Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 16.–19. maí 2014 Þegiðu, háttvirtur þingmaður Ég er bara miður mín, algjörlega miður mín Mér fannst ég vera á sjálfsvígsvakt Andstyggileg upplifun barns Steingrímur J. Sigfússon fékk nóg af Vigdísi Hauksdóttur. – Alþingi H eimili þúsunda íslenskra barna eru í rúst, undirlögð af alkóhólisma, sjúkdómi sem sundrar og tætir í sig alla sem fyrir honum verða. Áfengis­ drykkja er samfélagslega sam­ þykkt athöfn og svigrúmið til þess að drekka er mikið, þótt vitað sé að það muni alltaf einhverjir verða stjórnleysinu að bráð. Og þegar það gerist mun það hafa alvarleg áhrif á alla sem standa þeim nærri. Líka börn. Talað er um að með hverjum virkum alkóhólista þjáist fjórir aðstandendur. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur, því hann ræðst á heilu fjölskyldurnar og heldur þeim í heljargreipum. Börn sem alast upp við alkóhól­ isma upplifa oft skömm og fara í felur með aðstæður sínar. Þau upp­ lifa sig ein í þessum aðstæðum því þau vita ekki að þessi sjúkdómur er vel þekkt samfélagslegt vanda­ mál sem er svo algengt að talið er að 20.000 íslensk börn alist upp við alkóhólisma. Það er sjaldan talað um þessi börn og þau eru hvergi sýnileg í íslensku samfélagi. Raddir þeirra heyrast nánast aldrei. Ekki nema einstaka sinnum og þá helst þegar uppkomin börn alkóhólista stíga fram og segja frá reynslu sinni af því að búa við ástand sem helst mætti líkja við stríðsástand þegar verst lætur, eins og Róbert Marshall gerir nú í helgarblaði DV. Faðir hans var fár­ sjúkur alkóhólisti og Róbert lýsir óvissunni, óttanum og óörygginu sem fylgdi drykkjunni. Hann segir frá því þegar hann var farinn að kvíða jólunum sjö ára af því að áður höfðu hátíðarhöld leyst upp í drykkjulátum, öskrum og ofbeldi. Hann segir líka frá því þegar hann flúði inn í baðherbergi og læsti sig þar inni í helgarheimsókn til föður síns sem var þá farinn að drekka. „Pabbi varð ofbeldisfullur með víni. Þetta var hörmulegt ástand. Þótt æska mín hafi ekki verið sam­ felldur táradalur þá var þetta ein hliðin á henni. Það var margt gott í mínu lífi en þetta var andstyggi­ legt.“ Saga Róberts er einstök, því hún er saga hans, upplifun eins manns. Um leið er hún saga margra barna sem sum hver eiga sér engan málsvara og búa við sambæri­ legar aðstæður í dag. Börn sem hafa ekkert val og geta ekkert við þessu gert annað en að láta sig hafa það sem á þeim dynur. Börn sem læra snemma að þekkja flóttaleið­ irnar og bjarga sér. Börn sem reyna að gera það besta úr aðstæðunum. Þau eiga þetta sam­ eiginlegt, að öðru leyti eru aðstæður þeirra eins margvíslegar og þau eru mörg. Þetta eru börn úr alls konar fjölskyldum. Birtingar­ myndir alkó­ hólismans eru margar. Umboðs­ maður barna gerði vel þegar hann skipaði sérfræðihóp barna alkó­ hólista í sam­ starfi við SÁÁ. Sérfræðihópurinn fund­ aði með félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra og skilaboð­ in voru þessi: Foreldrar þeirra eru gott fólk á vondum stað. Það hjálpar hvorki þeim né börnun­ um að dæma þá sem sitja fastir í klóm sjúkdómsins. En það get­ ur hjálpað að mæta þeim for­ dómalaust, tala opinskátt um vandann og finna leið­ ir til lausnar fyrir þessi börn. Af því mörg þeirra fá aldrei viðeigandi hjálp til að takast á við álagið heima, sem er þess eðl­ is að það getur haft marg­ víslegar afleiðingar fyrir þessi börn, tilfinninga­ legar og félagslegar. Ef ekkert er að gert get­ ur það markað líf þeirra til fram­ búðar. Það þarf að hjálpa þessum börnum. n Heppileg skoðun Auglýsingaherferð Íslenskrar erfðagreiningar um lífsýnasöfn­ un fyrirtækisins hefur varla far­ ið framhjá neinum undanfarna daga. Fyrirtækið hefur auglýst á heilu opnunum í Fréttablaðinu í vikunni og eins á vefmiðlinum Vísi.is. Síðastliðinn þriðjudag bar svo við að leiðari Ólafs Stephen- sen, ritstjóra Fréttablaðsins, fjall­ aði með afar jákvæðum hætti um söfnunina. Undir leiðaranum var svo auglýsing frá ÍE og næstu síðum var opnuauglýsing. Í ljósi þessa verður það að teljast heppi­ leg tilviljun hvað skoðun ritstjór­ ans á lífsýnasöfnuninni var ein­ dregið jákvæð. Hefur því verið fleygt fram að hér sé um að ræða fylgifisk fríblaðamenningarinnar. Vandræði vegna Vísis Framsóknar­ flokkurinn í Norðurþingi er í nokkrum vand­ ræðum vegna lokunar Vísis á fiskvinnslu sinni á Húsavík en eins og greint hefur verið frá tapast fjölmörg störf vegna hennar. