Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Qupperneq 14
Vikublað 18.–20. febrúar 201414 Fréttir
„Aldrei stóðst neitt
sem hann sagði“
n Sigurður Kárason er sakaður um hundrað milljóna svik n Vildi vernda dætur sínar
H
ann sveik mig trekk í trekk,“
sagði vitni fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur á mánu-
dag þegar aðalmeðferð í
fjársvikamáli lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu gegn Sig-
urði Kárasyni fór fram. Viðkomandi
greindi frá því hvernig hann lét Sig-
urði sparifé sitt í té, alls þrettán millj-
ónir króna, og beið eftir ávöxtun sem
aldrei barst. „En aldrei stóðst neitt
sem hann sagði,“ sagði vitnið.
200 milljónir
Sigurður hefur verið ákærður fyrir
að svíkja rúmlega hundrað millj-
ónir króna af sextán einstakling-
um. Brotin sem Sigurður er ákærður
fyrir eru flest vegna gjaldeyrisvið-
skipta en hann fékk fólk til að leggja
inn á reikning sinn fé og skrifa ávís-
anir sem hann notaði síðan í eigin
þágu. Þá er hann sagður hafa vísvit-
andi leynt bágri fjárhagsstöðu sinni.
Hin meintu brot voru flest framin
á árunum 2006 til 2010. Hann sat í
gæsluvarðhaldi vegna málsins um
tíma árið 2010 en þau brot sem hann
er sakaður um geta varðað allt að sex
ára fangelsi.
Sagðist hafa sambönd
Þrátt fyrir að langt sé um liðið frá
meintum brotum Sigurðar voru flest
vitnin með samskipti sín við Sigurð
á hreinu, þó smáatriði í samskipt-
um þeirra væru kannski ekki eins
skýr. Lýsingar vitnanna fyrir héraðs-
dómi voru margar ótrúlegar. Sam-
kvæmt vitnisburði sem fram kom í
vitnaleiðslunum í dag tókst Sigurði
að svíkja ótrúlega háar upphæðir
af einstaklingum. Dæmi eru um að
honum hafi verið lagðar til allt frá
tveimur milljónum króna og upp í
rúmar sextán.
Sigurður mun hafa sagt fólki að
hann hefði góð sambönd í banka-
kerfinu. Hann fékk það til að af-
henda sér reiðufé, leggja inn á sig
greiðslur og jafnvel skrifa út ávísan-
ir. Þegar fólk gekk á hann og heimt-
aði endurgreiðslu bað hann fólk oft
um að leggja út meiri upphæðir, það
myndi liðka fyrir því að hann gæti
greitt þeim til baka. Oftar en ekki
fékk hann það í gegn ef marka má
vitnisburðinn.
Það er sameiginlegt með mörg-
um þeim vitnum sem komu fyrir
dóminn á mánudag að þau gerðu sér
grein fyrir sögu Sigurðar, sem hér er
rakin til hliðar, varðandi fjármál. Sig-
urður virðist af framburði vitnanna
að dæma, hafa verið afar trúverðug-
ur og ávann sér traust fólksins hratt
og örugglega. Í mörgum tilfellum
var hann fastagestur á vinnustöðum
þeirra og ræddi opinskátt við þau
um ábatasöm gjaldeyris viðskipti.
Vitnin sögðu flest að Sigurð-
ur hefði verið mjög sannfærandi og
sögðu hann hafa lofað öllu fögru.
Fæst hefði þó staðist á endanum.
Svo virðist sem að hluti þeirra sem
áttu í viðskiptum við Sigurð hefði
fengið endurgreitt að hluta eða öllu
leyti þá upphæð sem viðkomandi
lögðu fram en fæstir sáu raunveru-
lega ávöxtun af peningunum sínum.
Alltaf við bjargbrún
„Sigurður hafði sérstakt lag á því að
vera alltaf við bjargbrúnina, hann
sagði að bankinn væri að loka á að
hann gæti klárað viðskiptin. Þó mig
hefði grunað að ekki væri allt með
felldu þá tókst honum að halda
þessum samskiptum áfram,“ sagði
eitt vitnið. Maðurinn viðurkenndi að
hafa þekkt bakgrunn Sigurðar. „En
ég lét til leiðast. Ég tel mig hafa ver-
ið blekktan og að ég hafi sjálfur gert
mistök,“ segir maðurinn.
Stóðst ekki
„Ég lét til leiðast, lét hann fá spari-
fé sem ég átti. Það stóðst aldrei neitt.
