Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Sandkorn Hvaða viðtal? Flestum kom viðtal Gísla Mart­ eins Baldurssonar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra um helgina nokk- uð á óvart. Menn greinir á um hvor hafi verið dónalegur í við- talinu þó að flestir virðist vera gáttaðir á framkomu ráðherr- ans. Umræðan á samfélagsmið- lunum var óvægin og áberandi eftir að viðtalið átti sér stað og fram eftir sunnudeginum. Það voru þó ekki allir sem veltu við- talinu fyrir sér. „Hey Facebook, var eitthvað viðtal eða þannig í morgun?“ spurði aðstoðarmað- ur forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, og bætti svo við: „Þið eruð hress eins og alltaf elsku fólk. Ég taldi heila fimm statusa á facebook í dag sem fjölluðu ekki um viðtal. þrír þeirra fjölluðu um morfís.“ Gunnar Axel bæjarstjóraefnið Sveitarstjórnarmaðurinn Gunnar Axel Axelsson vann í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði nokkuð öruggt. Hann var efstur strax eft- ir fyrstu tölur og hélt þeirri forystu þangað til búið var að telja öll þrjú hundruð at- kvæðin í valinu. Hann tókst á við Margréti Gauju Magnús­ dóttur, sem er líka bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, en hún hafnaði í öðru sætinu. Dúkkulísan Adda María Jóhannsdóttir kom ný inn á listann í þriðja sæti. Hún og Gunnar Axel fengu talsvert fleiri atkvæði í heild en aðrir frambjóðendur. Gunnar Axel fékk 628 atkvæði í eitthvert sæti á listanum og Adda María 604 atkvæði. Næst á eftir þeim kom Margrét Gauja með 577 at- kvæði en svo var það bæjarfull- trúinn Eyjólfur Sæmundsson með 448 atkvæði. Þrítalið Tilfinningaþrunginn valfund- ur var hjá Vinstri grænum um helgina þegar Sóley Tómas dóttir rétt marði sigur í baráttunni um fyrsta sætið. Einu atkvæði munaði á henni og Líf Magneu­ dóttur sem skor- aði oddvitann á hólm. Telja þurfti atkvæðin þrisvar sinnum til að staðfesta niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar. Ekki minni læti urðu þegar beita þurfti kynjakvóta- reglum til að færa karlmann upp í þriðja sæti listans en niðurstöður atkvæðagreiðslu um listann settu konur í fyrstu þrjú sætin. Það er breyting frá flokksvali Vinstri grænna frá því fyrir alþingiskosningarnar þegar blaðamaðurinn Ingimar Karl Helgason fór ekki upp um sæti vegna kynjakvótareglu þar sem hann var karl en reglurn- ar þá leiðréttu bara kynjahalla gagnvart konum. S igmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra fullyrti í sjónvarpsviðtali í Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini um helgina að nóg væri af tollkvóta á innflutn- ingi á ostum. Sagði hann kröfu Haga um að fá niðurfellda verndartolla á ýmsar gerðir osta sem ekki eru framleiddir hér setta fram í öðrum tilgangi en að fá að flytja bara inn ost. „Getur það ekki verið að þetta sér liður í því að brjóta þetta kerfi á bak aftur? Menn hafa farið ýms- ar aðferðir í því að brjóta þetta á bak aftur til að geta stýrt markaðn- um, þeir sem eru að selja matvælin,“ sagði hann. Lítill hluti af ostaneyslu „Þeir hafa heilmikla kvóta til að flytja inn hvaða ost úr hvaða dýri sem þeir vilja og þeir geta gert það,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtalinu. „Þeir hefðu ekki einu sinni þurft að sækja um þetta, þeir hafa nægan kvóta.“ En hvað eru miklir tollkvótar á inn- flutningi á osti? Árlega seljast um það bil 5.700 tonn af íslenskum ost- um hér á landi, samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Samhliða þessu er gefinn út tollkvóti sem heimilar inn- flutning á um 219 tonnum af ostum frá erlendum ríkjum. Allur annar innflutningur á ostum ber gríðarháa verndartolla. Innflutningskvótarnir eru ákveðnir í alþjóðasamningum sem Ísland á aðild að. 119 tonn af ostum eru flutt inn í tengslum við alþjóð- legan tollasamning WTO og hund- rað tonn eru flutt inn frá Evrópu í tengslum við samning við Evrópu- sambandið. Af þeim hundrað tonn- um eru tuttugu tonn ætluð ostum af ákveðnum svæðum. Samtals nema tollkvótarnir því um 3,9 prósentum af heildarsölu á íslenskum ostum. MS fær kvóta Samkvæmt auglýsingu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis- ins um úthlutun ostakvótans eru átta fyrirtæki sem geta flutt inn ost undanþeginn verndartollum núna. Stærsta kvóta fær Innnes ehf., eða 47,9 tonn. Athygli vekur að