Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 27
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Lífsstíll 27 Hlíðasmári 10, 201, Kópavogi Sími 568 3868 matarfikn@mfm.is www.matarfikn.is Stjórnar át og þyngdarvandi lífi þínu? Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 20.02.14. Fráhald í forgang: Framhaldshópur hefst 26.02.14. n Lilja hætti með eldri dótturina á brjósti eftir 51 mánuð n Með bæði börnin á brjósti í tvö ár 100 daga hamingja n Taka þátt í hamingjuáskorun n Finna eitthvað á hverjum degi sem gleður þau M ér fannst þetta alveg „bil- aðslega“ heillandi og eigin- lega hikaði ekki við að taka þátt. Mér finnst svo ótrúlega heillandi að sjá hamingjuna í lífinu sínu á hverjum degi. Og nú eftir að ég hef tekið þátt, þá virkilega hugs- ar maður út í það, svo þetta skilar líka ótrúlega góðum árangri,“ segir Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari, á Trendnet. Hann er einn þeirra sem taka þátt í 100 daga hamingjuáskorun sem fjölmargir taka nú þátt í. Ein hamingjumynd á dag Átakið ber nafnið 100 hamingju- dagar (e.100 happy days) og felur í sér að finna eitthvað á hverjum degi í 100 daga sem hefur glatt mann þann daginn, taka af því mynd og merkja myndina með merkinu #100happyda- ys og birta myndina á samfélagsmiðl- um. Flestir styðjast við Instagram, Facebook eða Twitter í áskoruninni. Á heimasíðunni 100happydays.com er farið yfir tilganginn. Þar kemur fram að ætli fólk að taka þátt þá eigi það að birta eina mynd á dag af einhverju sem geri það hamingjusamt. Það geti verið allt frá því að vera mynd af ljúffengri kökusneið yfir í mynd af því hvað það sé gott að vera komin/n heim eftir erf- iðan dag. Í rauninni er eina reglan sú að myndin sé af einhverju sem hafi gert viðkomandi hamingjusam- a/n þann daginn. Í nútímaþjóðfélagi er mikið stress í gangi og oft erfitt að finna tíma til að njóta litlu hlutanna. 100 daga hamingjuáskorunin er því ágætis leið til þess að gefa litlu hlutun- um sem gleðja okkur gaum. Margt sem vekur hamingju DV ræddi við þrjá sem hafa tekið þátt í áskoruninni en árangurinn hefur verið misjafn og greinilega ekki öll- um sem finnst jafn auðvelt að finna litlu hlutina sem gleðja á hverjum degi. Það er í takt við það sem fjallað er um á síðu átaksins en þar segir að um 71% þeirra sem byrji hætti áður en 100 dagar séu liðnir og flestir beri fyrir sig tímaleysi. „Mér finnst eitthvað svo fal- legt við þetta og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Theodóra Mjöll Skúla- dóttir Jack, hárgreiðslukona og rithöf- undur, en hún hefur tekið þátt í áskor- uninni í nokkra daga og haft gaman af. Gleðjast yfir litlu hlutunum „Ég er nú reyndar bara búin að setja inn mynd af syni mínum og svo mér að gleðjast yfir að vera með í þessu,“ segir hún hlæjandi aðspurð hverju hún hefði tekið myndir af. Theo- dóra setur sínar myndir á Instagram og finnst lítið mál að finna eitthvað á hverjum degi sem gleður hana. „Ég hugsaði fyrst að það væri örugglega mjög erfitt að gera þetta í 100 daga en svo hugsaði ég með mér að vera ham- ingjusöm í 100 daga er nú ekki mikið. Það er svo margt sem ég er veitir mér hamingju,“ segir hún en tekur þó fram að eitt af því góða við átakið sé að ekki sé um að ræða einhverja montkeppni þar sem fólk er að metast um hvað það sé hamingjusamt. Frekar snúist þetta um jákvætt viðhorf og að gleðjast yfir litlu hlutunum sem maður er ánægður með. „Mér finnst ekkert mál að finna hluti sem ég er hamingjusöm með en það er kannski aðeins erfiðara að opin bera það á Instagram.