Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Qupperneq 26
Vikublað 18.–20. febrúar 201426 Lífsstíll
n Lilja hætti með eldri dótturina á brjósti eftir 51 mánuð n Með bæði börnin á brjósti í tvö ár
Þ
að stóð ekki til að vera með
hana á brjósti svona lengi en
vegna aðstæðna varð þetta
svona,“ segir Lilja Helga
dóttir sem nýlega hætti með
dóttur sína, Kolbrúnu Elvi, á brjósti
eftir 51 mánuð.
Sjálf var Lilja á brjósti til 19
mánaða aldurs og hafði ákveðið að
vera með Kolbrúnu Elvi á brjósti í
jafn langan tíma.
Ekki allt með felldu
„Þegar við höfðum náð 19 mánuðum
vildi ég ná tveimur árum en þegar
von var á Katrínu Lilju vildi ég ekki
taka brjóstið af Kolbrúnu Elvi strax.
Mér fannst nógu mikil breyting fyrir
hana að fá lítið systkini.
Þegar Katrín Lilja fæddist kom
í ljós að ekki var allt með felldu.
Nokkrum dögum eftir fæðingu henn
ar kom svo í ljós að barnið var mun
veikara en læknar höfðu talið,“ segir
Lilja en Katrín Lilja dvaldi á sjúkra
húsi fyrstu sjö mánuði ævi sinnar.
Hjálpaði allri fjölskyldunni
Lilja vill ekki fara ítarlega í sjúkra
sögu Katrínar Lilju en segir að sér hafi
fundist það eina rétta að halda áfram
með Kolbrúnu Elvi á brjósti því það
hafi hjálpað Kolbrúnu Elvi að kom
ast í gegnum þetta erfiða tímabil. „Og
auðvitað hjálpaði það svakalega til
við að halda mjólkurframleiðslunni
í gangi fyrir Katrínu Lilju. Svo að það
er hægt að segja að þetta hafi hjálpað
allri fjölskyldunni. Mér fannst mjög
mikilvægt að barnið fengi móður
mjólkina og ennþá mikilvægara af því
að hún var svo veik. Kolbrún Elvur
hjálpaði mér að halda mjólkinni því
Katrínu Lilju var lengi haldið sofandi
í öndunarvél. Stundum datt mjólk
in alveg niður, eins og gerðist dagana
eftir að Katrín Lilja fór í hjartastopp,
en ég var þrjósk og þetta tókst með
hjálp mjaltavélar og Kolbrúnar Elvar.“
Barnshafandi með barn á brjósti
Í dag er Katrín Lilja rúmlega tveggja
ára og líðan hennar mun betri þótt
hún sé enn veik. Lilja stefnir á að
vera með hana á brjósti í svipaðan
tíma og eldri systurina eða í rúmlega
fjögur ár. Hún segir ótrúlegasta fólk
hafa skoðun á brjóstagjöf hennar en
eftir viðtal í DV fyrir rúmum tveimur
árum, þar sem fram kom að Lilja væri
barnshafandi með barn á brjósti, hafi
kommentakerfið sem og umræðan á
bland.is orðið gríðarleg. „Ég afritaði
að gamni alla umfjöllun um greinina
af bland.is og það voru 87 blaðsíður.
Flestir voru að hneykslast á mér en
á milli tóku aðrar mæður, doulur og
ljósmæður upp hanskann fyrir mig,
sem mér þótti vænt um.
Ég skil bara ekki af hverju einhver
á að hafa skoðun á þessu hjá okk
ur. Brjóstagjöf er eitthvað sem móð
ir og barn ákveða. Við vorum í gífur
lega erfiðri stöðu, höfðum eignast
langveikt barn sem varð til þess að
ég gat ekki verið hjá eldri dótturinni
tímunum og upp í vikum saman. Það
hjálpaði henni gífurlega mikið að fá
þessar stundir hjá mömmu. Hugs
ið ykkur. Mamma hennar og pabbi
þurftu að vera mikið í burtu til að
vera á spítalanum hjá litlu systur
hennar. Stundum vorum við þar
dag og nótt í margar vikur í röð. Þess
vegna, og vegna þess að hún hjálpaði
til við að halda mjólkurframleiðsl
unni gangandi, gat ég ekki hugsað
mér að taka þetta út.“
Snerti streng í mömmuhjarta
Lilja segist hafa trappað brjóstagjöfina
hjá Kolbrúnu Elvi hægt niður. „Síð
asta árið var hún bara kvölds og
morgna og svo ákváðum við saman
að hún fengi aðeins einu sinni á dag
eftir fjögurra ára afmælið. Ef hún
fengi að ráða væri hún örugglega
enn á brjósti. Það tók nokkra daga að
venja hana af. Hún bað mig oft um í
fyrstu og það munaði litlu að ég byrj
aði aftur enda var hún smá sár þegar
hún sá mig gefa litlu systur hennar.
