Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Side 20
Helgarblað 16.–19. maí 201420 Fréttir Lífið verður aLdrei eins É g mölbraut á mér báðar fætur, ósæðin opnaðist og miltað rifn- aði. Ég á enn í baráttu og er ekki komin heim enda kemst ég ekki inn í íbúðina sem ég bjó í fyrir slysið. Ég er of fötluð til að geta farið upp stiga,“ segir Elísabet Markús dóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi mánu- daginn 26. ágúst í fyrra. Man ekkert Elísabet kom akandi til Hafnarfjarðar úr Keflavík þegar hún keyrði framan á litla rútu sem kom úr gagnstæðri átt. „Ég man ekki neitt nema frá laugar- deginum fyrir slysið. Þá var ég að tala við bróður minn og var eldhress. Ég veit ekkert hvert ég var að fara. Þetta var seint á mánudagskvöldi og ég var komin fram hjá húsum bræðra minna og hefði ekki heimsótt for- eldra mína svona seint. Það eina sem ég veit er að ég fer til nágrannans og segi honum að ég þurfi að skreppa og hvort ég fái ekki lánaðan bílinn hans. Svo fer ég upp og tek mig til og fer af stað. Innan við klukkutíma síðar hefur hann fengið tilkynningu um slysið.“ Var í belti Elísabet segir allar prufur sem teknar voru af henni á sjúkrahúsinu hafa verið í lagi. „Nema blóðsykurinn, hann var undir hættumörkum. Ég hef oft verið of með of lágan blóðsykur en aldrei svo ég detti út af. Það virð- ist hafa gerst. Maður sem ók á eftir mér sagði að ég hefði keyrt eðlilega og á jöfnum hraða en þegar ég kom að gatnafram- kvæmdum hefði ég bara neglt framan á rútuna. Sem betur fer var ég í belti. Einhvers staðar í kollinum á mér á ég óljósar myndir, af framrúðunni sem var eins og köngulóarvefur, hún var svo sprungin. Svo á ég minningu um að ég hafi tekið beltið af mér til að teygja mig í veskið mitt sem ég náði ekki því fóturinn var fastur. Hvort þessar myndir eru minningar um slysið veit ég ekki. Í minningunni var ég í öðrum skóm en ég klæddist, svo ég veit ekki hvað er ímyndun og hvað er raunveruleiki.“ Hnéð molnaði Elísabet man fyrst eftir sér sjö vikum eftir slysið. „Ég var á svo ofboðslegum verkjalyfjum og svaf mikið út af þeim. Ég er enn verkjuð og er því enn á lyfjum. Ég losaði mig við hjólastólinn í janúar og staulast nú um á hækjum og er enn í eftirliti og sjúkraþjálfun. Mörgum spurningum er ósvarað. Fæturnir gróa ekki nógu vel. Annað hnéð molnaði alveg svo fóturinn styttist um rúma tvo sentímetra auk þess sem báðir fæturnir snerust um mjöðm og vísa til vinstri. Ég er bara eins og Chaplin. Svo er ég með verki út frá miltanu þegar ég ligg á vinstri hlið og á erfitt með að koma mér fyrir þegar ég sef. En þetta er ekkert í dag miðað við hvernig þetta er búið að vera,“ segir Elísabet sem á eftir að fara í fjölda að- gerða. „Kannski er nóg að skipta um hné en kannski verður að taka vinstri fótinn. Ég nota hann ekkert eins og hann er núna. Þá er betra að vera bara „á einari“ eða með Össuri,“ segir hún á léttum nótum og bætir svo alvar- legri við: „Ég vil miklu frekar vera með gervifót sem ég get notað en að vera með fótinn eins og hann er – verkjað- an, til trafala og að gera mig brjálaða.“ Kraftaverk að lifa af Elísabet segir að það sé kraftaverki líkast að hún hafi lifað bílslysið af. „Það er með ólíkindum. Og ég er svakalega fegin að hafa keyrt á rútu en ekki á venjulegan fólksbíl með fjöl- skyldu innanborðs, fyrst þetta átti að fara svona. Þá hefði ég slasað fleiri en sjálfa mig. Svo hætti sonur minn við að koma með mér á síðustu stundu. Það voru allskyns tilviljanir sem urðu til þess að ég slasaði ekki fleiri,“ segir hún og bætir við að bílstjóri rút- unnar hafi verið einn í bílnum. „Ég á eftir að hitta þennan mann en sam- kvæmt mínum upplýsingum slapp hann með marbletti. Ég vona að það sé rétt.