Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 16
Vikublað 18.–20. febrúar 201416 Fréttir Erlent Blóði drifin Borgarastríð n Stríðandi fylkingar berjast um allan heim n Átökin hafa dregið milljónir til dauða n Ekki sér fyrir endann á átökum víða Aðskilnaður Kúrda í Íran Upphafsár: 1918 Mannfall: 34.000+ Átökin í Kasmír-héraði Upphafsár: 1947 Mannfall: 43.000–68.000 Ísrael og Palestína Upphafsár: 1948 Mannfall: 21.500 Andóf Frelsishers Drottins í Afríku Upphafsár: 1987 Mannfall: 200.000–500.000 Stríðið í Darfúr Upphafsár: 2003 Mannfall: 178.000–460.000 Borgarastyrjöldin í Sómalíu Upphafsár: 1991 Mannfall: 500.000+ Átökin í Kólumbíu Upphafsár: 1964 Mannfall: 220.000–600.000 Átökin í Búrma Upphafsár: 1948 Mannfall: 210.000 Moro-átökin á Filippseyjum Upphafsár: 1969 Mannfall: 120.000–150.000 Átökin í Suður-Súdan Upphafsár: 2013 Heimsálfa: Afríka Land: Suður-Súdan Mannfall: 10.000+ → Suður-Súdan hafði ekki lengi verið sjálfstætt ríki þegar átök blossuðu upp milli stríðandi fylkinga. Að kvöldi 14. desember 2013 gerðu fyrrverandi liðsmenn Frelsishers Suður-Súdans uppreisn – sem forseti lands- ins, Salva Kiir, kallaði tilraun til valdaráns sem fyrrverandi varaforseti landsins, Riek Machar, átti að hafa staðið á bak við. Átök blossuðu upp um allt land í kjölfarið og lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir rétt fyrir jól að landið væri á barmi borgarastyrjaldar. Þann 23. janúar var greint frá því að ríkisstjórn landsins hefði samið um vopnahlé við upp- reisnarsveitir. Þrátt fyrir það er ástandið enn eldfimt í Suður-Súdan. Fíkniefnastríðið í Mexíkó Upphafsár: 2006 Heimsálfa: Norður-Ameríka Land: Mexíkó Mannfall: 112.000 → Fíkniefnastríðið í Mexíkó er viðvarandi blóðug átök á milli fíkniefnahringja í landinu. Fylkingarnar svífast einskis til að ná yfirráðum yfir fíkniefnaflutningi á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og fjölmargir saklausir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á átökunum. Átökin hafa í raun og veru staðið áratugum saman en árið 2006 settu yfirvöld sér það markmið að uppræta starfsemi hópanna. Íhlutun stjórnarhersins hefur hins vegar aðeins aukið á blóðbaðið. Handtökur lykil- manna í hinum ýmsu hópum hafa ekki haft tilætluð áhrif og raunar þvert á móti virkað sem olía á eld. Uppreisn íslamista í Nígeríu Upphafsár: 2001 Heimsálfa: Afríka Land: Nígería Mannfall: 11.000 → Átökin í Nígeríu hófst þegar herdeild öfgasinnaðra múslima, Boko Haram, var sett á laggirnar. Samtökin, sem Bandaríkja- menn skilgreina sem hryðjuverkasamtök, berjast fyrir því að koma á íslömskum strangtrúarlögum á í norðurhluta Nígeríu. Um helmingur landsmanna er múslimar en hinn helmingurinn er kristinn. Þó hópar ofbeldismanna á vegum samtakanna hafi barist við stjórnvöld í Nígeríu í þrettán ár hafa undanfarin fjög- ur til fimm ár verið verst. Á árunum 2009 til 2012 féllu 3.600 manns í Nígeríu fyrir hendi meðlima Boko Haram eða skoðana- bræðra þeirra. Ansaru, klofningshópur frá Boko Haram, hefur það að yfirlýstu markmiði sínu að ráðast á Vesturlandabúa hvar sem er í heiminum – til að vernda íslömsk gildi. Enn yfirstandandi Mannfall: 112.000 Mannfall: 10.000 Mannfall: 11.000 baldur@dv.is og einar@dv.is Vildi hæli í Sviss Aðstoðarflugstjóri eþíópískrar farþegaþotu tók flugvélina á sitt vald aðfaranótt mánudags og lenti henni í Bern í Sviss. Vélin var á leið frá höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, til Mílanó á Ítalíu. Að sögn erlendra fjölmiðla beið aðstoðarflugstjórinn eftir því að flugstjórinn færi á klósettið. Þegar hann gerði það læsti hann sig inni í flugstjórnarklefanum og flaug vélinni til Sviss. Greið- lega gekk að handtaka manninn þegar vélin lenti heilu og höldnu. Að sögn svissnesku lögreglunnar vildi aðstoðarflugstjórinn fá póli- tískt hæli í landinu. Gengu út úr réttarsalnum Lögmenn Mohammeds Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, gengu út úr réttarsal á mánudag þar sem ákæra á hendur Morsi var til meðferðar. Morsi hefur verið ákærður fyrir njósnir og fyr- ir að leggja á ráðin um hryðju- verk. Voru verjendur Morsis ósáttir við að hann og aðrir sak- borningar þyrftu að hlusta á það sem fram fór í gegnum glerbúr í réttarsalnum. Morsi er ásamt 35 öðrum ákærður fyrir að vinna með líbönskum og palestínskum hópum og, sem fyrr segir, leggja á ráðin um hryðjuverk í samvinnu við þessa hópa á egypskri grund. Réttarhöldunum hefur verið frestað til 23. febrúar. Vilja refsa Norður-Kóreu Búist er við því að mælt verði með refsiaðgerðum gegn Norð- ur-Kóreu í nýrri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um mann- réttindabrot í Asíuríkinu. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur síðastliðið ár unnið að skýrslunni en hún mun brátt líta dagsins ljós. Í frétt breska ríkis- útvarpsins, BBC, kemur fram að í skýrslunni sé að finna lýsingar á alvarlegum mannréttindabrot- um; pyntingum, þrældómi og kynferðisofbeldi svo dæmi séu tekin. Norður-Kóreumenn neita því staðfastlega að pyntingar við- gangist og að mannréttindi séu fótum troðum í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.