Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 19
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Skrýtið 19
Það sem sumir óttast
Þ
að eru yfir fjögur hund-
ruð skráðar fóbíur sem
læknar samþykkja. Margir
eiga í erfiðleikum með að
skilja þessa hræðslu sumra við
hluti sem þykja alla jafna ofur-
eðlilegir. Þessa hræðslu er oftast
hægt að rekja til einhvers áfalls í
fortíðinni og venjulega hægt að
takast á við hana með hjálp sér-
fræðinga. Hér eru nokkrar fóbí-
ur sem mörgum þykja vera sér-
kennilegar.
birgir@dv.is
n Yfir fjögur hundruð fóbíur sem læknar samþykkja n Þetta eru þær sérkennilegustu
Öndin fylgist með þér Anatidaephobia
er hræðslan við að einhvers staðar sé önd að fylgjast með þér.
Það skiptir þann engu máli sem haldinn er þessari hræðslu
hvar hann er staddur eða hvað hann er að gera, hann er sann-
færður um að einhvers staðar sé önd að fylgjast með honum.
Tómt bjórglas Ef þú verður
órólegur lesandi góður þegar bjórglasið
þitt tæmist þá gætir þú verið haldinn
Cenosillicaphobíu, ótta við tómt bjórglas.
Óttinn við fallegar konur Caligynephobia er
óttinn við fallegar konur. Þeir sem haldnir e
ru þessum ótta verða and-
stuttir í návist fallegra kvenna. Þeir svitna
óhóflega og finna fyrir ógleði.
Líkt og með flestar fóbíur verður þessi ótti
við fallegar konur líklegast til í
undirmeðvitundinni vegna áfalls í fortíðinn
i sem tengdist fallegri konu.
Hræðsla við hræðslu Phobophobia er
hræðslan við að vera hræddur við eitthvað. Oftast orsakast
þessi hræðsla af einhvers konar áfalli og er nátengd kvíðarösk-
un. Það sem gerir þá sem eru haldnir Phobophobiu hrædda við
fóbíu er að þeir muna oftast ekki hvað það var sem gerði þá
hrædda í upphafi og eru því hræddir við allar fóbíur.
Hræðsla við að
sýna tilfinningar
Cerophobia er óttinn við að
gleðjast því eitthvað skelfilegt gæti
komið fyrir. Þeir sem eru haldnir
þessum ótta bæla oft tilfinningar
sem tengjast gleði þegar eitthvað
stórfenglegt gerist.
Hræðast farsímaleysi Nomophobia er óttinn við að vera
án farsíma
eða úr farsímasambandi. Þetta hugtak er f
engið úr No-Mobile-Phone phobia sem var
ð til eftir
rannsókn bresku póstþjónustunnar þar sem
kannaður var kvíði á meðal farsímanotend
a. Þar
kom í ljós að 53 prósent farsímanotenda ve
rða óróleg ef þau týna farsímanum, ef fars
íminn
verður rafmagnslaus eða farsímasamband
næst ekki.
Talan 666 Hexakosioihexekonta-
hexaphobia er hræðsla við töluna 666. Hexakosioi-
hexekontahexa er latína yfir sexhundruð sextíu og sex.
Í Biblíunni er velþekkt að talan 666 er tala dýrsins og
oftast tengd við Kölska eða andkrist. Ronald Reagan,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var haldinn þessari
fóbíu ásamt eiginkonu sinni Nancy. Þegar þau yfirgáfu
Hvíta húsið árið 1989 og fluttu á heimili sitt í Bel Air-
hverfinu í Los Angeles létu þau breyta heimilisfanginu
úr 666 St. Cloud Road í 668 St. Cloud Road.
Ástarótti Philophobia er óttinn við ástina. Þeir sem eru haldnir þessum ótta eru hræddir við að vera ástfangnir eða verða ástfangnir. Líkt og gengur og gerist tengist þetta einhvers konar áfalli í fortíð-inni tengdu slæmri reynslu af ástarsambandi.