Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Page 32
32 Menning
Þ
að var kominn tími til að
Martin Scorsese gerði bíó
mynd um verðbréfamiðlara
á Wall Street, því fáir gera
jafn góðar glæpamyndir og hann.
En einmitt í því er vandinn fólginn.
Hér er nefnilega komin glæpamynd
í anda Martins Scorsese.
Líklega hafa fáir aðrir en Scorsese
og vinur hans Coppola gert meira til
að rómantísera mafíuna. Hver get
ur horft á Goodfellas og ekki viljað
vera Goodfellas, að minnsta kosti
meðan á sýningu stendur? Við fáum
þó lítið að sjá fórnarlömb snilling
anna, þau eru utan myndar eða í
besta falli „props“ til að berja eða
láta hanga utan af byggingum. Í stað
inn þeysumst við áfram með hinum
glæsilegu söguhetjum sem leggja
heiminn að fótum sér og halda
partí sem jafnvel harðsvíruðustu
útrásarvíkingar hefðu orðið stoltir af.
Og ein og ein öfundsjúk lögga reynir
að skakka leikinn.
Og jafnvel þótt illa fari að lokum
verður það sem eftir stendur að
betra sé að lifa hátt um stund en að
vera venjulegur. Myndin bendir sjálf
á að eftir að gagnrýnin grein um
svindlarann Belford var birt í blað
inu Forbes jukust vinsældir hans um
allan helming. Mynd Scorsese fellur
sjálf í sömu gryfju, hefur það til skýj
anna sem hún telur sig vera að gagn
rýna.
Þrátt fyrir þriggja tíma lengd veitir
myndin litla innsýn í fjármálakerfið,
ólíkt hinni upprunalegu Wall Street
eða hinni nýlegu Margin Call. Þegar
DiCaprio byrjar að útskýra hætt
ir hann skyndilega og segir: „En þið
hafið engan áhuga á þessu,“ og sýnir
og okkur í staðinn enn eina partísen
una með kókaíni, vændiskonum
og dvergaköstum. Svo virðist sem
myndin hafi ekki meira álit á áhorf
endum en verðbréfamiðlarinn á
kúnnunum.
Myndin er þó alls ekki leiðinleg,
enda Scorsese meistari formsins. En
einhvern veginn fær hún mann til að
missa álit á honum samt. Hann sýn
ir okkur þá sem vinna sig upp, hvort
sem það eru mafíósar eða bisness
menn eins og Howard Hughes eða
Jordan Belford, en minna fer fyrir
þeim sem þeir traðka á. Kannski er
ekki að undra að einmitt hann sé
talinn fremstur kvikmyndagerðar
manna í Bandaríkjunum.
Hinn raunverulegi Belford heldur
áfram að græða, bæði á höfundar
launum og athygli myndarinnar.
En vilji menn sjá störf hans frá öðr
um sjónarhóli mæli ég með að þeir
finni sér Boiler Room á Aðalvídeó
leigunni, sem betur sýnir hvernig fór
fyrir öðrum í fæðukeðju hans. n
Vikublað 18.–20. febrúar 2014
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
The Wolf of Wall Street
IMDb 8,5 RottenTomatoes 77% Metacritic 75
Leikstjóri: Martin Scorsese
Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio og Jonah Hill
Byggð á sjálfsævisögu Jordans Belford
180 mínútur
Partí í anda útrásarvíkinga„Myndin er alls
ekki leiðinleg,
enda Scorsese meistari
formsins.
Rafmögnuð stemming
n Major Lazer hápunktur tónlistarhátíðarinnar Sónar um helgina n GusGus slöpp
R
aftónlistarhátíðin Sónar
sem fór fram í Hörpunni um
helgina stóð fyrir sínu líkt og
fyrri daginn. Gott framtak sem
lífgar upp á annars leiðin
legan mánuð. Þrátt fyrir tal hátíðar
haldara um annað þá er nokkuð ljóst
að nöfnin voru stærri í fyrra. Ekki bætti
úr skák að eitt aðalnúmerið sem hafði
boðað komu sína á hátíðina, Þjóðverj
inn Paul Kalkbrenner, þurfti að afboða
sig. Samkvæmt Facebooksíðu hans
gat hann ekki flogið til Íslands vegna
slæmrar augnsýkingar. Vonandi verð
ur reynt að fá stærri nöfn innan raftón
listarheimsins á næsta ári.
Flestir gestir hátíðarinnar hljóta að
geta sammælst um að hápunktur há
tíðarinnar hafi verið brjálæðislegir og
óvenjulangir tónleikar Major Lazer
sem tróð upp í Silfurbergi laust eftir
miðnætti á laugardeginum. Tónlistar
mennirnir fengu áhorfendur til að
taka virkan þátt meðal annars með
því að fara úr að ofan og fleygja yfir
höfnunum í átt að sviðinu. Sýndu þeir
tónleikar þó það sem marga hafði
grunað; Íslendingar kunna ekki að
„twerka“. Á einum tímapunkti voru
unglingsstúlkur úr salnum dregnar
upp á svið og látnar „twerka“ og höfðu
þær ekki erindi sem erfiði. Frábærir
tónleikar að öðru leyti.
Næstbestu tónleikarnir hafi senni
lega verið með íslensku hljómsveitinni
sem kennir sig við dansvöðvann Glut
eus maximus. Líktist sviðsframkoma
þeirra einna helst sirkussýn
ingu þar sem kraftlyftinga
menn og fimleikakonur sýndu
listir sínar. Raunar fékk áhorf
andi það á tilfinninguna að
hér væri komin nýrri og betri
útgáfa af GusGus þar sem
bæði Daníel Ágúst og Högni
Egilsson tóku lagið með for
sprökkum hljómsveitarinnar.
Var það sérstaklega augljóst
þar sem GusGus tónleikarnir
sem haldnir voru á fimmtu
deginum voru óvenjuslappir. Athygli
vakti að plötusnúðurinn President
Bongo var hvergi sjáanlegur á græj
unum, en Maggi Lego leysti hann af
hólmi.
Nýstirni hátíðarinnar voru dansk
ir rafpopparar, When Saints Go
Machine, sem komu á óvart. Kölsch
og Jon Hopkins þóttu líka góðir. n
hjalmar@dv.is
Glæpamynd Svo virðist sem myndin hafi
ekki meira álit á áhorfendum en verðbréfa-
miðlarinn á kúnnunum.
Major Lazer Gerðu allt vitlaust og
fengu áhorfendur til að fleygja yfir-
höfnum sínum upp í loft. MynDIR DAVíð þóR
Gluteus maximus When Saints
Go Machine
FM Belfast