Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Side 24
Vikublað 18.–20. febrúar 201424 Neytendur Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Kræklingur Kræklingur er góður á bragðið en það þarf að gæta þess að hann sé í lagi. Mynd dV Ekki tína krækling Reglan um R-lausu mánuðina ekki algild S ýnataka í Hvalfirði í byrjun mánaðar leiddi í ljós að magn DSP-eiturs í holdi skelfisks var langt yfir viðmiðunarmörkum. Matvælastofnun varar við söfnun og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði þar til að viðvöruninni hefur verið aflétt. Gömul þumalfingursregla segir að ekki skuli tína krækling í þeim mánuðum sem ekki hafa bókstafinn R í nafninu sínu, það eru maí, júní, júlí og ágúst, því þá eru mestar líkur á þörungablóma. Þetta er þó ekki algilt eins og mælingarnar núna sanna og því betra að fylgjast með upplýsing- um um vöktun. Á heimasíðum Matvælastofnun- ar og Hafrannsóknastofnunar má sjá upplýsingar um niðurstöður vöktun- ar á eitruðum þörungum á nokkrum stöðum við landið. Neytendur sem ætla að tína krækling er bent á að kynna sér niðurstöðurnar áður en lagt er af stað í slíka ferð. Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi, um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringar- efna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þör- ungar borist milli svæða m.a. með kjölvatni skipa sem losað er eftir sigl- ingar frá fjarlægum stöðum. Í sam- ræmi við aukna útbreiðslu eitraðra þörunga hefur eitrunum af völd- um skelfiskneyslu fjölgað í heimin- um. Þörungarnir eru ein aðalfæða skelfisksins, en hann bíður sjálfur engan skaða af eitrinu. Víðast hvar í löndunum í kringum okkur er fylgst reglulega með magni eitraðra þör- unga við strendur og gefnar út við- varanir ef magn þeirra fer yfir þau hættumörk sem sett hafa verið. n fifa@dv.is Þ etta var bara eins og það hefði verið skotið af hagla- byssu inni. Krakkarnir fóru að gráta og þetta var bara alvöru sprenging,“ segir Jak- ob Grétarsson en Sodastream-tæki sprakk þegar verið var að búa til sóda vatn síðastliðinn þriðjudag. „Konan mín var að búa til sóda- vatn og græjan bara sprakk í tætlur bara fyrir framan hana. Hún fór í 8–9 búta sem flugu út um alla íbúð,“ seg- ir Jakob sem segir mildi að enginn hafi slasast. Þó hafi vatn skvest af svo miklum krafti framan í konuna að hún hafi verið aum í augunum eftir á. Hann er ekki sáttur við við- brögðin hjá Elko sem seldi tæk- ið. „Það var eins og þetta væri bara eðlilegasti hlutur. Mér var sagt að þetta gæti bara gerst, væri bara slys og bara mér að kenna og væri ör- ugglega út af rangri meðhöndlun á tækinu. Það er ekki hægt að með- höndla sódastream-tæki neitt vit- laust, þú ert bara að ýta á einn takka og hleypa lofti inn á,“ segir Grétar en hann fékk að lokum annað tæki í staðinn. „Ég sagði við [afgreiðslu- manninn] að ef hann ætlaði að láta mig hafa nýtt tæki þá vildi ég fá öðruvísi tæki en það var ekki hægt svo ég fór heim með nákvæmlega eins tæki og sprakk í höndunum á konunni minni.“ Annað tækið á viku Athygli vekur að helgina áður voru fréttir af því að lögregla hefði verið kölluð til í Reykjanesbæ þegar Sodastream-tæki íbúa sprakk við notkun. Íbúinn tjáði lögreglumönn- um að flaskan í tækinu hefði losnað frá og skotist í bringuna á sér. Við það hafi sódavatn skvest í augu hans en í tilkynningu frá lögreglu segir að íbú- inn hafi verið rauðeygður af þessum sökum. Þola ekki heitt vatn „Ég er ekki kunnugur þessum mál- um en það sem ég veit um notk- unarleiðbeiningar á Sodastream þá hafa plastflöskurnar líftíma en end- ast ekki endalaust. Þær endast í allt að tveimur árum samkvæmt upplýs- ingum frá framleiðanda,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, innkaupastjóri hjá Elko. „Þær þola ekki þvott í upp- þvottavél því þær þola að hámarki 50 gráða heitt vatn. Ef flaska hefur ein- hvern tímann lent í uppþvottavél eða þvotti þar sem er meira en 50 gráða heitt vatn, til dæmis bara í vaskinum hjá okkur þá missir hún sveigjanleik- ann sem hún þarf að hafa fyrir þessa notkun. Það getur valdið því að ör- yggisbotninn í flöskunum, sem er gerður til að springa, springi.