Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 3
Fréttir 3Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Sagði af sér eftir
gróf myndskilaboð
n Framkvæmdastjóri leikfélags sendi stelpu Snapchat n Kynferðisbrot annars manns bíða dóms
„Menn sem gera
svona eiga
ekkert að vera að vinna
með unglingum.
raunar þyrfti einhver hjá lögreglunni
eða saksóknara að skoða þetta.
Þarna reynir á hvað er hvað. Kynntu-
st þau í leikhúsinu? Var hún þar sem
barn undir hans verndarvæng sem
hann svo misnotar?“ spyr Páll, en
Birkir segir sjálfur að þau hafi kynnst
í leikhúsinu.
„Þetta er ekkert mál“
Unnur Guðgeirsdóttir staðfestir í
samtali við DV að Birkir hafi sagt af
sér á fundi félagsins og viðurkennt
að hafa sent umrædd Snapchat-
skilboð. „Þetta mál er ekkert mál.
Ég átta mig ekki á þessu. Ég er ekki
að skilja þetta. Það að senda svona
skilaboð er ekkert mál. Það er fullt af
öðrum málum til að skoða. Þið eigið
að leita einhvers staðar annars stað-
ar að einhverju til að skrifa um,“ seg-
ir Unnur.
Kristín Jóhannsdóttir, menn-
ingarfulltrúi Vestmannaeyja, gerði
tilraun til að þagga málið niður.
Blaðamaður DV fékk hringingu frá
henni stuttu eftir að hann ræddi
fyrst við Birki. „Hann Birkir er einn
sá mesti prýðisdrengur sem ég hef
haft með að gera hér. Það er engin
ástæða til að setja þetta mál af stað.
Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“
segir Kristín.
DV ræddi við Kristínu aftur eftir
að Birkir sagði af sér og sagði hún
þá að myndsendingin hafi ekki ver-
ið kærð og væri því ekki lögbrot. „Ég
er bara nýbúin að frétta þetta og
ég kallaði hann strax fyrir hjá mér
þegar ég heyrði þetta. Hann sagði
mér hvað hefði komið upp og að
hann væri búinn að biðja þá sem
málið varðar afsökunar. Hann er bú-
inn að viðurkenna að þetta sé „no-
good“ framkoma sem kemur ekki
fyrir aftur,“ segir Kristín.
„Verður einhver að rannsaka
málið“
Páll Ólafsson hjá Barnaverndar-
stofu telur fulla ástæðu til að
myndsending Birkis verði tekin til
rannsóknar af réttum aðilum. Hann
segir erfitt fyrir sig að meta málið
þar sem hann viti ekki öll málsat-
riði en miðað við það sem hann hafi
heyrt þá hljómi það eins og lögbrot.
„Varðandi þessa mynd þá er í hegn-
ingarlögum ýmislegt sem tengist
þessu. Að særa blygðunarkennd,
ef þú ert með klám, það eru ýmsar
lagagreinar í 200. kafla sem segja til
um svona hegðun. Þetta er þó alltaf
matsatriði, en gagnvart barni þá er
það spurning hvort þetta sé orðið
brot gegn barni hreinlega. Hún er
náttúrlega sautján ára og því barn.
Þá er spurning hvort að þetta sé
eitthvað sem barnavernd þyrfti að
skoða,“ segir Páll.
Hann segir þó ljóst að þetta sé
mjög óviðeigandi framkoma af
starfsmanni gagnvart barni. „Ef
þetta væri skólastjóri eða kennari
sem myndi senda mynd af sér til
nemenda þá væri hægt að nota 35.
grein barnaverndarlaga sem fjallar
um óviðeigandi framkomu starfs-
manns. Þá gætu yfirmenn þessa
aðila eða yfirvöld hafið rannsókn.
Ef þetta er þannig að þetta félag sé
hálfrekið af sveitarfélaginu þá verð-
ur einhver að rannsaka málið,“ seg-
ir Páll. n
Leikfélag Vestmannaeyja Deilur skekja félagið og ganga alvar-
legar ásakanir á víxl. Er nú beðið eftir niðurstöðu í dómsmáli þar sem
maður er ásakaður um að áreita fjórar stúlkur innan veggja félagsins.
Flottar kökur
í afmælið
• Dóra og Diego
• Skylanders
• Bratz
• Spiderman
• Star Wars
• Hulk
• Disney prinsessur
• Monster High
• Tísku Barbie
• Litla hafmeyjan
• Strumparnir
og margt fleira
Skoðið úrvalið!
Iðnbúð 2 Garðabæ 565 8070
okkarbakari.is
facebook.com/okkarbakarí
E
ignarhaldið á stærsta hluthafa
Vefpressunnar, fyrirtækisins
sem heldur úti vefmiðlinun-
um Eyjunni og Pressunni, ligg-
ur ekki fyrir ef marka má opinberar
upplýsingar um það. Stærsti hluthafi
félagsins heitir AB11 ehf.
Í nýjasta ársreikningi Vef-
pressunnar ehf., fyrir árið 2012, kem-
ur fram að félagið eigi 64 prósenta
hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar eru
Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Ægisson,
eignarhaldsfélag sem þeir eru skráð-
ir fyrir, og eignarhaldsfélag Róberts
Wessmann, Salt Investments.
Þegar eignarhaldið á AB11 ehf. er
skoðað samkvæmt upplýsingum frá
ríkisskattstjóra kemur fram að Vef-
pressan á sjálf rúm 14 prósent í fé-
laginu en óþekktir hluthafar eiga tæp
86 prósent. Þessar upplýsingar eru
frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt árs-
reikningi AB11 ehf. fyrir árið 2012
átti Björn Ingi Hrafnsson hins vegar
100 prósent í félaginu í lok þess árs.
Eignarhaldið á stærsta hluthafa Vef-
pressunnar breyttist því á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins í fyrra. Mið-
að við opinberar upplýsingar er hins
vegar ekki hægt að sjá hverjir stærstu
hluthafarnir eru.
Eigendur Vefpressunnar afskrif-
uðu 52 milljóna króna lán til félagsins
árið 2012 og hefur félagið síðan verið
endurfjármagnað. Eignarhaldsfélag-
ið AB11 ehf. kom inn sem langstærsti
hluthafinn í félaginu árið 2012 og
á sama tíma lækkaði hlutafjáreign
annarra hluthafa í félaginu verulega
og fór Björn Ingi Hrafnsson meðal
annars úr 18 prósenta hlut og niður í
10 og Arnar Ægisson úr 14 prósentum
og niður í 8 prósent. Hverjir það eru
sem standa á bak við þennan stóra
hlut AB 11 ehf. í Vefpressunni er hins
vegar á huldu.
Vefpressan komst í umræðuna
um helgina í frægu viðtali Gísla
Marteins Baldurssonar við Sigmund
Davíð Gunnlaugsson en þar hélt fjöl-
miðlamaðurinn því fram að Eyjan
birti gjarnan fréttir sem virtust koma
úr innstu röðum Framsóknarflokks-
ins. Gerði Gísli Marteinn því skóna að
svo virtist sem góð tengsl væru á milli
miðilsins og Framsóknarflokksins
en Björn Ingi er fyrrverandi borgar-
fulltrúi flokksins. Ekki náðist í Björn
Inga til að bera undir hann orð Gísla
Marteins. n ingi@dv.is
n Óljóst hverjir eiga stærsta hlutinn í Vefpressunni
Ógagnsætt eignarhald