Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 11
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Fréttir 11 virkir í athugasemdum n Fólkið á bak við skjáinn sem lætur ekkert fram hjá sér fara n Nauðsynlegt að geta tjáð sig um málefni líðandi stundar n Frægir láta ekki sitt eftir liggja Nafn: Friðgeir Sveinsson Aldur: 40 ára Starf: Fiskvinnsla Búseta: Reykjavík É g reyni að vera málefnalegur í staðinn fyrir að vera með skít- kast,“ segir Friðgeir Sveins- son í samtali við DV, en hann skrifar reglulega athugasemdir á vef DV. En hvenær heimsækir Frið- geir helst vefinn? „Ég er vinnandi allan sólar- hringinn þannig að það er upp og ofan hvenær það er,“ útskýrir hann. „Þegar ég næ að setjast nið- ur með kaffibollann og eða fæ mér matarbita þá renni ég yfir miðlana. Ég geri það yfirleitt í símanum,“ en Friðgeir skilur eftir athugasemdir þegar hann telur að þurfi að leið- rétta blaðamann eða þegar „upp- hrópunarkórinn er að missa sig í einhverri þvælu. Upphrópunar- kórinn talar út frá tilfinningum, en ekki staðreyndum.“ Friðgeir segist vanda til verka þegar hann skrifar athugasemd og reyna að vera kurteis. „Mark- miðið með skrifunum er leið- rétting á ófaglegri umfjöllun blaðamanns eða að þagga niður í upphrópunarkórnum. Mér hefur verið hótað lögsóknum, meiðyrða- málum og öllu mögulegu fyrir að benda á augljósar staðreyndir.“ Mannréttindi eru stór ástæða þess að Friðgeir tekur þátt í um- ræðum á veraldarvefnum. Honum er mikið í mun að einstaklingur- inn sé virtur og að réttindi séu fyr- ir alla, en ekki suma. „Upplýst umræða þykir mér afskaplega skemmtileg.“ Friðgeir er óskólagenginn og hefur unnið eins og skepna alla sína hunds- og kattartíð. „Ég tek virkan þátt í atvinnulífi og upp- byggingu á grunnatvinnugrein þjóðarinnar, fiskvinnslu,“ segir Friðgeir. Þar hefur hann í nógu að snúast og kemur að öllum verkefn- um sem þarf að vinna. „Ég hef gætt þess að nota ekki alhæfingar og legg hlutina fram sem mínar skoðanir,“ segir Friðge- ir. „Ég passa mig á því að gæta hófs og spyrja frekar áleitinna spurn- inga með vísun í staðreyndir, frekar en að skjóta einhverju fram. Það er hin upplýsta umræða.“ Nafn: Einar Steingrímsson Aldur: 58 ára Starf: Rannsóknir og kennsla Búseta: Skotland A f því mig langar til þess. Af hverju mig langar til þess er ég ekkert viss um að ég viti. En ég sé lítinn mun á þessari umræðu og því að taka þátt í sam- ræðum við fólk í fermingarveislu,“ segir Einar Steingrímsson, spurður hvers vegna hann taki þátt í umræð- um á athugasemdakerfum sem hann tekur virkan þátt í og segir mikil- væga. „Samfélagið breytist varla án mikillar umræðu og þau eru mý- mörg dæmin þar sem umræðan virðist beinlínis hafa breytt viðhorf- um til hins betra, svo sem í jafn- réttismálum, stöðu samkynhneigðra og nú síðast varðandi refsistefnuna í fíkniefnamálum,“ segir hann. „Umræðan í athugasemda- kerfum hefur varla minni áhrif á afstöðu almennings en önnur um- ræða. Ég held að fíkniefnastefn- an sé gleggsta dæmið um það, því ég man ekki til að hafa séð mikið fjallað um hana af fjölmiðlum al- mennt, hvað þá af valdafólki, fyrr en alveg upp á síðkastið, en þessi um- ræða hefur verið talsvert áberandi í athugasemdakerfum og á Facebook í langan tíma.“ Einar segist helst tjá sig um yfir- gang yfirvalda í garð borgaranna. „Yfirgang yfirvalda og virðingar- leysi þeirra fyrir réttindum borgar- anna, til dæmis í málefnum flótta- manna og í ýmissi framgöngu lögreglu. Skeytingarleysi yfirvalda gagnvart hagsmunum almennings, í þágu auð- og valdaklíkna landsins. Spillinguna og fúskið sem gegnsýr- ir stjórnsýsluna, samtryggingu fjór-/ fimmflokksins fyrir eigin völdum gegn hagsmunum almennings. Og svo ruglið í háskólunum sem þykjast ætla að verða framúrskarandi á al- þjóðavettvangi en gera allt þveröfugt við þá yfirlýstu stefnu.