Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 28
Helgarblað 16.–19. maí 201428 Fólk Viðtal Róbert Marshall hefur horfst í augu við há- karla og klifið hæstu fjöll heims, ferðast á framandi slóðir og hitt Mandela og Muhammed Ali. Eftir lífs- hættulegt vélsleðaslys er hann hvergi nærri hættur, staðráðinn í að ná aftur fyrri styrk. Hann varð ungur vitni að banaslysi og segir frá uppvextinum: drykkjulát- unum, ofbeldinu og föður sem hvarf. Og því þegar hann þurfti sjálfur að takast á við eigin alkóhólisma. R óbert hefur alltaf verið mað­ ur ævintýranna. Hann æfir bardagaíþróttir, hjólar, synd­ ir, kafar, hleypur maraþon og gengur á fjöll. Nefndu íþróttina og hann hefur stundað hana, svo lengi sem það er eitthvað fútt í henni. Og fjölskyldan með. Nú síðast ákvað hann að fara í fimm vikna bakpokaferð til Taílands með fjölskyldunni þar sem 14 ára dóttir hans ætlaði að taka köfunar­ próf. Annað var ekki ákveðið, átti bara að ráðast á staðnum. „Það er það skemmtilegasta við að ferðast, að fara bara eitthvert. Þetta var ævintýraferð sem við vorum búin að safna lengi fyrir. Ég var búinn að fá varamann til þess að koma inn á þing fyrir mig og ætlaði í launalaust leyfi. Það er rosalega gaman að ferð­ ast með börnum. Það eru bestu fjöl­ skyldustundirnar, þetta er svo mikil samvera og upplifunin er svo sterk. Og við fáum að vera krakkar með börn­ unum okkar. Við erum bara eitthvert lið að leika okkur.“ Viku fyrir brottför varð hins vegar ljóst að ekkert yrði úr ferðinni að sinni. Annars konar ferðalag beið hans og ekki eins skemmtilegt. Sex metra fall Sunnudaginn 22. mars fór hann í dagsferð á vélsleða með vini sín­ um. Ferðin fékk óvæntan endi þegar Róbert hrapaði skyndilega fram af hengju og féll niður um sex metra. Við fallið hlaut hann margvíslega og alvarlega áverka og þar sem hann beið eftir björgunarsveitinni fann hann að dauðinn var nærri. Um tveir mánuðir eru liðnir frá því Róbert var sóttur með þyrlu til Reykjavíkur og lagður inn á gjörgæslu þar sem hlúð var að honum. Hann er kominn heim og tekur á móti blaða­ manni á heimili sínu í Vesturbænum. Fyrir utan stendur mótorhjól en Ró­ bert sver það af sér. Hann er ekki svo brattur að hann sé farinn að aka um á mótorhjóli. Það er bróðir hans sem gerir það. Við svona slys breytist afstaðan til lífsins segir Róbert um leið og hann kveikir undir katlinum og rótar í eld­ hússkápunum í leit að teinu sem hann langar í. Eitt af því sem eftir situr er löngun­ in í að vita hvort að faðir hans sé lífs eða liðinn. „Ég sá pabba minn síðast árið 2001 í London. Ástandið á hon­ um þá var þannig að það er eiginlega útilokað að hann sé lifandi. Hann var 58 ára en leit út fyrir að vera áttræður, með göngulag þeirra sem eru komnir með varanlegan heilaskaða.“ Faðir hans var fársjúkur alkóhólisti og Róbert mat það sem svo að hann gæti ekki hjálpað honum frekar. Það væri ekkert meira sem hann gæti gert. „Í seinni tíð hefur það nagað mig að hafa aldrei leitað hans og eftir þetta slys hefur það sótt á mig. Mig langar að vita hvað varð um pabba,“ útskýr­ ir Róbert. „Hluti af því að fara í gegn­ um áfallahjálp er að fara í gegnum fyrri áföll því það er hætt við því að þú hafir ekki afgreitt þau. Ég finn að ég á óuppgerðar sakir við föður minn. Við systkinin eigum eftir að komast að því hvað varð um pabba okkar. Við verð­ um að gera það á okkar tíma og á okk­ ar forsendum en mér líður eins og þurfi að gera það núna.“ Slasaðist áður, á Ítalíu Það hvín í katlinum, vatnið er orðið heitt og við setjumst með tebollana inn í stofu. Róbert hallar sér aftur í sóf­ anum, það er þægilegasta stellingin fyrir mann sem er allur laskaður að innan. Í slysinu braut hann rifbein og skaddaði hryggjartinda, lifur, lunga og nýra auk þess sem höndin mölbrotn­ aði, en hann kveinkar sér ekki. Þvert á móti, hann ber sig vel og lítur vel út, er reyndar tíu kílóum léttari en fyrir slys, en ef það væri ekki á allra vitorði að hann hefði horfst í augu við dauð­ ann þá væri það ekki að sjá á honum heldur. „Ég finn að ég er þroskaðri en ég var. Það hefur hjálpað mér að takast á við þetta. Á fyrsta degi ákvað ég að vera jákvæður, fagna öllu sem ég fæ og gleðjast yfir því sem ég get. Af því að ég hef áður slasast og þá var ég ekki já­ kvæður og það var mjög erfitt.