Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 2
Vikublað 18.–20. febrúar 20142 Fréttir
Sagði af sér eftir
gróf myndskilaboð
n Framkvæmdastjóri leikfélags sendi stelpu Snapchat n Kynferðisbrot annars manns bíða dóms
B
irkir Thór Högnason, fram-
kvæmdastjóri Leikfélags
Vestmannaeyja, hefur
viðurkennt að hafa sent
Snapchat-mynd af getnað-
arlim sínum til stúlku undir lögaldri,
sem tekið hefur þátt í uppsetning-
um leikfélagsins. Hann sagði af sér
á fundi með leikfélagsmeðlimum
í síðustu viku þar sem hann viður-
kenndi brot sitt.
Birkir sendi myndina í nóvember
og sagði hann af sér í kjölfar sam-
tals við blaðamann DV. Félagið er
áhugamannaleikhús og taka fyrst og
fremst unglingar undir lögaldri þátt
í uppsetningum þess. Birkir segist
sjálfur vera í sambúð og eiga í ást-
arsambandi við aðra stúlku, líka 17
ára, sem hann segist hafa kynnst í
leikhúsinu.
Sviðsstjóri hjá Barnaverndar-
stofu telur þörf á að rannsaka mál-
ið. Faðir stúlkunnar sem fékk skila-
boðin segist í samtali við DV ekki
ætla að kæra málið. Meðan á þessu
gengur er beðið eftir niðurstöðu í
dómsmáli þar sem annar maður er
sakaður um að hafa brotið á ungum
stúlkum innan veggja leikfélagsins.
„Hún vildi ekkert gera úr þessu“
Faðir stúlkunnar sem fékk myndina
senda sagði fyrst við blaðamann DV
að um misskilning væri að ræða en
eftir að Birkir viðurkenndi brot sitt
staðfesti hann að Birkir hefði sent
umrædda mynd. Faðir stúlkunn-
ar segir þetta leiðindamál og að ósk
dóttur sinnar vildi hann ekki gera
mál úr myndsendingunni. „Hún
hlaut nú engan skaða af þessu. Hún
vildi ekkert gera úr þessu,“ segir
faðirinn og tekur fram að um ein-
angrað tilvik hafi verið að ræða.
Sagði málið lið í
ófrægingarherferð
Framkvæmdastjórinn sagði fyrst,
þegar DV hafði samband, að mál-
ið væri liður í ófrægingarherferð
gegn sér. „Það mál eitt og sér hefur
aldrei verið altalað í Eyjum heldur
verið rekið áfram af litlum einangr-
uðum hópi fólks og er eingöngu
liður í áralangri valdabaráttu inn-
an félagsins og er til þess gert að
reyna að koma höggi á mig og sitj-
andi stjórn,“ sagði Birkir í tölvu-
pósti til DV. Að hans sögn átti sér
stað alvarlegt bókhaldssvikamál
sem og eineltismál undir stjórn
þeirra sem hann segir nú reyna
koma höggi á hann.
Athygli vekur að fyrir Héraðs-
dómi Suðurlands er nú rekið meint
kynferðisbrotamál sem tengist
leikfélaginu. Í því máli er meðlim-
ur leikfélagsins sakaður um að hafa
brotið gegn ungum stúlkum innan
veggja félagsins árin 2010 og 2011.
Fjórar stelpur áreittar innan
leikfélagsins
Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufull-
trúi hjá lögreglunni í Vestmanna-
eyjum, staðfestir að kynferðisbrot
hafi verið rannsökuð sem áttu sér
stað innan veggja Leikfélags Vest-
mannaeyja. „Þetta er mál sem var
tekið fyrir dóm núna í janúar í Hér-
aðsdómi Suðurlands. Þetta gerðist
2011 og var kært í byrjun árs 2012 ef
ég mann það rétt. Það er ekki kom-
in niðurstaða í því en fyrirtaka var
um daginn. Það eru engar nýlegar
kærur hvað varðar leikfélagið,“ seg-
ir Tryggvi.
Birkir, segir aðspurður um máls-
atvik, að ungur maður leikhússins
hafi áreitt fjórar stelpur innan leik-
félagsins. Hann hafi verið látinn fara
eftir að ein stúlkan greindi honum
frá málinu. „Hann var látinn fara úr
leikfélaginu, félagsmiðstöðinni og
lúðrasveitinni. Ég var vitni í dóms-
málinu núna í janúar,“ segir Birkir,
fráfarandi framkvæmdastjóri.
Hann segir ábendingar um kyn-
ferðisbrot hafa verið hundsaðar af
því sama fólki og dreifir sögum um
hann nú.
Sama dag og hann sendi tölvu-
póstinn viðurkenndi hann brot sitt
og sagði af sér.
Á ekki að vinna með unglingum
Heimildarmaður DV innan leikfé-
lagsins segir að Birkir hafi haldið
fund sama kvöld og blaðamaður
DV ræddi fyrst við hann. „Það var
fundur í gær sem hann kallaði sjálf-
ur til, þrjátíu manna fundur. Þar stóð
hann upp og viðurkenndi sjálfur að
hafa í nóvember síðastliðnum sent
óviðeigandi mynd á meðlim leikfé-
lagsins, sem var undir aldri.
Svo nafngreindi hann aðila sem
hann vildi meina að hefði brotið
trúnað með því að hringja í DV og
gert mál úr þessu og koma óorði á
hann,“ segir hann.
Birkir hafi viljað gera meira mál
úr meintu trúnaðarbroti en eigin
framferði. „Menn sem gera svona
eiga ekkert að vera að vinna með
unglingum,“ segir heimildarmaður-
inn.
