Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 6
Vikublað 18.–20. febrúar 20146 Fréttir
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hitablásarar
Rafmagnshita-
blásari 2Kw 1 fasa
6.990
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.990
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.990
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.890
Rafmagnshitablásari
15Kw 3 fasa
28.890
15 metra rafmagnssnúra
2.995
Rafmagnshitablásari
9Kw 3 fasa
17.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Fórnarlömb
vígbúast
Stofnað hefur verið sérstakt mál-
sóknarfélag til að sækja skaða-
bótamál á hendur Vodafone
vegna gagnaleka á vef fjarskipta-
fyrirtækisins í nóvember síðast-
liðnum. Sem kunnugt er varð
vefsíða Vodafone fyrir árás tölvu-
þrjóta sem komust yfir og láku á
netið gríðarlegu magni persónu-
upplýsinga á borð við persónu-
leg SMS-skilaboð. Málsóknarfé-
lagið er með heilsíðuauglýsingu í
Fréttablaðinu í dag þar sem aug-
lýst er eftir fólki sem telur sig hafa
orðið fyrir tjóni vegna lekans eða
telur sig hafa orðið fyrir barðinu á
lekanum. Eru þessir einstaklingar
hvattir til að sækja um aðild að
félaginu sem hefur þann tilgang
að höfða dómsmál til að fá bætt
tjón félagsmanna.
Dómsmálið verður rekið í
nafni félagsins og verða nöfn fé-
lagsmanna því ekki birt í dóms-
niðurstöðu. Hefur félagið ráðið
lögmannsstofuna Lögvernd ehf.
og Skúla Sveinsson hdl. sem lög-
mann félagsins. Félagið virðist
til í slaginn því auk þess að vera
með heilsíðuauglýsingu í Frétta-
blaðinu á mánudaginn í leit að fé-
lagsmönnum hefur verið búin til
nokkuð yfirgripsmikil heimasíða,
malsoknarfelag.is, þar sem allar
helstu upplýsingar er að finna.
Segir ásakanir fráleitar
Vísar ásökunum formanns Samtaka meðlagsgreiðenda á bug
I
nnheimtustofnun hefur vísað
ásökunum Gunnars Kristins
Þórðarsonar, formanns Samtaka
meðlagsgreiðenda, alfarið á bug.
Í helgarblaði DV kom það fram að
samtökin hafi lagt fram kæru á hend-
ur Innheimtustofnun sveitarfélaga
til sérstaks saksóknara, eftir að þeim
bárust ársreikningar stofnunarinnar.
Gunnar Kristinn sagði að við lestur
þeirra hefðu vaknað ýmsar spurn-
ingar og að útlit væri fyrir að stofnun-
in hefði fengið mun meira fé frá Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga en þörf var á.
Í kærunni er óskað eftir opinberri
rannsókn á því hvort refsiverð hátt-
semi hafi átt sér stað í fjársýslu Jöfn-
unarsjóðs og Innheimtustofnunar,
og að í ársreikningnum séu „alvar-
legar bókhaldsskekkjur.“ Ríkisendur-
skoðandi hefur nú sent frá sér álit
vegna málsins, þar sem þeim spurn-
ingum sem m.a. eru lagðar fram í
kærunni og birtust á heimasíðu sam-
takanna, er svarað. Þar kemur fram
að endurskoðandi Innheimtustofn-
unar hafi upplýst ríkisendurskoðun
um að engin bókhaldsóreiða sé hjá
stofnuninni, en það sé hins vegar ekki
auðvelt fyrir óvana að lesa ársreikn-
inga stofnunarinnar til að fá skýra
mynd af starfsemi hennar. Þá kem-
ur fram í álitinu að skrif samtakanna
á heimasíðu þeirra séu byggð á al-
gjörum misskilningi á eðli reiknings-
skila stofnunarinnar, og að ekkert
óeðlilegt sé að finna í ársreikningum
hennar.
Samtökin birtu einnig tölvupóst-
samskipti við lögfræðing Innheimt-
ustofnunar á heimasíðu sinni, en
þar kemur fram að stofnunin fagni
því að fá að svara fráleitum ásök-
unum samtakanna á eðlilegum og
faglegum grundvelli hjá sérstökum
saksóknara, ef hann kysi að hafa
samband vegna kærunnar. n
Gunnar Kristinn
Innheimtustofnun
hefur vísað ásökun-
um Gunnars á bug og
segir þær fráleitar.
Of seinn í vinnu
og ók á bíl
Ökumaður, sem ók í veg fyrir
bifreið á gatnamótum í Grinda-
vík um helgina og olli þar með
árekstri reyndist vera réttinda-
laus að sögn lögreglunnar á
Suðurnesjum. Engin slys urðu
á fólki en bifreiðirnar skemmd-
ust töluvert. Umferðin gekk
erfiðlega í umdæminu þessa
helgi, en þar urðu þrjú um-
ferðaróhöpp til viðbótar, þar af
tveir árekstrar. Engin slys urðu
á fólki, en talsvert tjón á bifreið-
um. Þá ók ökumaður af vett-
vangi eftir að hafa ekið á kyrr-
stæða og mannlausa bifreið.