“ Elko kaupir tækin af samstarfs- aðilum í Noregi sem kaupa vörurn- ar beint frá framleiðanda sem er ísraelska fyrirtækið Sodastream. Ótt- ar segist ekki hafa heyrt af þessum málum en hann hafi spurst fyrir inn- anhúss. Fyrirtækið hafi selt Soda- stream í nokkur ár en hann hafi ekki vitneskju um að fólk hafi lent í þessu. Rétt notkun Óttar segir þessar leiðbeiningar fylgja bæklingum sem fólk fær af- hent með tækjunum. „Ég veit nátt- úrlega ekki með notkunina á þessu tiltekna tæki eða tækinu í Keflavík en ég vænti þess að það hafi líkleg- ast einhvern tímann farið undir heitt vatn. Ég fullyrði ekki að það hafi ver- ið í þessu tilfelli en ég geri fastlega ráð fyrir því,“ segir hann og brýnir fyrir fólki að lesa leiðbeiningar með öllum tækjum mjög vel. Jakob segir það rétt að hægt sé að meðhöndla flöskurnar á rangan hátt, til dæmis með heitu vatni en það hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli, flaskan hafi ekki bara sprungið held- ur allt tækið. n Eins og hleypt hefði verið af haglabyssu Sodastream-tæki sprakk í tætlur við notkun Sprakk Tækið sprakk í 8–9 hluta sem dreifðust um allt. iPhone í klósettið – hvað er til ráða Farsímar eru löngu hættir að vera bara tæki til að tala í heldur eru þeir orðnar litlar tölvur með myndavélum og ýmsum auka- búnaði. Margir snjallsímar kosta í kringum 100 þúsund krónur og því getur það verið ansi dýrt spaug ef þeir eyðileggjast. En af því að flestir eru með símann við höndina hvar og hvenær sem er er hættan á skemmdum mikil. Hvað á til dæmis að gera við síma sem blotnar, ef hann til dæmis dettur í klósettið? n Taktu símann strax úr vatninu, hér geta sekúndur skipt máli. n Slökktu á símanum. n Taktu símann úr hulstri eða veski ef hann er í slíku og fjar- lægðu hlífðarfilmur og allt það sem getur haldið vatni inni. n Þurrkaðu iPhone-inn eins vel og þú getur með tusku, hand- klæði, pappír eða bara hverju því sem er við höndina. Sérstaklega þarf að passa að þurrka kringum hljómstyrkstakkana og eins takk- ann sem slekkur og kveikir. n Innstungur fyrir rafmagns- snúru og heyrnartól geta líka fyllst af vatni en það getur verið sniðugt að nota eyrnapinna til að ná betur þangað inn. n Takið allar snúrur úr sambandi strax. n Þegar búið er að þurrka sím- ann almennilega er best að setja hann í lítinn plastpoka fullan af hrísgrjónum. Hrísgrjónin draga í sig vatn en best er að láta símann bíða í tvo til þrjá sólarhringa. n Ef það er opið á verkstæðum sem gera við síma er þó best að fara strax með hann þangað. n Alls ekki má reyna að kveikja á símanum því vatnið getur orðið til þess að eyðileggja leiðslur í honum ef hann er ekki almenni- lega þurr. Þetta eru þau mistök sem flestir gera. n Eftir að síminn er þurr er hægt að athuga hvort myndavélin eða skjárinn sé í lagi, ekki fyrr. Feit mjólk og mjótt fólk Það hlýtur að vera fitandi að drekka feita mjólk, eða hvað? Málið er ekki svo einfalt að sögn sænskra vísindamanna sem skoðað hafa neyslu á nýmjólk (e. whole milk) í samanburði við mjólk sem er ekki með jafn hátt fituinnihald, til dæmis léttmjólk. Niðurstöður sænsku vísinda- mannanna voru birtar í Scandi- navian Journal of Primary Health Care en rannsóknin tók tólf ár. Þar kom fram að þeir sem drekka frekar feitar mjólkurafurðir; mjólk, smjör og rjóma eru síð- ur líklegir en þeir sem forðast að neyta fituríkra mjólkurafurða til að glíma við offitu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.