Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 8
Vikublað 18.–20. febrúar 20148 Fréttir 14. mars 2012 Elmax ehf. gegn Kára Gerði kröfu um 1,1 milljón króna vegna raflagna Kári fól Elmax ehf. að athuga hvort allar lagnaleiðir fyrir rafmagn væru opnar og óskemmdar í húsinu við Fagraþing. Félagið gaf út tvo reikninga sem Kári taldi of háa og mótmælti hann þeim. Sagði hann enn fremur að ágallar væru á verkinu, draga hefði þurft aftur meirihluta röra fyrir raf- lagnir þar sem verktakinn hafi ekki merkt þær skilmerkilega. Kári greiddi rafvirkjunum 310 þúsund krónur fyrir verkið, og byggði þá greiðslu á álitsgerð matstæknis sem hann lagði fyrir dóminn. Matsgerðinni var hafnað fyrir dómi þar sem ósannað var að samkomulag hafi verið gert á milli verktakans og hans um að notast við álit matsmanna við verðlagningu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann til að greiða 1,1 milljón króna. Kári áfrýjaði til Hæstaréttar sem ómerkti dóm- inn á þeim forsendum að héraðsdómur hefði átt að kalla til sérfróða meðdóms- menn, sem gætu lagt mat á staðreyndir í málinu. Það er því aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. janúar 2012 Fonsi ehf. gegn Kára Gerði kröfu um 10,7 milljónir vegna steypu Fonsi efh. gerði kröfu um að Kári greiddi 10,7 milljónir króna vegna vangreiddra reikninga. Fonsi ehf. var fengið til að steypa húsið í Fagraþingi en Kári sagðist hafa sest niður með verktakanum og rætt verð fyrirfram. Eftir að reikningar hafi borist taldi hann upphæðirnar of háar. Fyrir dómi var meðal annars deilt um ágalla á verkinu og það hvernig verkið hafi dregist. Framkvæmdirnar töfðust meðal annars vegna þess að teikningar höfðu ekki borist á réttum tíma. Dómurinn féllst á að í einhverjum tilfellum hafi tekist að sýna fram á ágalla. En Héraðsdómur Reykjavíkur varð að mestu leyti við kröfum Fonsa ehf.; Kári var dæmdur til að greiða félaginu 8,7 milljónir króna. Þá þarf hann einnig að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. 19. júní 2009 Hreinsibílar ehf. gegn Kára Vildi fá greiddar 96 þúsund krónur Hreinsibílar ehf. reyndi að sækja tæplega hundrað þúsund króna reikning til Kára fyrir dómstólum. Félagið sérhæfir sig í hreinsun, viðhaldi og endurgerð lagna án uppgraftar og býður upp á myndbands- tökubíla með búnaði til að skoða lagnir áður en farið er út í viðgerðir. Verktakinn sá um að hreinsa rotþrót við sumarbústað Kára í Skorradal. Félagið sendi Kára reikning í júlí 2008 sem hann greiddi. Síðan fékk hann annan reikning í september sama ár og þann reikning vildi hann ekki greiða og sagði kröfuna tilhæfulausa með öllu. Taldi hann líklegt að verið væri að rukka fyrir sama verk tvisvar. Á reikninginn vantaði staðfestingu verkkaupa og því var hann sýknaður af kröfu fyrir- tækisins. Var Hreinsibílum gert að greiða málskostnað Kára, 96 þúsund krónur. n Viðskipti við lögmenn og verktaka fyrir dóm n „Snýst ekki um peninga“ F yrir mér er þetta ekki spurning um peninga, heldur er þetta spurning um heiður. Að menn standi við það sem þeir semja um. Það hefði verið miklu ein­ faldara og miklu ódýrara fyrir mig að greiða þetta bara. En þá hefði mér ein­ hvern veginn fundist eins og ég hefði tapað leiknum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um dómsmál sem hann höfðar nú gegn Karli Axelssyni, lögmanni og dósent við Háskóla Íslands. Karl tekur að sér mál fyrir lög­ mannsstofu Lex og er einn eigenda stofunnar. Kári hefur stefnt bæði lögmannsstofunni og Karli sjálfum vegna reikninga en Kári telur að hann hafi verið ofrukkaður fyrir þjónustu lögmannsstofunnar, í raun sé um vörusvik að ræða. „Þetta er ekki stórmál“ Þetta er ekki eina dómsmálið sem Kári hefur staðið í að undanförnu því nýlega greindi Viðskiptablaðið frá því að nær allir verktakar sem hafi unnið fyrir hann við byggingu húss hans við Fagraþing í Kópavogi hafi stefnt hon­ um. Í samtali við DV segir Kári að í ýmsum stéttum þyki það sniðugt að rukka efnaðri menn meira fyrir þjón­ ustu. „Eins og ég segi, fyrir mér snýst þetta ekki um peninga.