“ Margt fallegt og jákvætt Helgi tekur í sama streng – honum finnst lítið mál að finna eitthvað á hverjum degi sem gleður hann. „Það er svo margt fallegt og jákvætt sem veitir manni orku alls staðar í kringum mann svo mér hefur ekki enn fundist erfitt að finna eitthvað til að setja inn á Instagram. Tilgangur lífsins er að vera ham- ingjusamur og finna hamingjuna og þetta er bara punkturinn yfir i-ið.“ Guðrún Veiga, mannfræðingur og bloggari, er ekki á sama máli og þau Helgi og Theodóra. Hún reyndi við hamingjuáskorunina í fimm daga en gafst svo upp. „Ég hætti af því mér finnst þetta yfirborðskennt, kjána- legt og væmið. Sumt sleppur en yfir öðru gubba ég einfaldlega. Það er bara engin hamingja í brauðsneið með osti eða fallegum ávexti. Bara alls ekki,“ segir Guðrún Veiga. „100 óhamingju- dagar – það er aftur á móti áskorun sem ég gæti unnið stórsigur í,“ segir hún á léttu nótunum. „Eftir fimm daga þá bugaðist ég undan álaginu. Þetta var hræðilegt. Ég „panikkaði“ hérna á kvöldin ef ég var ekki búin að finna einhverja tryllingslega hamingju yfir daginn,“ segir hún hlæjandi. Gubbandi hamingjusamur í lokin Helgi ætlar sér að reyna halda út alla dagana en Theodóra segir það ekki skipta öllu máli hvort maður nái 100 dögum. „Það er mjög líklegt að ég detti út en það er þá bara allt í lagi. Ég á líka örugglega eftir að missa nokkra daga úr en það skiptir ekki öllu. Hamingja á ekki að vera kvöð heldur á þetta að vera gaman. Þó maður gleymi einum degi þá skiptir það ekki máli, maður heldur bara áfram,“ segir Theodóra. „Ég ætla að vinna hart að því klára alla 100 dagana, ég er með bullandi athyglisbrest svo ég er oft gleyminn og úti um allt, það gæti kannski bitið mig í rassinn, ég vona ekki, ég ætla gera mitt allra besta í að klára þetta og vera springandi og gubbandi ham- ingjusamur í lokin!“ segir Helgi í gam- ansömum tón. Ekki skilyrði að deila myndunum Á samskiptasíðum eins og Instagram, Twitter og Facebook undir merkinu #100happydays má finna myndir sem fólk hefur sett inn og er þar margt spennandi að sjá. Það er þó ekki skilyrði að deila myndunum á þennan hátt því einnig er hægt að senda stjórnend- um síðunnar myndir en þá birtast þær hvergi á netinu. n Tekur þátt Theodóra Mjöll segir lítið mál að finna eitthvað á hverjum degi sem gerir hana hamingjusama. Gubbandi hamingjusamur Helgi hefur gaman af áskoruninni og stefnir að því að verða gubbandi hamingju- samur í lok hennar. Gafst upp Guðrún Veiga segist hafa bugast undan álagi við að finna eitthvað sem gleddi hana á hverjum degi. Hún gafst upp á áskoruninni eftir fimm daga. Ekki montkeppni Samkvæmt heimasíðu áskor- unarinnar 100happydays.com þá er þetta ekki keppni í því hver sé hamingjusamastur eða sýndar- keppni. Tilgangurinn er að finna eitthvað á hverjum degi sem gleð- ur þig og taka mynd af því. Ef sá sem tekur þátt gerir það til að sýn- ast fyrir öðrum eða þá til að geðj- ast öðrum þá misskilur viðkom- andi tilganginn. Eins ef það er svindlað með því að birta myndir af einhverju sem veitti þér ekki hamingju. Á síðunni segir einnig að 71% þeirra sem hafi reynt við áskorunina hafi gefist upp og sagst ekki hafa tíma fyrir hana. Hamingja Getur þú tekið mynd af ein- hverju sem gleður þig á hverjum degi í 100 daga? Mynd skjáskoT/wallpapErswidE.coM „Það er svo margt sem ég er ham- ingjusöm yfir. Theodóra Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.