Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2014, Síða 37
Vikublað 18.–20. febrúar 2014 Fólk 37 L íkt og flestum er kunnugt um verða félagarnir í Pollapönki fulltrúar Íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva að þessu sinni, en úrslitakvöld Söngvakeppni Sjón- varpsins fór fram á laugardag. Mikil gleði ríkti í herbúðum Pollanna en þeir munu á næstu dögum setj- ast niður og skipuleggja ferð sína til Kaupmannahafnar. Umboðs- maður hljómsveitarinnar er Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, en þetta er í þriðja sinn á fjór- um árum sem atriði á hans vegum sigrar í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hefur reynslu af Eurovision Valgeir Magnússon er umboðs- maður Pollapönks, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlistarmenn á hans vegum komast í Eurovision. Valli var nefnilega maðurinn á bak við Heru Björk, sem keppti fyrir Ís- lands hönd árið 2010 með laginu Je ne sais quoi, og Eyþór Inga, sem keppti í fyrra með laginu Ég á líf. Framganga Valla í Eurovision árið 2010 vakti talsverða athygli en þá hélt hann hlífðarskildi yfir Heru Björk og lét erlenda fjölmiðla bíða í röðum eftir því að ná tali af söng- konunni. „Því miður fá ekki fleiri viðtal við hana í dag. Það er sama hvað þeir eru stórir eða frá hvaða landi,“ sagði Valli meðal annars í sjónvarpsvið- tali við Vísi á sínum tíma. Vinsæll umboðsmaður Valli hefur þó ekki einbeitt sér að Eurovision-keppendum því hann hefur undanfarin ár verið einn af atkvæða- mestu um- boðsmönnum landsins og getið sér gott orð sem slíkur. Með- al hljóm- sveita og tónlistar- manna sem eru eða hafa verið á hans snærum eru þau Íris Hólm, Brynjar Már Valdimarsson og stúlknasveitin Elektra auk þess sem Valli var um- boðsmaður Haffa Haff um tveggja og hálfs árs skeið. Þá var Valli einnig umboðsmaður Merzedes Club frá stofnun og kom hljómsveitinni vel á framfæri, en hún tók eftirminnilega þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2008 með laginu Ho, Ho, Ho, We say Hey, Hey, Hey. Einnig er Valli umboðsmaður leikarans Ásgeirs Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Damon Younger, en þrátt fyrir að vera vinsæll umboðs- maður starfar Valli fyrst og fremst sem fram- kvæmdastjóri auglýsingastof- unnar Pipars, en hann rekur hana ásamt sjónvarps- manninum Sigurði Hlöðverssyni, betur þekktum sem Sigga Hlö. Mikil hamingja Að sögn Heiðars Arnar, eins með- lima Pollapönks, ríkti mikil gleði á laugardaginn. „Það var alveg frábært. Það var mikil hamingja í herbúðum Poll- anna og þessu var fagnað vel og inni- lega. Við skelltum okkur öll, Pollar og frúr, á Tapas barinn og það var alveg yndislegt,“ segir hann í sam- tali við DV. Heiðar segir leynitromp hljómsveitarinnar hafa skilað sér, en á úrslitakvöldinu klæddust hljóm- sveitarmeðlimir litríkum jakkaföt- um í stað íþróttagallanna sem vöktu mikla athygli í undankeppninni. Auk þess fengu Pollarnir liðsauka frá Snæbirni Ragnarssyni, Bibba, úr Skálmöld og alþingismanninum Óttari Proppé úr Ham sem sungu bakraddir. Meðlimir Pollapönks eru, auk Heiðars Arnar, Haraldur Freyr Gíslason, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 og hefur sent frá sér þrjár plötur. Ekkert ákveðið „Við ætlum að hittast í dag [mánu- dag, innsk. blm.] og fara yfir spil- in. Það er ekki búið að ákveða neitt en núna verður farið yfir þetta og sett upp í sameiningu eitthvað plan fram að keppni svo þetta skýrist á næstu dögum,“ segir Heiðar, spurð- ur hvernig prógrammið verði hjá hljómsveitinni fram að aðalkeppn- inni. Hann segir spennandi tíma framundan. „Já, það verður nóg að gera hjá okkur. Við vorum alveg í fríi í gær [sunnudag, innsk. blm.] en setju- mst niður í dag og förum yfir hvern- ig þetta verður.