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for­ sætisráðherra er fyrsti þingmað­ ur Framsóknar í kjördæminu en hefur ekki þótt bregðast við lokuninni með afgerandi hætti og sat til dæmis ekki neyðarfund vegna hennar í apríl síðastliðn­ um. Þá var Sigmundur Davíð gagn­ rýndur harkalega á þingi vegna viðbragða sinna í Vísismálinu. Nú er svo komið að framsóknar­ menn í Norðurþingi telja sum­ ir að best sé kannski bara fyrir flokkinn að formaðurinn verði ekki áberandi í kjördæminu fyr­ ir komandi sveitarstjórnarkosn­ ingar. „Málþóf- strikk“ Jóhannes Þór Skúlason, að­ stoðarmaður Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, var pirraður á miðvikudagskvöldið. Þá hafði óprúttinn aðili sett inn niður­ teljara á internetið þar sem talið var niður þar til fólk gæti byrjað að sækja um skuldaleiðréttingar. Ljóst var á þeim tíma að loforð Sigmundar Davíðs um að hægt yrði að sækja um skuldaafskrift þann 15. maí gengi ekki eftir. Tengdi hann niðurteljarann við meint málþóf stjórnarandstöð­ unnar á Alþingi vegna afskrifta­ frumvarpanna og kallaði hann „sennilega aumkunarverðasta málþófstrikk“ sem hann hefði séð. Sigmundur lenti í nokkrum vanda vegna tafarinnar á Alþingi á fimmtudag og sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, að málflutningur forsætisráðherra um málþóf stæðist ekki skoðun. Y firstandandi kjörtímabil hef­ ur einkennst af því að lang­ þráður friður og ákveðin ró hefur skapast í borgarmálun­ um. Það er mikilvægt að á því verði framhald. Ég vona að allir borgar­ búar kynni sér málin í aðdragandi kosninga og nýti rétt sinn til að kjósa. Skýrar áherslur í kosningabaráttunni Samfylkingin í Reykjavík kynnti áherslur sínar í vikunni fyrir borgar­ stjórnarkosningarnar 31. maí næst­ komandi. Megináherslur okkar er uppbygging húsnæðis fyrir alla og bættur hagur barnafjölskyldna. Svo erum við líka með ítarlega stefnu í skóla, velferðar­, umhverfis­ og sam­ göngumálum auk málefna fatlaðs fólks og eldri borgara svo eitthvað sé nefnt. Alla stefnuna á kynna sér á nýrri heimasíðu: www.xsreykjavik.is 2.500 leiguíbúðir Í stuttu máli ætlum við á næstu þremur til fimm árum að beita okkur fyrir því að 2.500–3.000 leigu­ og bú­ seturéttaríbúðum fari í uppbyggingu í Reykjavík. Við leggjum sérstaka áherslu á að byggja upp fjölbreytt­ ar íbúðir á viðráðanlegu verði sem henta öllum aldurshópum – þar með talið eldri borgurum og ungu fólki með börn. Um leið verður lögð sér­ stök áhersla á að íbúðirnar séu vel staðsettar og í góðum tengingum við almenningssamgöngur og aðra nauðsynlega þjónustu. Bættur hagur barnafólks Samkvæmt lífskjararannsóknum eiga barnafjölskyldur í borginni hvað erfiðast með að ná endum saman. Við viljum hækka frístundastyrkinn í 50 þúsund krónur á ári með hverju barni og fjölga þeim fjölskyldum sem njóta systkinaafsláttar með því að taka upp afslátt fyrir foreldra sem eiga börn bæði í leikskóla og á frí­ stundaheimili. Ávinningur þeirra foreldra mun nema 80–100 þúsund krónum árlega, misjafnlega mik­ ið eftir fjölda barna og aldri þeirra. Við viljum líka taka yngri börn inn á leikskóla í áföngum og auka þátt­ töku barna af erlendum uppruna í íþrótta­ og frístundastarfi. n Fjölbreytt húsnæði fyrir alla og bættur hagur barnafólks Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Kjallari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari „Foreldr- ar þeirra eru gott fólk á vondum stað MynD SIGtryGGur ArI JoHAnnSSon Margrét Lára Jónasdóttir var miður sín því senda átti eiginmann hennar úr landi. – DV.is Freyja Gunnarsdóttir fylgdi dóttur sinni í gegnum alvarlegt þunglyndi. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.