Svo þegar kom að greiðslu stóðst
það ekki. Hann lagði til að ég bætti
við peningum og þá yrði ávöxtun-
in meiri. En aldrei stóðst neitt
sem hann sagði,“ sagði eitt vitnið
á mánudag. Sá hinn sami sagðist
nokkrum sinnum hafa lánað Sigurði
minni fjármuni þar sem Sigurður
hefði verið blankur og slegið lán fyr-
ir bensíni eða tóbaki. Eitt vitnið lagði
ekki fram bótakröfu í málinu. Þegar
verjandi spurði hverju sætti svaraði
vitnið: „Ég hef ekki efni á því að hafa
svona menn eins og ykkur í vinnu.“
Í hópi þeirra sem voru svikn-
ir eru meðal annars landsþekktur
prestur og bifreiðarverkstæðiseig-
andi. Ljóst er að margir þeirra fengu
ekki endurgreitt nema að litlu leyti.
Einn þeirra sem kom fyrir dóm-
inn á mánudag sagðist hafa hitt
Sigurð á vinnustað sínum og sagði
Sigurð hafa vanið komur sínar þang-
að. Sigurður mun hafa fengið hann
með sér í gjaldeyrisviðskipti. „Ég
byrjaði á því að leggja til lága upp-
hæð, sem hann skilaði til baka með
ávöxtun. Í kjölfarið afhenti ég hon-
um 1.400 þúsund gegn loforði um
að fá vikulega til baka ávöxtun auk
peninginn sem hann lagði til. Það
var ljóst fljótlega að þetta var ekki
að ganga eftir,“ sagði viðkomandi
og segist í kjölfarið hafa gengið
„hressilega“ á Sigurð til þess að fá
peningana sína til baka. Hann leit-
aði á endanum til sonar síns og fékk
hann til að ganga í málið. „Það vildi
til að sonur minn þekkir son Sigurð-
ar. Hann lýsti því yfir að ef Sigurður
myndi ekki greiða þetta til baka
myndum við upplýsa son Sigurðar
um stöðuna. Það kom smá kraftur í
málið og ég náði til baka þessu sem
ég lagði til í upphafi,“ sagði vitnið.
Engar kvittanir
„Mér fannst ég fastur í gildru,“ sagði
eitt vitnið fyrir dómi. Sigurður bað
vitnið, eins og marga aðra, um meiri
peninga. Hann útskýrði þó viðskipt-
in ekki nákvæmlega fyrir þeim sem
áttu í viðskiptum við hann. Flest-
ir virðast hafa skilið að um fléttu
væri að ræða og sagðist Sigurður
þurfa meira fé til að losa um hina
fyrri. Í þessu tilfelli hélt vitnið ná-
kvæma dagbók utan um viðskipti
sín og Sigurðar. Hann gaf Sigurði þó
ekki kvittanir fyrir þeim peningum
sem hann afhenti honum. Þeir sem
báru vitni á mánudag höfðu sömu
sögu að segja að engar kvittanir hafi
verið skrifaðar vegna viðskiptanna.
Sjaldnast var hægt að rekja samn-
inga nema þegar um millifærslur
var að ræða.
Karaktervitni
Einn einstaklingur kom fyrir dóm-
inn og átti að bera vitni um karakt-
er Sigurðar og var vitni verjanda.
Sá sagðist hafa átt í viðskiptum við
hann og ætlaði Sigurður að kaupa
gull á Grænlandi fyrir manninn,
en hann hefur starfað við kaup og
sölu á gulli um nokkurt skeið. Eitt-
hvað gekk illa hjá Sigurði að komast
yfir gullið sagði maðurinn en sagði
að auki að hann hefði þó sýnt því
skilning. Erfitt væri oft að koma slík-
um viðskiptum á. Svo fór að hann
óskaði eftir peningunum til baka.
Hann fékk þá að einhverju leyti til
baka, eða um áttatíu prósent. Bið
var eftir restinni sem þó skilaði sér.
Saksóknari spurði manninn hvort
það gæti verið að hann hefði hót-
að Sigurði því að hafa samband við
Geira á Goldfinger, Ásgeir Þór Dav-
íðsson, til þess að fá peningana til
baka. Maðurinn sagði svo ekki vera,
en sagðist hafa sagt Sigurði að hann
myndi hafa samband við Geira heit-
inn. Hann kvaðst þó ekki hafa hót-
að Sigurði.