Hún fór samt aldrei að gráta en það
snerti streng í mömmuhjartanu. Hún
er bara orðin svo stór að ég gat talað
um þetta við hana.“
Fyndin viðbrögð
Lilja segist alltaf hafa fengið góðan
stuðning frá sínu nánasta fólki. „Fólk
ið næst mér hefur stutt mig þótt
kannski einhver hafi þurft að bíta í
tunguna á sér. Ég hef því gefið stelp
unum brjóst fyrir framan fjölskyldu
og vini en ég geri það ekki í sófa í
Kringlunni.
Ég hef samt aldrei falið þetta og
ef einhver spyr mig út í þetta stend
ég örugg á mínu. Ég er sannfærð um
að ég sé að gera rétt. Það er samt al
veg ótrúlegt að sjá viðbrögð hjá fólki.
Það mætti halda að ég væri með 14
ára dreng á brjósti. Viðbrögðin geta
verið fyndin,“ segir Lilja en bætir
við að hún hafi einnig fengið ljótar
athugasemdir. „Fyrstu mánuðina eft
ir að Katrín Lilja fæddist fékk ég að
heyra að hún væri veik af því að ég
hefði verið með barn á brjósti þegar
ég var barnshafandi. Það var ekki
skemmtilegt að heyra en það þarf ekki
að hugsa þetta lengra en til Afríku og
ekki eru öll börnin þar langveik. Ég
hef rætt þetta við barnalæknir sem
sagði mér að næringin færi fyrst til
fóstursins, svo til brjóstanna og af
gangurinn til mín. En svona lagað er
ekki gott að heyra þegar maður er ný
búinn að eignast veikt barn.“
Hjálpaði í erfiðum aðstæðum
Lilja samþykkti viðtal í þeirri von
að hennar saga verði til þess að
fólk dæmi ekki aðra enda séu ávallt
ástæður fyrir öllu. „Þetta er búið að
vera skrítið ferli og ég hef lært ansi
margt. Hver og ein fjölskylda hefur
sínar ástæður fyrir þeim ákvörðunum
sem hún tekur og mér finnst sorglegt
þegar fólk skiptir sér af eða þarf að
koma skoðunum sínum um þetta og
hitt á framfæri. Auðvitað hafa allir
rétt á því að hafa skoðanir en stund
um eru þessar skoðanir byggðar á fá
fræði. Fólk mætti stundum lesa sér
aðeins til áður en það byrjar að skjóta
á aðra. Ekki dettur mér í hug að fara
að ræða stjórnmál opinberlega eða
á netinu því ég hef hreinlega ekki
nægilega þekkingu til þess. Að mínu
mati höfðum við augljósar ástæður
til að halda brjóstagjöfinni áfram.
Þetta hjálpaði okkur í mjög erfiðum
aðstæðum,“ segir Lilja sem segist al
veg gera sér grein fyrir að stundum
gangi brjóstagjöf ekki upp.
Brjóstið er huggun
Aðspurð segir Lilja brjóstagjöfina
skapa dýrmæta stund. „Það er þessi
stund sem maður á með barninu.
Ég finn hvað þær elska mig út af líf
inu. Svo þegar þær detta og meiða
sig vilja þær fá bobbann sinn.
Brjóstið er þeirra huggun líka. Þetta
er bara náttúran. Okkur er ætlað að
gera þetta.
Ég veit að ég er ekkert að fara
breyta heiminum en ef einhver
þarna úti sem langar að vera með
barnið sitt lengur á brjósti les þetta
viðtal og ákveður að gera það í fram
haldinu þá er ég sátt. Það er allt í
lagi að vera barnshafandi með barn
á brjósti og það er líka allt í lagi að
vera með barn á brjósti lengur en í
sjö mánuði. Jafnvel til fjögurra ára
aldurs.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Með bobbann sinn Myndin var
tekin í september 2011 þegar Lilja
var ófrísk að yngri stelpunni. Mynd
AnnA douglAS / Stúdíó douglAS
Barnshafandi með barn á brjósti Viðtal
í DV fyrir tveimur árum þar sem fram kom að
Lilja væri barnshafandi með barn á brjósti
vakti mikla athygli. Mynd AnnA douglAS / Stúdíó douglAS
„Fólkið næst mér
hefur stutt mig
þótt kannski einhver
hafi þurft að bíta í
tunguna á sér.
Mæðgur Lilja með
Kolbrúnu Elvi og
Katrínu Lilju.
Brjóstagjöfin hjálpaði
í erfiðum aðstæðum