Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 31
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Sport 31
Viðsnúningur Liverpool
n Breytingin á Liverpool-liðinu síðan í fyrra n Fleiri stungusendingar, tæklingar og eitraðar skyndisóknir
Eitraðir Luis Suarez og Daniel
Sturridge hafa skorað 39 mörk fyrir
Liverpool í deildinni í vetur, eða 59
prósent af mörkum liðsins.
batamerki á varnarleik Liverpool
í vetur frá tímabilinu í fyrra. Á
þessari leiktíð hefur liðið fengið
á sig fleiri markskot en í fyrra og
auk þess fengið á sig fleiri mörk
að meðaltali, eða 1,23 í saman-
burði við 1,13. Þó Liverpool hafi
spilað glimrandi knattspyrnu
hefur liðið átt í basli á útivelli þar
sem vörnin hefur lekið mörkum.
Þannig hefur liðið fengið á sig
tvö mörk eða fleiri í 8 af síðustu
10 útileikjum sínum í deildinni.
Framúrskarandi sóknarleikur
hefur oftar en ekki komið liðinu
til bjargar og skilað stigum.
Sterkur heimavöllur
Hvort Liverpool-liðið nái að
halda sjó og gera atlögu að Eng-
landsmeistaratitlinum skal ósagt
látið. Langt er liðið síðan liðið var
í baráttunni um titilinn. Nái liðið
að spila jafn vel og það hefur gert
að undanförnu skyldi enginn
útiloka það. Bæði Chelsea og
Manchester City eiga eftir að
heimsækja Anfield á næstu vik-
um sem eru góðar fréttir fyrir
Liverpool enda liðið aðeins tap-
að einum heimaleik af þrettán í
vetur. Sjálfur er Brendan Rodgers
hógværðin uppmáluð og vildi
eftir sigurleikinn gegn Fulham í
síðustu viku ekki láta draga sinn
inn í umræðu um titilvonir Liver-
pool. „Jose (Mourinho) er góður
í þeirri umræðu. Hjá okkur snýst
þetta um að bæta sig í hverjum
leik.“ n
Liverpool
Swansea (h)
Southampton (ú)
Sunderland (h)
Manchester United (ú)
Cardiff (ú)
Tottenham (h)
West Ham (ú)
Manchester City (h)
Norwich (ú)
Chelsea (h)
Crystal Palace (ú)
Newcastle (h)
Arsenal
Sunderland (h)
Stoke (ú)
Swansea (h)
Tottenham (ú)
Chelsea (ú)
Manchester City (h)
Everton (ú)
West Ham (h)
Hull (ú)
Newcastle (h)
WBA (h)
Norwich (ú)
Chelsea
Everton (h)
Fulham (ú)
Tottenham (h)
Aston Villa (ú)
Arsenal (h)
Crystal Palace (ú)
Stoke (h)
Swansea (ú)
Sunderland (h)
Liverpool (ú)
Norwich (h)
Cardiff (ú)
Man. City
Sunderland (h)
Stoke (h)
Aston Villa (h)
Hull (ú)
Fulham (h)
Manchester United (ú)
Arsenal (ú)
Southampton (h)
Liverpool (ú)
WBA (h)
Crystal Palace (ú)
Everton (ú)
West Ham (h)
Leikirnir sem toppliðin eiga eftir
Hvaða lið á þægilegasta leikjaprógrammið?
Gleði og
tár í Sochi
Skemmtileg augnablik á Vetrarólympíuleikunum í Sochi
Bretti
Það er gaman
að fylgjast með
keppni í svoköll-
uðu brettaati
á Vetrar-
ólympíuleikunum.
Tár á
hvarmi
Skíðagarpurinn Bodie
Miller, sem nýverið
missti bróður sinn,
brast í grát eftir
keppni í risasvigi á
sunnudag. Hann vann
til bronsverðlauna en
um er að ræða síðustu
ólympíuleika þessa
mikla afreksmanns.
Pútín glaður Vladimír Putín
Rússlandsforseti fylgist með keppni í skíðagöngu
á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Ekki er annað að
sjá en að hann sé afar ánægður með gang mála.
Þoka Veðrið hefur gert keppendum
í Sochi erfitt fyrir. Það er enginn hægðarleikur
að skjóta örþreyttur í mark af 50 metra færi.
Það hlýtur að vera nánast ómögulegt í skyggni
sem þessu.
Rennir
sér
Frakkinn Robin
Duvillard fagnar
eftir verðlauna-
afhendingu í
fjórum sinnum
tíu kílómetra
skíðagöngu
karla.
Gleði Dominique Maltais (nær) frá Kanada og Eva Samkova (fjær) frá Tékklandi bregða á leik eftir að hafa hafnað í efstu tveimur sætunum í brettaati í Sochi. Eva vann gullið.
Kælir sig Sjónvarpsþulurinn Lana
Prince flaggar rússneska fánanum, þar sem hún
stendur úti í sjó skammt frá Ólympíugarðinum í
Sochi. Hitinn á svæðinu hefur farið upp í 18 gráð-
ur og keppendum hefur stundum þótt nóg um.
baldur@dv.is
Myndir rEutErS