Vildi vernda dæturnar
Á miðvikudag fer fram munnlegur
málflutningur í málinu og í kjölfar-
ið mun Sigurður ávarpa dóminn og
setja fram yfirlýsingu sína. Sigurður
mætti ekki við aðalmeðferðina á
mánudag fyrr en undir lok henn-
ar. Þá höfðu öll vitni verið leidd fyr-
ir dóminn sem komust þann dag
og það eina sem Sigurður sagði var
að hann ætlaði ekki að gefa skýrslu
fyrir dómi. Lögmaður hans boðaði
hins vegar að Sigurður ætlaði sér að
ávarpa dóminn að loknum munn-
legum málflutningi á miðvikudag.
Samkvæmt því að fram kemur á vef
mbl.is kom fram að dómari sagði
það í sjálfu sér gott og blessað að
Sigurður ætlaði ekki að tjá sig um
sakarefnin, en benti á að honum
væri skylt að sitja aðalmeðferðina.
Það gerði Sigurður hins vegar ekki
nema í mýflugumynd.
Sigurður hefur mótmælt því
harðlega að þinghaldið sé opið fjöl-
miðlum. Verjandi Sigurðar, Björn
Ólafur Hallgrímsson, óskaði eftir
því í september að þinghaldið yrði
lokað. Sagði Björn að dætur Sigurð-
ar hefðu liðið mjög fyrir það þegar
hann var saksóttur síðast. Því var
hafnað og þinghaldið er opið. Sig-
urður hefur neitað sök og hafnaði
bótakröfum að því að RÚV greindi
frá í haust. n
Sigurður Kárason var aðeins tvítugur þegar
hann byrjaði í rekstri, og sett upp leik-
tækjasal í Breiðholti. Hann eignaðist Hótel
Borg um þrítugt og hóf rekstur Tívolísins í
Hveragerði, sem raunar glímdi alla tíð við
rekstrarvanda. Í samtali við DV árið 1988
sagði einn af eigendum Tívolísins, Ólafur
Ragnarsson, að Sigurður hefði blekkt hann
til samstarfs, meðal annars með því að
sýna honum rangan skuldalista.
Sigurður hlaut fyrst dóm árið 1989
vegna fjársvika í tengslum við rekstur Hót-
els Borgar og Tívolísins. Hann hlaut fimm
mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa,
ásamt félaga sínum Pálma Magnússyni,
haldið eftir vörslufé af launum starfsmanna
bæði hótelsins og Tívolísins. Árið 1991 hlaut
hann svo annan dóm fyrir fjársvik og var
þá dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið
fangelsi.
Fáir skildu hvaðan Sigurður hafði fengið
peninga til þess að kaupa Hótel Borg um
miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sagði
hann í viðtali að leiktækjasalurinn hefði
gefið ágætlega af sér og að afgangur
af rekstri hans hefði verið nýttur til að
fjárfesta. Síðar kom þó í ljós að þetta var
ekki satt, því Sigurður var dæmdur í tuttugu
mánaða fangelsi fyrir að hafa haft fé af
Ásrúnu Einarsdóttur, sem var ekkja Arons
Guðbrandssonar, stofnanda Kauphallar-
innar. Hann sat þó þann dóm aldrei af sér
því svokölluð náðunarnefnd tók mál hans
til skoðunar og náðaði hann. Samkvæmt
heimildum DV var það mat sálfræðings að
Sigurður myndi ekki þola fangelsisvist. Náð-
unin er á valdi innanríkisráðherra, sem þá
var kallaður dóms- og kirkjumálaráðherra,
og forseta Íslands.
DV fjallaði ítarlega um málið árið 1997,
sem kallað var „Millifærslumálið,“ en
rannsókn lögreglu beindist þá að því hvað
hefði orðið um peninga sem höfðu verið
í dánarbúi Arons. Rannsóknin beindist
fljótlega að Sigurði, sem hafði sinnt
viðhaldi við hús þeirra hjóna og hélt því
áfram eftir andlát hans. Hann aðstoðaði
ekkjuna Ásrúnu og „var henni hand-
genginn“, eins og segir í einni greininni. Í
dómi Hæstaréttar frá árinu 1999 sagði að
Sigurður hefði nýtt sér bágindi Ásrúnar til
að hafa af henni fé. Hún glímdi við heila-
rýrnun og minnisskerðingu, Alzheimers,
og var háð Sigurði að nokkru leyti.
rognvaldur@dv.is
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég tel mig hafa
verið blekktan
og að ég hafi sjálfur gert
mistök.
Fór út bakdyra
megin Sigurður
stakk sér út bakdyra
megin úr dómsal á
mánudag. Hann tók á
rás þegar ljósmyndari
DV nálgaðist hann.
Mynd RögnVAlduR MÁR HElgASon
Var náðaður
Svona er svikasagan