“ Beið eftir viðgerð Elísbet ber heilbrigðisstarfsfólki góða söguna en segir heilbrigðiskerfið í molum. „Ég var strax send á bráða- móttökuna í Fossvogi en þar sem TS- tækið var bilað var farið með mig á Hringbraut. Í sjúkraskýrslunni minni stendur: „sjúklingur var geymdur á meðan viðgerð fór fram“. Það segir allt um ástandið. Ég var með blæðandi milta og blæðandi ósæð. Það hefur ekki hjálpað að þurfa að hendast á milli spítala með allar þessar inn- vortis blæðingar. Þessi bið getur ekki hafa haft jákvæð áhrif. Ég lendi í slys- inu um hálf ellefu um kvöld og er ekki komin í aðgerð til að loka ósæðinni fyrr en um fjögur um nóttina. Hins vegar er mér efst í huga þakk- læti gagnvart heilbrigðisstarfsfólkinu. Það var alveg sama hver kom að mín- um bata. Þetta frábæra starfsfólk á miklu betra skilið og á ekki að þurfa að vinna við þessar aðstæður og vera auk þess á lúsalaunum. Sú þjónusta sem ég hef fengið hjá þessu fólki er með ólíkindum, miðað við ástandið og þær aðstæður sem fólki er boðið að vinna við. Ef eitthvað var ekki til á spítalanum kom fólk með það að heiman,“ segir hún hrærð en starfs- fólk spítalans færði Elísabetu með- al annars kjötsúpu og heilsukodda að heiman. „Ég get ekki hugsað til þessa fólks án þess að tárast og ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir þetta stórkostlega starfsfólk. Þetta eru englar með stór hjörtu og ég veit að þau fylgjast enn með mér.“ Saknar ömmustelpunnar Elísabet er enn að átta sig á stöðunni en ljóst er að líf hennar verður aldrei eins. „Ég á mína slæmu daga en ég reyni að vera jákvæð og bjartsýn. Ég veit að það gerir þetta enginn fyrir mig. Það er algjörlega undir sjálfri mér komið hvernig framhaldið verður. En þetta er gríðarlegt áfall; að vera kippt svona úr út lífinu. Og það er enginn möguleiki á að spóla til baka og fara þangað sem ég var áður en þetta gerðist. Slysið hefur krafist alls kyns breytinga á mínu lífi. Ég varð að flytja í nýtt bæjarfélag. Ég kemst ekki inn í íbúðina mína og bý eins og er hjá foreldrum mínum. Ég hef líka tekið nærri mér að geta ekki verið með ömmustelpuna mína, hana Kristínu Báru, en ég vona bara að betri tímar komi og ég verði fær til þess. Auðvitað koma erfiðir dagar en svo koma líka góðir dagar, dagar þegar ég get staulast þrjú skref án þess að nota hækjur. Ég er kannski ekki með falleg- asta göngulagið á landinu en þegar það tekst líður mér eins og ég hafi unnið Ólympíuleikana. Í dag á ég fleiri góða daga en slæma og er þakklát fyrir það. Dagur- inn getur samt orðið frekar þunnur og lengi að líða og ég er mikið upp á aðra komin. Ég er mjög sjálfstæð að eðlis- fari og finnst erfitt að biðja um hjálp. Ég mætti vera duglegri við það því þá væru dagarnir einfaldari. Stundum kemst ég ekki út heilu dagana.“ Annað bílslysið Elísabet er öryrki en árið 1995 ók hún út af. „Þá var ég með börnin mín með mér en þau sluppu bæði sem betur fer. Þetta fer að verða spurning um að fá sér þyrlu. Já, eða reiðhjól,“ segir hún og brosir út í annað. Aðspurð viðurkennir hún að hafa orðið reið yfir sínu hlutskipti. „Ég hef orðið reið og ég hef verið niðurbrotin. Þá græt ég og loka mig af. Ég held að það sé bara eðlilegt. Samt reyni ég að dvelja ekki of lengi í slíkum hugsun- um. Ég hef mestar áhyggjur af því að leggja þetta allt saman á foreldra mína og börnin mín. Það er oft erfið- ast að horfast í augu við það hvað ég er að leggja á aðra. En sem betur fer ég hef fengið að finna í öllu þessu ferli hvað ég á góða að. Maður verður bara að vera smá Pollíana í sér og hugsa hversu heppinn maður er, þrátt fyrir allt. Mænan slapp og ég er á lífi.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Kannski er nóg að skipta um hné en kannski verður að taka vinstri fótinn Elísabet Markúsdóttir slasaðist alvarlega þegar hún keyrði framan á rútu í fyrrasumar. Elísabet ber heilbrigðisstarfsfólki góða söguna en segir ís- lenska heilbrigðiskerfið í molum. Elísabet hlaut mikla innvortis blæðingar en varð að bíða á meðan viðgerð á tækjum Landspítalans stóð yfir. Pollíana Elísabet segist hafa gert sér grein fyrir því að framhaldið sé algjörlega undir henni komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.