“ En býst Heiðar Örn við einhverj- um breytingum fyrir keppnina í Danmörku? „Við erum ekkert búnir að taka neinar ákvarðanir með neitt. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Fyrra undankvöldið verður þriðjudaginn 6. maí, það síðara tveimur dögum seinna og laugar- daginn 10. maí verður svo sjálft úrslitakvöldið. Ekki hefur verið tilkynnt á hvoru undankvöldinu Ís- land mun koma til með að keppa, en flestar þátttökuþjóðir eru nú í óða önn við að velja sína fulltrúa fyrir keppnina. n María Birta lent í Los Angeles Leikkonan, fyrirsætan og verslun- areigandinn María Birta er stödd í Los Angeles með kærasta sínum Ella Egilssyni í Steed Lord. Hún unir sér að sögn heimildarmanna DV einstaklega vel og hefur farið í nokkrar myndatökur þar ytra. Hún nýtur sólarblíðunnar með fé- lögum Ella í Steed Lord og getur víst varla hugsað sér að snúa aftur á kaldan klakann. Leikkonan hefur hins vegar oftsinnis dvalið langdvölum ytra bæði í Los Ang- eles og í Flórída þar sem hún hef- ur stundað fallhlífarstökk. Margrét Erla í hálskirtlatöku Sjónvarps- og athafnakonan Mar- grét Erla Maack fór nýverið í háls- kirtlatöku og hefur haldið dagbók á Facebook um raunir sínar í kjöl- far aðgerðarinnar. „Dagur 7. Verkirnir versna og versna. Ég get ekki fundið possi- sjón að sofa í. Í hvert sinn sem ég sofna vakna ég verri. Verkirnir eru komnir út í eyrun og ég get varla kyngt verkjalyfjunum. Verkjalyfin eru búin, Vigdís hefur það mun verra en ég,“ skrifar Margrét, en hún fór í aðgerðina ásamt systur sinni, Vigdísi Perlu. Margrét segist helst hlakka til að mega borða á ný og telur meðal annars upp að eftir aðgerðina ætli hún að fá sér amerískar pönnukökur, KFC, ind- verskan mat og nachos. Dýrasti kaffibollinn í New York Kvikmyndagerðarkonan og fagur- kerinn Rut Hermannsdóttir opnaði Búðina í New York fyrir helgi ásamt tveimur viðskiptafélögum sínum. Í Búðinni er hægt að setjast niður og fá sér kaffisopa og kaupa norræna hönnun. Opnun búðar- innar hefur vakið eftirtekt en hún er staðsett í Greenpoint í Brooklyn þar sem allt sem er norrænt þykir afskaplega fínt. Um opnunina hef- ur verið fjallað í fjölmörgum blöð- um, þar á meðal í New York Times. Brooklyn Paper fannst tilval- ið að segja frá því að í Búðinni fengist ekki bara svöl hönnun og gott kaffi, heldur hvorki meira né minna en dýrasti kaffibollinn í New York. Forláta lattébolli með lakkrísdufti gerður úr hágæða fá- gætri kaffiblöndu. Bollinn frétt- næmi kostar sjö dollara. Rut er skemmt yfir fréttunum. „Þarna er fólk dead serious sannfært um að ég sé hipster sem eigi ríka foreldra í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Ég læt lífið af skemmtanagildi þessara skrifa. Ef þau bara vissu hvað ég er mikill lúði,“ segir hún í gamni á Facebook. Þriðji sigur Valla sport n Pollapönkarar ánægðir með sigurinn n Ekkert ákveðið með framhaldið Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Sáttir Meðlimir Pollapönks voru að vonum ánægðir með sigurinn. Kát saman Valli ásamt Heru Björk, sem söng fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2010. Vinsæll Valli hefur verið umboðsmaður fjölmargra tónlistarmanna á Íslandi og náð góðum árangri í Eurovision. Mynd Björn Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.