“ En hvað finnst Einari um umræðuna sem fer fram á athugasemdakerfunum? „Hún er eins og önnur umræða í samfélaginu – hvort sem er í fjöl- miðlum, á þingi eða öðrum manna- mótum – bæði mikið af mjög góðum hlutum og mikið af rugli.“ Nafn: Óskar Guðmundsson Aldur: 39 ára Starf: Fulltrúi Búseta: Mosfellsbær É g get eiginlega sagt að ég hafi mikið til þessa notað fólk, mál- staði og málefni til að æfa rök- ræðu, rökvísi, málfar, fram- setningu og þó ekki minnst sjálfstraust fyrir skoðunum mínum,“ segir Óskar Guðmundsson, spurður hvers vegna hann taki þátt í umræð- um á athugasemdakerfum. „Ég bið allt það ágæta fólk innilegrar afsök- unar á framferði mínu, hvað ég hafði frammi í „æðri tilgangi“.“ Óskar segist gjarnan verja sína eigin sannfæringu á netmiðlunum. „Ég hef tekið til varna fyrir slæma sem góða málstaði, sett mig í spor málstaða, félaga, málefna, persóna og einstaklinga og reynt með gögn- um, rökum, böðli og orðum að koma mínu sjónarhorni fram og skoðað viðbrögð fólks. Stundum hef ég verið að verja mína eigin sannfæringu en oftar en ekki að sjá hvaða varnir eða sóknir virka þá, sem og hvað fólk vill heyra og hvað því þykir mikilvægt. Þannig hef ég öðlast meiri og betri tilfinningu fyrir því hvað það er sem fólki finnst þess virði að berjast fyrir.“ En hvað finnst Óskari um um- ræðuna á athugasemdakerfunum? „Umræðan er mörg hver bæði skrýtin og skemmtileg og það er eins og fólk gleymi því stundum að það mæli í „opinni málstofu netsins“. Öll erum við, sem borgarar landsins, hugsandi einstaklingar með skoðan- ir. Við höfum þrá fyrir umræðu, um- hyggju, velferð og þróun okkar sjálfra sem og samfélags okkar, bæði í nær- mynd sem og heild. Sjálfstæð skoðun er jú eins og rassgat. Eitthvað sem allir hafa en gefur okkur sem einstak- lingum þó ekki leyfi til þess að skíta út um allt.“ Óskar segist viss um að umræð- ur í netheimunum geti breytt sam- félaginu. „Umræður og þó helst upplýs- ingar er menn skiptast á á víðfeðmu netinu, hvort sem er með tilvitnun- um eða hlekkjum, eru valdamikið tól og getur hæglega breytt öllu frá skoðunum á einstaka málefni til þess að hreinlega að „umpóla“ skoðunum fólks á umhverfinu og sam- tímanum. Upplýsingar og reynsla fólks er jú það dýrmætasta sem við sem samfélag eigum. Upplýsingar eru jú það sem fólk upplifir frá sínu sjónarhorni og reynsla lítið annað en hæfileikinn til að læra af mistökum sínum og misgjörðum.“ Aðspurður segist Óskar eyða miklum tíma í að skrifa athugasemd- ir í netheimunum. „Verulega miklum, sennilega of miklum (það finnst konunni minni allavega). Ég er reyndar þessa dag- ana að taka meðvitaða ákvörðun um að skipta um stíl og hætta öllu „trolli“ og reyna að vera meira ég sjálfur,“ segir hann. „Það má eiginlega segja að ég sé tilbúinn, enda hef ég undanfar- in ár unnið og þróað, meðal annars í umræðu á netinu, örfáar markviss- ar hugmyndir sem ég hef nú borið á borð, meðal annars innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem ég tel mig nú tilbúinn til að kynna og fylgja eft- ir á stærri vettvangi og er í þeim tilgangi að bjóða mig fram til stjórnarsetu fyrir eitt stóru verkalýðs- félaganna, VR. Því bið ég. Almættið gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ég þakka fyrir mig.“ Þykir upplýst umræða skemmtileg Eins og hver önnur samfélagsumræða Frægir í athugasemdum Biðst afsökunar á framferði sínu Þekktir Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að blanda sér í umræðuna í athugasemdakerfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.