Hann vildi þó leggja áherslu á
að innan leikfélagsins færi fram
geysigott starf og að slæmt væri að
menn eins og Birkir kæmu óorði á
félagið. „Ég hef heyrt sögur um að
það eigi að fá hann aftur en ég held
að við munum flest innan leikfélags-
ins sjá til þess að úr því verði ekki,“
segir leikfélagsmeðlimurinn.
Segir aldur sambýliskonu
notaðan gegn sér
Birkir segir þá sem séu óvinveittir
sér nýta sér þá staðreynd að sam-
býliskona hans sé sautján ára. „Við
erum búin að búa sama í hálft ár
án nokkurra athugasemda frá ein-
um eða neinum. Þetta samband
byrjaði ekkert á neinum annarleg-
um forsendum. Auðvitað lítur þetta
mjög sérstakt út í augum margra að
ég sé þrjátíu og hún sautján þegar við
byrjum saman. Það er ekki eins og ég
hafi pikkað hana upp á einhverju
fylleríi,“ segir hann í samtali við DV.
Hann segir ástæðuna fyrir því að
reynt sé að gera hann tortryggilegan
þá að aðilar vilji „reyna að ná aftur
völdum í vel stæðu félagi og hylma
yfir hörmuleg mistök þess hóps sem
aftur vill komast að.“
Unnur Guðgeirsdóttir, formaður
leikfélagsins, segir í samtali við DV
ekki kannast við neinar deilur innan
félagsins.
Sambandið á gráu svæði
Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá ráð-
gjafarsviði Barnaverndarstofu, seg-
ir það að sambýliskona Birkis sé
sautján ára vera á gráu svæði. Að
hans sögn geti það verið lögbrot ef
samband þeirra hófst meðan hann
var umsjónarmaður hennar í leik-
húsinu. Samræðisaldur sé fimmtán
ár nema þegar um er að ræða um-
sjónarmann barna, þá sé miðað við
átján ára aldur.
„Þetta er á einhverju gráu svæði,
Sagði af sér Birkir
Thór Högnason, fram-
kvæmdastjóri Leikfélags
Vestmannaeyja, sagði
af sér eftir að hafa sent
klámfenga mynd á sautján
ára stúlku.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það er ekki eins og
ég hafi pikkað hana
upp á einhverju fylleríi
„Eins og
smáhundur“
„Gísli Marteinn var eins og smá-
hundur sem geltir skrækum
rómi og glefsar í ökkla í viðtalinu
við forsætisráðherra,“ skrifaði
Ólafur Arnarson hagfræðingur
á Facebook-síðu sína en hann,
líkt og flestir sem á horfðu, tjáði
sig um viðtalið við Sigmund
Davíð Gunnlaugsson í þættinum
Sunnudagsmorgni á sunnudag.
Þó margir hafi stigið fram og
hrósað Gísla Marteini fyrir fram-
göngu hans í viðtalinu sem var
býsna strembið fyrir ýmsar sakir
þá hafa framsóknarmenn komið
formanni sínum til varnar.
Ólafur veltir fyrir sér hvort
Gísli Marteinn hafi talið sig vera
að flytja skilaboð frá frjálshyggju-
armi Sjálfstæðisflokksins.
„Sá armur
er stundum
kenndur við eitt-
hvað líflausara
en frjálshyggju.
Þegar smáhund-
ur hamast á ökkla
manns end-
ar það með því að maður hristir
löppina og sparkar kvikindinu af
sér. Það gerði forsætisráðherra.
Gísli Marteinn getur mun bet-
ur en hann gerði í dag. Hann
hefur stundum átt góða spretti í
sjónvarpi. Ekki í dag. Hann þarf
að skýra út hvers vegna hann
sýndi umtalaða auðmýkt gagn-
vart sínum eigin flokksformann-
ni, fjármálaráðherranum, fyrir
viku en réðst eins og óður chiu-
ahua hundur á forsætisráðherra
í dag. Ef hann getur ekki losað
sig við flokkspólitíkina ætti hann
kannski ekki að stjórna svona
þætti á RÚV.“
Eygló boðar
breytingar
Eygló Harðardóttir, félags- og
húsnæðismálaráðherra, vill ráð-
ast í gagngerar kerfisbreytingar
til að tryggja börnum og ung-
mennum sem glíma við geðrask-
anir, fíkniefnavanda eða fjölþætt
vandamál viðeigandi úrræði.
Eygló hefur af þessum sökum
ákveðið að framkvæmdaáætlun
í barnavernd verði hluti nýrrar
fjölskyldustefnu.
Eygló segir flækjustig stofn-
anakerfisins eins og það er upp-
byggt allt of mikið sem standi
þjónustu við þau börn og ung-
menni sem hennar þurfa með
fyrir þrifum og valdi einnig vanda
hjá þeim sem starfa innan kerf-
isins. Ráðherra segir umræðu
um úrræði, kerfið sjálft og gagn-
rýni á það snúast mjög mikið um
vanda barma og ungmenna sem
eru í neyslu. Mat ráðherrans er
að þetta sé oft og tíðum aðeins
hluti af vandanum og geti hvort
heldur verið afleiðing eða orsök.
Geðraskanir, félagsleg vanda-
mál, brotin heimili eða erfiðleik-
ar í skóla komi oft einnig við sögu
og því sé um að ræða fjölþættan
vanda. Til að leysa hann þurfi að
samþætta vinnuna milli stofnana
og félagasamtaka sem gera á með
fjölskyldustefnunni.