Mjólkur- samsalan, sem er stærsti framleið- andi á íslenskum mjólkurvörum, hefur leyfi til að flytja inn um tíu tonn af osti. Ekki náðist í Mjólkur- samsöluna til að fá upplýsingar um hvaða osta fyrirtækið flytur inn. n Ostakvótinn dugir skammt Tollkvóti á osta aðeins lítill hluti af heildarsölu osta á Íslandi Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is „Þeir hefðu ekki einu sinni þurft að sækja um þetta, þeir hafa nægan kvóta. MynD SIGTryGGur ArI Fækkuðu sjálfir bankastjórum F ramsóknarflokkurinn tók virk- an þátt í að fækka bankastjór- um í Seðlabanka Íslands úr þremur í einn. Málið var af- greitt á Alþingi í febrúar árið 2009 en það var minnihlutastjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna sem lagði frumvarpið fram en hún sat með stuðningi Framsóknarflokksins. Nú er það hins vegar til skoðunar að fjölga þeim aftur í þrjá. Þingmenn Framsóknarflokksins greiddu at- kvæði með fækkun bankastjóranna þegar það kom til atkvæðagreiðslu í þinginu. Sjálfstæðismenn sátu hjá þrátt fyrir að mótmæla ekki fækkun seðlabankastjóranna sérstaklega. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra var á þeim tíma ekki þingmaður og tók þar af leiðandi ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um málið. Hann var hins vegar formaður Framsóknarflokksins og var í stöðu til að hafa talsverð áhrif á stefnu flokksins. Eyjan.is greindi frá því í síðustu viku að samkvæmt heimild- um hefðu stjórnarflokkarnir náð sátt um að fjölga seðlabankastjórum að nýju í þrjá. Málið var til umfjöllun- ar í Sunnudagsmorgni um helgina en þá vildi Sigmundur ekki stað- festa annað en að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands væri í fullum gangi í stjórnarráðinu. Einn þeirra sem hafa tjáð sig um fjölgun seðlabankastjóra er Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri og formaður Fram- sóknarflokksins. „Fjölgun seðla- bankastjóra nú hefur þann augljósa galla að málið blandast beint við flokkapólitík – alveg eins og var um síðustu lagabreytingar fyrir fáum árum. Slíkt er ákaflega óheppilegt fyrir alla aðila,“ segir hann á blogg- síðu sinni á Pressunni. „Vera má að ákvæði í nýjum lögum nú um langan skipunartíma bankastjóra, t.d. til sjö ára, gæti komið þar eitthvað á móti, – þ.e.a.s. ef pólitísku róti um stofnun- ina linnir þá.“ n adalsteinn@dv.is Þingmenn Framsóknar greiddu atkvæði með fækkun Pólitík? Fyrrver- andi seðlbankastjóri óttast að flokkapólitík blandist í málið verði ákveðið að fjölga seðla- bankastjórum núna. MynD SIGTryGGur ArI Hundrað mál á þremur mánuðum Enn bólar ekki á þingmálum stjórnarinnar Þ rátt fyrir að 207 mál séu á þingmálaskrá ríkisstjórn- arinnar er lítið að gera í þinginu. Stjórnarandstöðu- þingmenn kvörtuðu yfir því í síð- ustu viku að lítið væri að gera fyrir þá og að tíminn nýttist illa. Á vef Alþingis er hægt að fylgjast nokk- uð nákvæmlega með gangi mála og kemur í ljós við skoðun á gögn- um þar að 62 mál eru ýmist í þing- nefndum eða bíða umræðu. Búið er að samþykkja 41 mál. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði þetta að um- talsefni á þingfundi á fimmtudag og sagðist óttast holskeflu þing- mála á síðasta degi. „Mér sýnist ríkisstjórnin hafa aðeins ætlað sér um of við gerð þessarar þing- málaskrár en það þarf líka hugsan- lega að kanna hvernig fara á með starfsáætlun Alþingis í ljósi þess að nefndir eru, að minnsta kosti margar hverjar, mjög ásetnar með stór og mikil verkefni,“ sagði hún og vísaði til þess að enn ættu eft- ir að koma fram hundrað mál frá ríkis stjórninni. Reiknað er með því að fresta þingfundum Alþingis 16. maí næstkomandi samkvæmt starfs- áætlun þingsins. Þrjátíu hefð- bundnir þingfundir eru eftir þang- að til, samkvæmt áætluninni. Þar að auki á eftir að funda í nefnd- um. Samkvæmt heimildum inn- an úr stjórnarráðinu er ekki að vænta allra þessara mála fyrr en í fyrsta lagi eftir mánaðamót og því óljóst hversu margir fundir nýt- ast í að tala um málin. Afgreiða þarf að jafnaði þrjú til fjögur mál á hverjum fundi til að hægt verði af afgreiða öll málin, að því gefnu að engin fleiri mál komi fram, hvorki frá stjórninni eða öðrum. n adalsteinn@dv.is ræddi málið Katrín gerði þingmálaskrá stjórnarinnar að um- talsefni á þingfundi fyrir helgi. MynD SIGTryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.