“ Þrjú mál gegn Kára eru á dóma­ skrá dómstólanna. Þar að auki eru málin tvö sem Kári höfðar gegn Lex og Karli, auk annarra sem ekki hefur verið dæmt í. „Pirringsmál“ Kári segir málin alls ekki persónuleg. „Ég ber engan kala til þessara manna. Þetta eru fínir menn, en þetta er bara spurning um mismunandi skilning á þeim samningum sem menn gera sín á milli og til þess höfum við dómstóla, til þess að skera úr um hluti þegar menn ná ekki að semja um þá. En þetta er ekki stórmál, í mínum huga er þetta miklu frekar svona pirrings­ mál heldur nokkuð annað,“ segir Kári í samtali við DV um málið. Kári lýsir viðskiptum sínum við Lex og segir að frá sínum sjónarhóli séð séu þau einfaldlega vörusvik. Hann sóttist eftir þjónustu lögmannsstofunnar vegna máls Fonsa hf. gegn honum árið 2012. „Ég settist niður með Karli Ax­ elssyni, á lögmannastofu Lex, sem er í glæsilegum hýbýlum, skreyttum mjög fallegum málverkum. Karl hefur mjög góðan orðstír sem lögmaður. Einn af þungavigtarmönnum í íslenskri lög­ fræði og fyrrverandi hjúkrunarfræði­ nemi. Með honum var ungur maður, sem mér skilst að sé mun betri píanó­ leikari heldur en Karl, en ungur mað­ ur sem ég hafði aldrei heyrt getið áður. Ég spyr hvað hann sé að gera hérna og Karl segir: „Hann ætlar að aðstoða mig pínulítið“,“ segir Kári. Vildi Porsche en fékk Trabant Lex vann í kjölfarið greinargerð um málið fyrir Kára. „Nú maður bíður og bíður og það er búin til greinargerð um málið og ég fæ sendan reikning upp á þrjár milljónir króna, 160 klukkutím­ ar í vinnu, og af þessum tímum voru yfir 150 skráðir á þennan unga mann, sem ég hafði ekki ráðið til þess að verja mig,“ segir Kári. „Ég hafði ráðið Karl Axelsson af því að hann er þungavigt­ armaður í lögfræði, og þess vegna fór ég til hans. Ekki til þess að fá ungan óreyndan mann til að verja mig.“ „Ég hringdi í Karl og sagði í fyrsta lagi að mér fyndust þetta ansi margir klukkutímar, og hann sagði jú, honum fyndist þetta vera svona fjórum sinn­ um meira heldur en eðlilegt væri með svona greinargerð,“ segir Kári. „Síðan nokkrum dögum seinna sagði Karl mér að hann væri hættur að flytja mál í héraði þannig að þessi ungi mað­ ur yrði að flytja það. Þannig að fyrir mér er þetta eins og ég hefði pantað Porsche, hefði greitt fjórum sinnum markaðsverð fyrir hann og þegar ég færi að ná í hann þá hefði ég fengið Trabant. Þannig að ég lít á þetta sem vörusvik.“ Telur að um ólögleg samningsslit sé að ræða Þá segir Kári að málið sé einnig höfðað vegna þess að Karl hafi slitið samningum við hann: „Það sem meira er, að Karl sagði sig síðan frá málinu, sleit samningnum við mig, á fyrirvaralausan og að ég held ólög­ legan hátt,“ segir Kári. „Þannig að þetta mál er ekki svo að Karl hafi unnið fyrir mig vinnu sem ég hafi neitað að borga fyrir, heldur vann Karl ekki vinnu fyrir mig og ætlast til þess að ég greiði einhverjum öðrum manni laun sem ég vildi ekkert hafa með að gera, fyrir að vinna þá vinnu. Þannig horfir málið frá mínum bæjar dyrum séð.“ Tók veð í húsinu Vegna þessa máls fékk lögmanns­ stofan því framgengt að hún fengi veð í húsi Kára, eftir að úrskurðarnefnd lögmála tók ákvörðun um málið og taldi reikningana eðlilega. Þykir Kára undarlegt að úrskurðarnefndin – sem hann segir vera stéttarfélag lögmanna – geti tekið ákvörðun um svona hluti. „Hún tók náttúrlega afstöðu með sínum manni,“ segir Kári. „Það er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur að stéttarfélag mannsins, ef það kveð­ ur upp úrskurð þá hefur það svona einhvers konar vigt dómstóls.“ Málin gegni Karli og Lex eru nú fyrir dómstólum en fyrirtaka var í málinu gegn Karli á föstudaginn síðast liðinn. n „Þennan mann verður að stoppa“ Framkvæmdastjóri Fonsa beryrtur Ekki líta allir á dómsmálin sömu augum. Í samtali við DV á sínum tíma sagði Sigur- finnur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Fonsa ehf., að Kári skilji menn „eftir í sár- um“. „Ég segi bara þennan mann verður að stoppa,“ sagði Sigurfinnur. Alls höfðu fimm byggingarstjórar yfir byggingu á húsi Kára við Fagraþing hrökklast úr starfi á undan Sigurfinni. Sagði hann Kára gera skrautlegar kröfur. „Ég held að það kæmist nálægt því, að ef það yrði fallist á allar hans kröfur, dagsektarkröfur, kröfur vegna galla og allar aðrar kröfur sem hann setur fram, sem eru vægast sagt skrautlegar, þá væri hann búinn að fá fyrir öllum kostnaði hússins og rúmlega það.“ Taldi Sigurfinnur að Kári væri sá sem væri að valda deilum í sínum viðskiptum. „Það er alveg ljóst að það er ekki það að Kári hafi verið svona ótrúlega óheppinn með iðnaðarmenn.“ Þessir dómar hafa fallið Mýmörg dómsmál Kára „Fyrir mér er þetta eins og ég hefði pantað Porsche, hefði greitt fjórum sinnum markaðsverð fyrir hann og þegar ég færi að ná í hann þá hefði ég fengið Trabant. „Ég ber engan kala til þessara manna. Þetta eru fínir menn. Spurning um heiður Kári Stefánsson segir að dómsmálin snúist ekki um peninga. Einfaldara og ódýrara hefði verið fyrir hann að greiða einfaldlega reikningana. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga, heldur er þetta spurn- ing um heiður.“ Mynd SigTryggur Ari Símon Örn reynisson simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.