá upphafi
árs 2008 vegna verðbólgu á meðan
að íbúðaverð hefur ekki hækkað í
samræmi við það. Má þar nefna að
vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 45 prósent frá 1. janúar 2008 á
sama tíma og vísitala íbúðaverðs
á höfuð borgarsvæðinu sem dæmi
hefur lækkað um tvö prósent fyrir
sama tímabil. Sögulega má nefna
að á árunum 1988 til 1996 varð 20
prósent raunlækkun á fasteigna
verði á Íslandi. Á árunum 1997 til
2007 varð hins vegar 180 prósenta
raunhækkun. n
n Kostar 210 milljarða króna að færa verðbætur ÍLS til 1. janúar 2008
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Veðsetningarhlutföll
á útlánum Íbúðalánasjóðs
Veðsetningarhlutfall Uppreiknaðar eftirstöðvar Hlutfall
<=50 131 milljarður 16%
50-70 110 milljarðar 13%
70-90 142 milljarðar 17%
90-100 73 milljarðar 9%
100-110 72 milljarðar 9%
>110 299 milljarðar 36%
Alls 827 milljarðar
*ALLAr töfLUr byggjA á SkýrSLU IfS grEInIngAr fyrIr ÍbúðALánASjóð, nóVEMbEr 2012.
Fullnustueignir í
eigu Íbúðalánasjóðs
ár fjöldi Í útleigu bókfært virði
2009 347 - -
2010 1.069 346 15 milljarðar
2011 1.606 642 22 milljarðar
2012 2.049 846 29 milljarðar
Nær helmiNgur allra
íbúða yfirveðsettur
Yfirteknar eignir Íbúðalánasjóðs
og lán í vanskilum
Austurland
14%
Norðurland
7%
Suðurland
16%
Vestfirðir
2%
Vesturland
15%
Suðurnes
25%
Höfuðborgar-
svæðið
21%
Höfuðborgarsvæðið
52%
Lán einstaklinga
í vanskilum
Landsbyggðin
48%
Lán einstaklinga
í vanskilum
Yfirteknar eignir eftir landshlutum
Lán einstaklinga í vanskilum
g
r
A
fÍk
Pá
LL SV
A
n
SS
o
n
Vinnuvikan
verði stytt
Í ályktun sem samþykkt var á að
alfundi SFR þann 14. mars síð
astliðinn er þess meðal annars
krafist að vinnuvikan verði stytt
niður í 36 stundir.
Þess er einnig krafist að stjórn
völd, verkalýðshreyfingin og at
vinnurekendur taki höndum
saman um leiðréttingu kynbund
ins launamunar. „Tími rann
sókna og skýrslugerðar er löngu
liðinn. Fjármagna þarf raun hæfar
aðgerðir til að útrýma þessum
svarta bletti í lýðræðissamfélagi
okkar og hafa ber sjónarmið
beggja kynja að leiðarljósi í allri
ákvörðunartöku,“ segir í ályktun
inni.
Aðalfundurinn krefst þess
jafnframt að hugað verði að
launajafnrétti í víðasta skilningi
orðsins. SFR krefst þess að vinnu
tími vaktavinnufólks verði aldrei
lengri en 80 prósent af vinnutíma
dagvinnufólks. Bent er að lýð
heilsufræðilegar rannsóknir hafi
sýnt fram á skaðleg áhrif vakta
vinnu án þess að stjórnvöld hafi
brugðist við.
„Vinnutími sem fellur að
mestu á kvöld, helgar og nætur
gerir fólki illmögulegt að sinna
þörfum fjölskyldunnar. Jafna þarf
tækifæri beggja foreldra til þátt
töku í uppeldi barna sinna og
stuðla að fjölskylduvænna sam
félagi.“
Aðalfundur SFR krefst þessi
einnig að vinna sem miðar að
skilgreiningu vinnu og vinnu
aðstöðu vaktavinnufólks verði
kláruð. Loks er þess krafist að
ríkissjóður hefji nú þegar að
greiða inn á skuldbindingar sínar
við lífeyrissjóð opin berra starfs
manna og að áætlun verði gerð
um það hvernig staðið verði að
greiðslum til frambúðar.
Götur
rykbundnar
Styrkur svifryks fór langt yfir
heilsuverndarmörk í Reykjavík
á þriðjudag. Þetta kemur fram
á vef Reykjavíkurborgar en þar
segir að hálftímagildi svifryks
við mælistöðina á Grensásvegi
hafi verið 295,4 míkrógrömm á
rúmmetra klukkan tíu á þriðju
dagsmorgun en sólarhrings
heilsuverndarmörkin eru 50
míkrógrömm á rúmmetra.
Svifrykið fór því nær sexfalt yfir
mörkin.
Búist er við að svifryk verði
áfram mikið næstu daga enda er
spáð þurrviðri. Til að sporna við
því freistar Reykjavíkurborg þess
að rykbinda götur eftir getu.
Saltpækli verður úðað á götur
borgarinnar eftir því sem þurfa
þykir en heilbrigðiseftirlitið
mun fylgjast náið með loft
gæðum í borginni. Á vef Reykja
víkurborgar má fylgjast með
mælingum svifryks en rykið á
upptök sín á svæðinu í kringum
Grímsvötn – og barst hingað í
óveðrinu á dögunum. Borgin
boðar almenna vorhreinsun á
götum borgarinnar um páska.
til skýringar:
Þetta þýðir
að fjórðungur
allra eigna sem
Íbúðalánasjóður
hefur yfirtekið er
á Suðurnesjum.
til skýringar: Næstum helm-
ingur þeirra lána Íbúðalánasjóðs
sem eru í vanskilum er tilkominn
vegna eigna á landsbyggðinni.