“ Fyrir tæpum tíu árum var hann á skíðum á Ítalíu og braut þrjú rifbein á stökkpalli. „Það var mjög vont og ég varð þunglyndur og fúll sem var ekki til að bæta það. Það hjálpaði mér ekk­ ert. Ég gat ekki breytt því sem gerð­ ist. Núna fer ég með æðruleysisbæn­ ina, sætti mig við það sem ég get ekki breytt, bið um kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Reiður hálfa ævina Síðustu fimm ár hefur Róbert verið í tólf spora samtökum, eða allt frá því að hann hætti að drekka. Og það er svona sem sú vinna hefur hjálpað honum. „Tólf spora vinna snýst um að vera heiðarlegur við sjálfan sig, viður­ kenna brestina og horfast í augu við þá.“ Það kom á daginn að það var fyrst og fremst hann sjálfur sem hann þurfti að sættast við og fyrirgefa. „Ekki síst vegna þess að hálfa ævina var ég reið­ ur pabba mínum fyrir að vera alkó­ hólisti og flosna upp úr lífinu og út úr mínu lífi um leið, fyrir að hafa skil­ ið okkur eftir og aldrei náð sér. Reiðin var sprottin af algjöru skilningsleysi og þekkingarleysi á því hvaða sjúk­ dóm hann var að glíma við. Þegar þetta er grunnurinn sem þú leggur upp með þá beinir þú reiðinni líka annað. Þegar ég drakk þá var ég ekki endilega verstur á meðan ég var að drekka heldur þess á milli þegar ég var að segja hluti af hvatvísi og fljót­ færni. Ég var orðheppinn, átti gott með að setja hluti í samhengi og segja þá þannig að það sveið undan. Það fylgdi mér í blaðamennsku og for­ ystustörfum fyrir Blaðamannafélag­ ið að láta aldrei neinn eiga neitt inni hjá mér og svara fyrir mig. Sem var sprottið af óöryggi og reiði. Og því að ég vildi ekki játa óöryggi mitt fyrir neinum og var alltaf að passa upp á egóið. Það stýrði mér. Um leið og ég náði tökum á því fann ég fyrir rósemd og innri friði og varð mikið afslappaðri gagnvart því sem fólki fannst um mig.“ Kveið jólunum Reiðin var kannski skiljanleg að vissu leyti, því svo lengi sem Róbert man hefur faðir hans drukkið illa og það mótaði líf þeirra allra. „Heimilis­ lífið var undirlagt alkóhólisma. Því drukknari sem hann varð því ömur­ legra varð það. Það er hlutskipti barna alkóhólista að búa við óöryggi, að reyna að axla ábyrgð á ástandinu, leita eftir því þegar maður kemur heim hvort það sé allt í lagi eða hvort mað­ ur ætti frekar að leita skjóls hjá vinum sínum. Jól eyðilögðust þegar hátíðar­ höldin leystust upp í drykkjulátum, öskrum, gargi og ofbeldi. Pabbi varð ofbeldisfullur með víni. Þetta var hörmulegt ástand. Þótt æska mín hafi ekki verið samfelldur táradalur þá var þetta ein hliðin á henni. Það var margt gott í mínu lífi en þetta var andstyggi­ legt. Ég þurfti að fyrirgefa honum og sjálfum mér tilfinningarnar sem ég bar gagnvart honum, ósanngirnina, reiðina og skilningsleysið. Af því að sem barn hafði ég ekki val. Börn alast upp við þessar aðstæð­ ur og gera þær að sínum. Þú sérð það á öllum fréttamyndum frá verstu átakasvæðum heims að börn sætta sig við hörmulegar aðstæður. Þau láta sig bara hafa það.“ Róbert stóð þó ekki á sama. „Ég sagði einu sinni við mömmu að ég von­ aði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Mamma hefur sagt að það hafi verið ein af mörgum ástæðum þess að hún gat ekki verið með honum lengur. Því þarna var ég, sjö ára pjakkur, að kvíða jólunum. Það er eins óeðlilegt og það verður. Börn eiga að hlakka til jólanna.“ Læsti sig inni á baðherbergi Skömmu síðar slitu foreldrar hans samvistir. Róbert var sjö ára þegar fað­ ir hans fór út af heimilinu og flutti fljót­ lega frá Vestmannaeyjum, æskuslóð­ um Róberts, til Reykjavíkur. Næstu ár var sambandið milli þeirra feðga slitrótt þar til það slitnaði alveg. Af og til fór Róbert í heimsókn til hans en þessum heimsóknum fylgdi sjaldnast mikil gleði. „Endurfundirnir voru oft þannig að hann var að drekka. Ég man eftir því að hafa læst mig inni á klósetti hjá honum í einni helgarheimsókn­ inni og neitað að koma út fyrr en hann var búinn að fá frænda minn á stað­ inn. Af því að pabbi var byrjaður að drekka og sem krakki ætlaði ég ekki að vera hjá honum á meðan. Það vakti slík viðbrögð hjá mér að í hvert skipti sem ég sá hann drekka fylltist ég ótta og óþægindum og vildi ekki vera ná­ lægt honum.“ Alkóhólisminn hafði þær af­ leiðingar að Róbert varð frekar baldinn krakki. „Það mátti enginn segja neitt án þess að ég væri kominn í slag. Á sama tíma hékk ég mikið á bókasafninu og las. Ég sé það núna að hvort tveggja var flóttaleið, að lesa og „Ég hoRfði á menn deyja“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Í því felst ótrúleg hamingja að geta fyrirgefið „mig langar að vita hvað varð um pabba minn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.