Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 21
Umræða 21Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Ég er algjör
óhemja
Hún er aðalfyrirmyndin
í mínu lífi
Framboðið náði reyndar
litlu flugi
Guðrún Dís Emilsdóttir gengst við göllum sínum. – DV
Könnun
Hvernig stóð for-
sætisráðherra sig
hjá Gísla Marteini?
n Mjög vel n Vel n Illa n Mjög illa
1754 atkvæði
77,7%
13,4%
4,2
%
4,8%
Myndin Fjölmenn hátíð Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór fram um helgina í Hörpu. Margt fólk var þar samankomið til að hlusta á góða tónlist og skemmta sér. MynD Davíð Þór
R
eykjavík var á við meðal
stórt forngrískt borgríki
þegar faðir minn flutti
hingað árið 1940. Um 40
þúsund íbúar bjuggu þétt,
á svæði sem afmarkaðist af Hring
braut og Snorrabraut, og hér voru,
þá sem nú, 15 borgarfulltrúar eins
og allar götur síðan 1908.
Einn þeirra, borgarstjórinn, var
atvinnupólitíkus, en hinir unnu
ýmis störf í samfélagi þar sem all
ir þekktu alla. Aðgengi íbúanna að
kjörnum fulltrúum sínum var að
þessu leyti gott.
Síðan þá hefur íbúafjöldinn
þrefaldast og byggðin teygt sig
upp á Norðlingaholt og Kjalarnes.
Ennþá eru borgarfulltrúarnir
15, flestir Vesturbæingar og all
ir atvinnupólitíkusar. Þeir hafa
skrifstofur í Kvosinni og eru svo
uppteknir við að ræða við embætt
ismenn og hver við annan að lítill
tími er fyrir persónuleg samskipti
við aðra íbúa.
tíu prósenta hagræðing
Fyrir síðustu aldamót breytti Ósló
stjórnskipulagi sínu þannig að
þessu 500.000 manna samfélagi
var skipt upp í 22 hverfi. Í hvert
þeirra komu þjónustumiðstöðvar,
sem virkuðu að mörgu leyti eins og
ráðhús. Stór hluti teknanna rann í
gegnum jöfnunarsjóð beint til íbúa
hverfanna, sem kusu sér 15 manna
hverfisráð til að stjórna veigamikl
um þáttum nærsamfélagsins.
Þegar ég hitti ráðamenn í Ósló
árið 2009 sögðu þeir mér að þess
ar stjórnkerfisbreytingar hefðu
haft í för með sér 10% hagræðingu,
sem einkum mætti þakka því að
nærumhverfisstjórn fer betur með
fé.
Árið 2005 var sett í gang vinna
við hverfavæðingu Reykjavíkur
borgar og fyrirmyndin var ekki
síst stjórnskipulagið í Ósló. Settar
voru upp sex hverfamiðstöðvar og
til stóð að flytja stóran hluta þjón
ustunnar þangað, en það var ekki
gert nema að litlu leyti. Ástæð
an var andstaða æðstu embættis
manna og sú staðreynd að sjálf
stæðismenn, sem voru að mörgu
leyti andvígir breytingunum, tóku
við stjórn borgarinnar árið 2006.
Ekki staðið við gefin fyrirheit
Strax voru skipuð fimm manna
hverfisráð í tíu hverfi borgarinnar
sem alla tíð hafa haft lítil völd og
nánast engin fjárráð. Hverfisráðin
eru skipuð af flokknum í borgar
stjórn, án nokkurra kvaða um að
viðkomandi búi í hverfinu.
Þannig varð tilraun sem gerð
var til að auka „dreifstýringu“ á
kostnað miðstýringar að óskapn
aði sem skildi borgina eftir úti í
miðri á þar sem kostnaðurinn af
dreifstýringunni bættist við út
bólgna miðstýringu í Borgartúni
og Ráðhúsinu.
Núverandi meirihluti setti
hverfavæðinguna og dreifstýr
inguna í samstarfssamning sinn
en hefur ekki staðið við gefin fyr
irheit og raunar aukið á miðstýr
inguna, meðal annars með því að
setja nýverið mikla fjármuni í yfir
stjórn velferðarsviðs í stað þess að
styrkja beina þjónustu við íbúana
í vanmönnuðum þjónustumið
stöðvum.
Vafalaust er hér ekki síst
um kenna undirlægjuhætti
meirihlutans, og þá sérstaklega
fulltrúa Besta flokksins, gagnvart
æðstu embættismönnum borgar
innar, en embættismönnunum er
að sjálfsögðu annt um völd sín.
Nú nálgast kosningar. Enn
einu sinni þurfa íbúarnir að taka
afstöðu til þess hvernig stjórn
skipulag á að vera í borginni og
það þarf að taka af skarið.
Beint lýðræði
Að færa völdin nær íbúum er
ákjósanlegur kostur og með því
að færa alla þjónustu sem tilheyr
ir nærumhverfinu til þjónustu
miðstöðva, sem að miklu leyti er
stjórnað af valdamiklum hverfis
ráðum, kosnum af íbúum viðkom
andi hverfa, er því markmiði þjón
að.
Hverfisráðin gætu síðan átt sína
fulltrúa í borgarstjórn og hún jafn
vel mönnuð alfarið af þeim.
Fulltrúalýðræðið, þar sem kos
ið er á fjögurra ára fresti, svarar þó
ekki kröfu sem hljómað hefur allt
frá tíð FornGrikkja um að íbúarn
ir stjórni með beinu lýðræði. Til
þess að svo megi verða þarf bæði
auðvelt aðgengi að öllum upplýs
ingum sem finna má í borgarkerf
inu og verkfæri til að nýta þær til
stjórnunar almennings á borginni.
Um þetta verður fjallað í annarri
grein. n
Miðstýring eða dreifstýring?
Þorleifur Gunnlaugsson
skrifar
Kjallari
„Vafalaust er
hér ekki síst um
kenna undirlægjuhætti
meirihlutans.
MynD SiGtryGGur ari JóHannSSon
1 „Af hverju kemur faðirinn ekki að sækja
börnin sín?“ Dætur Hjördísar Svan
og Kims Grams Laursen eru enn hér á
landi, þrátt fyrir að foreldrarnir séu báðir
í Danmörku.
28.960 hafa lesið
2 Ástríður á von á barni Fjöl-miðlakonan Ástríður Viðarsdóttir
á von á sínu fyrsta barni.
25.134 hafa lesið
3 „Gísli Marteinn var eins og smáhundur“ Ólafur
Arnarson hagfræðingur tjáði sig um við-
talið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
26.340 hafa lesið
4 „Ekki jafnrétti í mínum augum“ Ívar Örn Hauksson er
einstæður tveggja barna faðir og finnst
kerfið óréttlátt.
15.852 hafa lesið
5 Bíl handboltastjörnu stolið Sigurður Eggertsson leit-
ar að bílnum sínum, sem svarar kallinu
„Thunderpussy“ að hans sögn.
9.317 hafa lesið
Mest lesið
á DV.is
valný Lára Jónsdóttir, sonardóttir Bergþóru Árnadóttur, söng á minningartónleikum. – DV adda María Jóhannsdóttir segir Dúkkulísurnar allar hafa ætlað bjóða sig fram til forseta. – DV