Lögregla hafði fljótlega upp á
honum, en hann kvaðst þá hafa
verið að flýta sér til vinnu. Hann
verður kærður fyrir að hafa ekki
tilkynnt um óhappið.
M
ikill viðbúnaður var á
Keflavíkurflugvelli í síðustu
viku þegar þjónustuveri
WOW Air barst tilkynning
um að sprengja væri um
borð í flugvél flugfélagsins sem var á
leið frá Gatwick í London. Það voru
þó ekki sprengjusérfræðingar Land-
helgisgæslunnar sem fóru fyrstir inn
í farangursrými flugvélarinnar til þess
að framkvæma sprengjuleit heldur
voru tveir flugvallarstarfsmenn send-
ir til þess að ná í töskurnar. Á meðan
beið lögregla, slökkvilið, sérsveit
ríkis lögreglustjóra og sprengjusér-
fræðingar Landhelgisgæslunnar fyrir
utan flugvélina.
Skipað að tæma vélina
Tveir starfsmenn Airport Associates
á Keflavíkurflugvelli voru sendir að
vélinni þegar hún lenti. Þeir keyrðu
upp að henni búnað sem þeir héldu
að viðbragðsaðilar myndu nota. Það
kom þeim því á óvart þegar sérsveit-
armenn ríkislögreglustjóra skipuðu
þeim að tæma vélina.
En það kom ekki bara þeim á óvart
heldur líka yfirmönnum þeirra sem
vissu ekki að starfsmenn fyrirtækisins
hefðu verið sendir inn í vélina.
Sigþór Kristinn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Airport Associates, er
mjög ósáttur við verklagið og þá stað-
reynd að starfsmönnum hans hafi
verið skipað að afferma vélina.
„Já, ég er ósáttur. Við erum ekki til-
búnir að setja okkar menn í hættu að
nokkru leyti og við gerum þá kröfu í
kjölfar þessa atviks að lögregluyfir-
völd, sem eru við stjórnvölinn þegar
svona kemur upp, höndli þessi mál
betur.“
„Við hefðum aldrei gefið leyfi“
„Þá skal það líka tryggt að starfsmönn-
um og almennum borgurum sé ekki
blandað inn í svona aðgerð, annað-
hvort er um sprengjuhótun að ræða
og vettvangur meðhöndlaður sem
slíkur eða ekki. Í mínum huga er ekk-
ert þarna á milli. Það er stóri lær-
dómurinn sem þarf að draga af þessu
atviki,“ segir Sigþór Kristinn og tek-
ur fram að allir málsaðilar séu að
vinna saman að betra verklagi í kjöl-
far atviksins. Þá segir hann einnig að
starfsmönnum sínum hafi verið boðin
áfallahjálp eftir atvikið en þeir hafa nú
snúið aftur til vinnu.
Samskiptaleysi
Atvikið er allt hið furðulegasta en við-
bragðsaðilar hafa fundað um málið.
Samskiptaleysi er sögð ástæðan
fyrir þessari undarlegu uppákomu
en samkvæmt heimildum DV voru
það starfsmenn ríkislögreglustjóra
sem tóku stjórn á vettvangi með fyrr-
greindum afleiðingum.
Mikil reiði ríkir meðal flugvallar-
starfsmanna vegna málsins en svo
virðist sem þeir hafi ekki verið látnir
vita að starfsmenn ríkislögreglustjóra
mætu sprengjuhótunina sem óraun-
verulega hættu og að þeir hafi verið
komnir á slóð þess sem hringdi hinn
gabbið.
Málið minnir á lásasmiðinn
Starfsmönnum Airport Associates var
boðið á fund með viðbragðsaðilum til
þess að fara yfir málið. Þar voru þeir
beðnir afsökunar á því hvernig fór en
eftir því sem DV kemst næst munu all-
ir hlutaðeigandi hittast aftur með það
fyrir augum að komið verði í veg fyrir
að svona uppákoma eigi sér stað aftur.
„Sú vinna er nú í fullum gangi,“
segir Sigþór Kristinn.
Atvikið er þó ekki bara furðulegt
heldur grafalvarlegt og þykir óneitan-
lega svipa til þess máls þegar lása-
smiður var sendur, óvarinn, til þess
að opna íbúð í Hraunbæ í Reykjavík
þar sem umsátursástand ríkti. Þar var
sérsveit ríkislögreglustjóra líka með
stjórn á vettvangi.
Haft var samband við lögreglu-
stjórann á Suðurnesjum vegna máls-
ins en þar fengust þær upplýsingar að
sá sem með málið færi væri ekki við. n
Óbreyttir starfsmenn
sendir í sprengjuleit
n Sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli n Mjög ósáttur við verklagið
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Sprengjuhótun Um
það bil 150 farþegar voru
um borð í vélinni sem var
að koma frá Gatwick.
Mynd AirplAne-pictureS.net
Sérsveit ríkislögreglustjóra Skipuðu flugvallarstarfsmönnum að afferma vélina. Mynd
róbert reyniSSon