Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 13
Fréttir 13Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Auðmenn Hafnarfjarðar 9 Benedikt Steingrímsson 63 ára Eignir: 393 milljónir kr. n Benedikt er húsasmíðameist- ari og einn eigenda Fjarðarmót ehf. Maki hans er Kolbrún Sigurðardóttir. Samkvæmt þjóðskrá eru þau flutt frá Hafnarfirði til Búðardals. 1 Hinrik Kristjánsson 59 ára Eignir: 1.344 milljónir kr. n Útgerðarmaðurinn Hin- rik Kristjánsson komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar hann seldi kvóta sinn á Flateyri og flutti til Hafnarfjarðar. Hann hagnaðist mjög á þeirri sölu. Hann var og er aðaleig- andi fiskvinnslunnar Kambs í Hafnarfirði, þar sem fimmtán manns starfa. Í dag gerir Hinrik út tvo krókaaflamarksbáta, Steinunni HF og Kristján HF. Maki Hinriks er Ingibjörg Kristjánsdóttir. 11 Reynir Eyjólfsson 76 ára Eignir: 339 milljónir n Reynir Eyjólfsson, lyfjafræðingur, starfaði um árabil hjá lyfja- fyrirtækinu Actavis við lyfjaþróun. Hann er doktor í efnafræði. „Dugnaður og góð menntun er það sem hefur skilað mér þessum árangri. Hann hefur ekki breytt neinu í mínu lífi, nema þá kannski að hann hefur fært öryggistilfinningu.“ Rekja má auð fjölmarga Íslendinga til Actavis og forvera þess Pharmaco. 12 Guðmunda Inga Veturliðadóttir 64 ára Eignir: 363 milljónir kr. n Guðmunda er ekkja Þóris Sturlu Kristjánssonar sem stofnaði byggingar- félagið Kristjánssyni, ásamt bróður sínum, árið 1970. Þórir lést fyrr á árinu. Fyrirtækið einbeittir sér að nýsmíði íbúðarhúsnæðis og á Guðmunda helmingshlut í því í dag. 13 Bent Scheving Thorsteinsson 91 árs Eignir: 348 milljónir kr. n Bent hefur verið umsvifamikill í ís- lensku viðskiptalífi um áratugaskeið og hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann var meðal annars stærsti hluthafinn í gamla Verslunarbankanum og átti hlut í Íslandsbanka. Í seinni tíð hefur hann helgað sig góðgerðastarfi. Maki hans er Margaret Scheving Thorsteinsson 14 Magnús Jóhannsson 66 ára Eignir: 324 milljónir kr. n Magnús er húsasmiður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri FM-hús ehf., fyrirtækis sem snýr að byggingu og leigu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Maki hans er Særún Garðarsdóttir. 15 Finnur Árna- son 52 ára Eignir: 321 milljón kr. n Finnur Árnason er forstjóri Haga og hefur verið það frá árinu 2005. Hann hefur hagnast vel á því og var með tæpar sjötíu milljónir í árslaun árið 2011. Eiginkona hans er Anna María Urbancic sem starfar hjá Listasafni Íslands. 16 Magnús I. Óskarsson 53 ára Eignir: 307 milljónir kr. n Magnús er stofnandi og fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris ehf. Hann var um tíma fram- kvæmdastjóri Oz hf. er það var og hét. Hann er menntaður tölvunarfræðingur og er kvæntur Signýju Jóhannesdóttur. 17 Halldór Einarsson 74 ára Eignir: 297 milljónir kr. n Halldór er húsasmíðameistari og er kvæntur Unni Ingibjörgu Jónsdóttur. Ekki er með öllu ljóst hvers vegna þau eru svo auðug. 18 Pétur Einarsson 57 ára Eignir: 296 milljónir kr. n Pétur er sonur Elísabetar Jóhannes- dóttur Reykdal heitinnar. Faðir hans er Einar Ísfeld Halldórsson sem lést árið 1978. Eiginkona Péturs er Guðrún Harðardóttir. DV fékk verðlaun Blaðamenn og ljósmyndarar verðlaunaðir á uppskeruhátíð BÍ T veir blaðamenn DV, þeir Jón Bjarki Magnússon og Jó- hann Páll Jóhannsson, hlutu á laugardag verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2013. Blaðamannafélag Ís- lands, BÍ, veitti verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Gerðubergi. Sýna fram á brotalamir Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu segir að Jón Bjarki og Jóhann Páll hafi varpað ljósi á aðstæður fólks hér á landi sem fæstir láta sig varða. „Þeir leiða lesendur sína inn í skúmaskotin, gefa röddum hæl- isleitenda vægi, benda á neikvæð og niðurlægjandi viðhorf, sýna fram á brotalamir í kerfinu og síðast en ekki síst fylgja mörgum þráðum vel eftir. Með umfjölluninni í heild er vakin verðskulduð athygli á aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda á Íslandi og þá um leið á málaflokki sem hef- ur vaxið að umfangi í íslensku sam- félagi síðustu misserin.“ Blaðamennirnir hafa allt frá því í sumar fjallað með ítarlegum hætti um málefni hælisleitenda, ekki síst lekamálið svokallaða, þar sem persónulegum upplýsingum úr inn- anríkisráðuneytinu virðist hafa verið lekið til valinna fjölmiðla. DV fékk fleiri verðlaun við sama tilefni því Sigtryggur Ari Jóhanns- son, ljósmyndari DV, tók fréttamynd ársins; mynd af Karli Vigni Þor- steinssyni í lögreglufylgd, en hann játaði á sig kynferðisbrot snemma á síðasta ári. Afhjúpa spillingarmál Skemmst er að minnast þess að í könnun sem MMR framkvæmdi í janúar kom fram að DV er sá fjölmið- ill sem fólk telur stunda öflugustu rannsóknarblaðamennskuna. 29,5 prósent nefndu DV en 28,6 prósent RÚV. Aðrir miðlar komu þar langt á eftir. Í sömu könnum kom fram að Íslendingar telja DV líklegasta prent- miðilinn á Íslandi til að afhjúpa spill- ingarmál. Raunar munaði heilu 71 prósentustigi á DV og næsta fjölmiðli. Loks kom fram að DV væri sá innlendi fjölmiðill sem minnst væri háður valdablokkum. Könnunin var gerð í gegnum netið og voru Íslendingar á aldr- inum 18 ára og eldri valdir handa- hófskennt úr hópi álitsgjafa MMR í úrtakinu. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins fékk ritstjórn Kastljóss fyrir umfjöll- un um kynferðisbrotamál. Berg- ljót Baldursdóttir á RÚV fékk blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um vísindastörf og rann- sóknir. Stígur Helgason á Fréttablað- inu tók viðtal ársins, að mati dóm- nefndar. n Fréttamynd ársins Sigtryggur Ari, ljósmyndari DV, var verðlaunaður fyrir þessa mynd af Karli Vigni. Mynd Sigtryggur Ari Verðlaunablaðamenn Frá vinstri: Bergljót Baldursdóttir, Sigmar Guðmundsson, Helgi Seljan, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon og Stígur Helgason. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.