Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Blóði drifin Borgarastríð n Stríðandi fylkingar berjast um allan heim n Átökin hafa dregið milljónir til dauða n Ekki sér fyrir endann á átökum víða Borgarastyrjöldin í Sýrlandi Upphafsár: 2011 Heimsálfa: Vestur-Asía Land: Sýrland Mannfall: 95.000–136.000 → Ekki sér fyrir endann á átökunum í Sýrlandi sem hófust í mars árið 2011. Þar berjast sýrlenski herinn og ýmsar uppreisnarsveitir sem vilja koma forsetanum, Bashar al-Assad, frá völdum. Ástandið í landinu er skelfilegt sem endurspeglast í fjölda látinna frá því að átökin hófust. Að sögn Sameinuðu þjóðanna höfðu 100 þúsund manns fallið í júní í fyrra, en ómögulegt er að segja nákvæmlega til um hve margir hafa látist. Hundruð þúsunda íbúa landsins hafa flúið land í leit að betra lífi utan Sýrlands. Uppreisnin í Írak Upphafsár: 2011 Heimsálfa: Vestur-Asía Land: Írak Mannfall: 15.000 → Vopnuð átök og ólga hefur verið einkennandi fyr- ir Írak um langt skeið. Þegar Bandaríkjamenn réð- ust inn í landið árið 2003 reyndu hópar uppreisnar- manna að gera Bandaríkjamönnum lífið leitt. Eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið árið 2011 hafa þessir hópar látið sífellt meira á sér kræla og beint spjótum sínum að írökskum stjórnvöldum. Þá hafa trúarhópar barist sín á milli; uppreisnarhópar súnní-múslima hafa gert árásir á sjía-múslima sem eru í meirihluta í landinu. Tilgangurinn er að rýra trúverðugleika ríkisstjórnar Íraks sem leidd er af sjía-múslimum og varpa ljósi á vangetu hennar til að stjórna landinu án aðkomu Bandaríkjamanna. Átökin í Mið-Afríkulýðveldinu Upphafsár: 2012 Heimsálfa: Afríka Land: Mið-Afríkulýðveldið Mannfall: 1.000+ → Ólga og átök hafa einkennt Mið-Afríkulýðveldið um langt skeið en frá því í desember 2012 hefur stríðsástand ríkt í landinu. Átökin blossuðu upp þegar Séléka, eins konar sam- steypa uppreisnarmanna, sakaði forsetann, Francois Bizizé, um að standa ekki við friðarsamkomulag frá 2011. Hópurinn lagði undir sig nokkra bæi í mið- og austurhluta landsins í kjölfarið. Í mars 2013 náðu uppreisnarmenn höfuðborginni á sitt vald sem varð til þess að Bizizé flúði land og leiðtogi upp- reisnarmanna, Michel Djotodia, útnefndi sjálfan sig forseta. Hann lét af völdum í janúar síðastliðnum en þrátt fyrir það eru vopnuð átök og morð daglegt brauð í Mið-Afríkulýðveldinu. Stríðið í Afganistan Upphafsár: 1978 Heimsálfa: Mið-Asía Land: Afganistan Mannfall: 1,4–2,1 milljónar manna → Stríðið í Afganistan hófst 27. apríl 1978 þegar demókrataflokkurinn (PDPA) náði völdum með byltingu sem hlotið hefur nafngiftina Saur-byltingin. Allt frá þessum tíma hafa hörð átök á milli trúarhópa geisað í landinu. Sovétmenn höfðu tögl og hagldir í landinu til ársins 1989 þegar leppstjórn þeirra var vikið frá völdum. Við tók bráðabirgðastjórn ellefu skæruliðahópa, þar á meðal tali- bana, en samastaða þeirra brást árið 1992. Síðan hefur upplausnarástand ríkt í landinu og blóðugt borgarastríð verið háð – á milli talibana og skæruliðahópa. Í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september réðust Bandaríkjamenn, með fulltingi NATO, inn í landið til að freista þess að kveða al-Kaída í kútinn. Enn eru hermenn í landinu og mannfall hefur verið gífurlegt. Stríðið í Pakistan Upphafsár: 2004 Heimsálfa: Suður-Asía Land: Pakistan Mannfall: 51.000 → Í stríðinu í norðvesturhluta Pakistan takast á heimamenn og Bandaríkjamenn auk talibana, al-Kaída og fleiri herskárra heittrúarsamtaka. Átökin hófust þegar pakistanski herinn hóf að leita uppi liðsmenn al-Kaída í fjallahéruðum landsins. Sú aðgerð var kynnt sem framlag Pakistana til stríðsins gegn hryðjuverk- um. Síðan þá hefur ítrekað slegið í brýnu á milli stjórnarhersins og hernaðarhópa í Mið-Asíu og Araba, sem slógust í hópinn 2008–2010. Stríðið hefur gengið nærri Pakistönum, bæði hvað varðar mannafla og fjármagn. Fram hefur komið að Pakistan hafi aldrei í sögunni orðið fyrir jafn miklum efnahagslegum og félags- legum skakkaföllum. Ekki sér fyrir endann á stríðsátökunum. Mannfall: 100.000 Mannfall: 15.000 Mannfall: 51.000 Mannfall: 2.000.000 Mannfall: 1.000 Lést eftir drykkjuleik Tvítugur breskur karlmaður lést fjórum dögum eftir að hafa tek- ið þátt í hættulegum drykkjuleik sem fram fer á netinu. Maður- inn, Bradley Eames, er talinn hafa skolað niður 37 staupum af gini. Hann birti myndband af drykkjunni á veraldarvefn- um. Leikurinn sem um ræðir heitir Neknomiate, en í honum eiga þátttakendur að drekka eins mikið áfengi og þeir geta á sem skemmstum tíma. Eames er sá þriðji sem vitað er um sem látist hefur í Bretlandi eftir drykkjuleik- inn, að sögn Daily Mail. Banaslys í skemmti- ferðaskipi Áttatíu og fimm ára karlmaður lést og nokkrir slösuðust þegar skemmtiferðaskip fékk á sig brot- sjó í Ermarsundi á dögunum. Skipið, MS Marco Polo, var á leið til hafnar í Tilbury á Englandi þegar óhappið átti sér stað en skipið hafði verið á 42 daga sigl- ingu og var á leið frá Azore-eyj- um. Að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC, brotnuðu rúður í skipinu, en 735 farþegar voru um borð í skipinu. Nýnasistar ákærðir Saksóknaraembættið í Svíþjóð hefur ákært sjö manns fyrir þátt- töku í óeirðum í úthverfi Stokk- hólms í desember síðastliðnum. Atburðirnir áttu sér stað þegar fólk, flest af erlendu bergi brot- ið, kom saman til að mótmæla kynþáttahatri í landinu. Ekki vildi betur til en svo að sænskir nýnasistar gerðu aðsúg að mót- mælendum. Tuttugu og átta voru handteknir í kjölfarið og þrír fluttir á sjúkrahús, þar á meðal einn lögregluþjónn. Að sögn sak- sóknara verða fleiri ákærur gefn- ar út á næstu dögum eða vikum. Lögreglan var gagnrýnd eftir at- vikið, ekki síst vegna þess að að- eins sex lögregluþjónar áttu að tryggja að mótmælin færu frið- samlega fram. Mátti fámenn- ur hópur lögreglunnar sín lítils þegar allt fór í bál og brand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.