Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Qupperneq 34
6 Garðrækt og sumarhús Helgarblað 16.–19. maí 2014 Betra líf! ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA... 100% LÍFRÆNT FÓÐUR FYRIR HUNDINN ÞINN! FÆST HJÁ: VÍÐIR, HAGKAUP, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM „Griðastaður manna og fugla“ n Gylfi Jón Gylfason á lítið sumarhús við Garðskagafjöru n Dvelur í því 100 daga á ári F egurðin í briminu þarna er engu lík,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Gylfi Jón á lítið sum- arhús í landi Hafurbjarnarstaða, við Garðskagafjöru, á milli Garðs og Sandgerðis. Húsið er svolítið óvenjulegt fyrir þær sakir að íburður er þar í algjöru lágmarki. Gylfa Jóni hefur tekist að byggja upp notalegan sama- stað, steinsnar frá höfuðborginni, fyrir, þegar allt er talið, fáein- ar milljónir króna. Þær má líklega telja á fingrum annarrar handar. „Þáverandi eigandi bauð mér að koma húsunum í íbúðarhæft stand, gegn því að ég eignaðist helm- inginn,. Ég keypti svo seinna hinn helminginn,“ segir Gylfi Jón við DV. „Nálgunin var að við myndum nýta það sem til væri og kaupa notaða hluti ódýrt eða fá gefins. Við fórum í þetta þannig.“ Ekkert keypt nýtt Gylfi Jón bjó sér til verðmætan griðastað úr nánast engu. Húsin hafi verið óklædd, óeinangruð, glugga- og hurðarlaus og ónothæf í því ástandi sem þau voru. Hann leitaði allra leiða til að standsetja húsin með lágum tilkostnaði. Hann nefnir sem dæmi að klæðningin á húsið hafi verið fengin hjá nágranna sambýliskonu hans. „Hjá grannan- um var timburstafli í garðinum sem hafði legið lengi. Ég gekk yfir, bank- aði upp á og spurði hvort hún vildi selja mér stabbann,“ segir Gylfi en nágranninn vildi að hann fengi hann án greiðslu. Úr varð að Gylfi greiddi fyrir timbrið með rauðvíns- flösku og ostakörfu „og svo negldi ég klæðninguna samviskusamlega á bústaðinn.“ Gylfi nefnir fleiri dæmi af sama toga. „Smiðurinn sem var mér innan handar var að skipta um hurðir hjá einhverjum og gaf mér þær gömlu. Vinur minn gaf mér klósettið og vaskinn. Húsgögn eru að stærstum hluta úr dánarbúi afa míns. Þetta er allt í þessum dúr en ég hef líka keypt á Barnalandi,“ segir hann. Gylfi hefur lítið sem ekkert keypt nýtt í bústaðinn. Sérkennilegir Íslendingar Reykjanesskaginn er ef til vill ekki þekktur fyrir eftirsóttar sumarhúsa- lóðir. Hvers vegna skyldi það vera? Gylfi Jón hefur svörin á reiðum höndum. „Íslendingar eru bara svo sérkennilegir. Ef við værum í Dan- mörku þá væri þetta dýrasta sum- arbústaðalóðin. Þarna er stór og falleg hvít fjara og Snæfellsjökull- inn blasir við. Fuglategundir eru á svæðinu í tugum, hestar eru á vappi sem og önnur dýr. Þarna er ekki kjarr og þá finnst Íslending- um þetta ekki passa,“ segir hann og bendir á að tvær sundlaugar séu í þriggja mínútna akstursfjar- lægð. Golfvöllur Sandgerðis sé í göngufæri og annar í fjögurra mín- útna akstursfjarlægð, auk sund- laugarinnar í Reykjanesbæ. „Hér er veitingastaður í 10 mínútna göngu- færi en maður er samt úti í náttúr- unni.“ Hundrað dagar á ári Gylfi Jón notar bústaðinn afar mikið, enda aðeins í rúmlega hálf- tíma fjarlægð frá heimili hans og í tíu til fimmtán mínútna fjarlægð frá vinnustaðnum, í Reykjanesbæ. Hann skýtur á að hann og hans fólk sé í bústaðnum að lágmarki hund- rað daga á ári. „Þetta er griðastað- ur manna og fugla. Það er ein- hver hreyfing í kringum bústaðinn í hverri einustu viku. Ég er fugla- áhugamaður og nýt þess að fylgjast með þeim; tína egg í heiðinni eða veiða í nágrenninu. Svo hef ég gert það að áhugamáli mínu að halda Garðskagafjöru hreinni.“ Hann tek- ur líka fram að veiðifélagar hans og ættingjar njóti góðs af bústaðnum og hann standi vinum ávallt opinn. Það hafi þeir nýtt sér, þó hann sé stundum fjarri. Þá hefur hann í eitt skipti boðið óþekktum kanadískum ferðamönnum, sem voru í vanda staddir, afnot af húsinu, vikulangt. Þau tóku meðfylgjandi myndir. Kyndir með rekaviði Húsin þrjú, sem Gylfi Jón raðaði saman og tengdi með sólpalli, eru saman um fjörutíu fermetrar. „Stóra“ húsið er 21 fermetri. Þar er alrými, svefnherbergi og baðherbergi en húsið er kynnt með rekaviði og af- gangstimbri sem hann brennir í kamínu sem keypt var notuð á Barna- landi. Gylfi segir að rekstrar kostnaður sé því í algjöru lágmarki. Góð svefn- aðstaða er einnig í minni húsunum tveimur. „Níu manns geta auðveld- lega átt þarna næturstað – og fleiri ef fólk er til í að búa þröngt,“ segir hann. Og Gylfi Jón hefur með vinum og fjölskyldu átt margar góðar stundir í þessum húsum, sem hann lauk við að standsetja fyrir örfáum árum. Í húsa- þyrpingunni við Garðskagafjöru gilda nefnilega sérstakar reglur. „Þetta er þannig staður að ég er ekki hrifinn af því að menn séu þar með síma og tölvur. Í húsinu er ekkert sjónvarp og það er engin tilviljun.“ Hann vill að þarna ríki kyrrð og friður; frí frá dag- legu amstri. „Þegar ég er þarna einn þá kveiki ég helst ekki á útvarpi. Ég opna heldur dyrnar og hlusta á fugl- ana, vindinn og brimið,“ segir hann að lokum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Á staðnum er auðvitað sturtuaðstaða, eins og í öðrum og íburðarmeiri sum- arhúsum. Gylfa Jóni fannst óþarft að eyða plássi innandyra fyrir sturtuna svo hann bjó til útisturtu. Útisturtan er einföld, sturtuhausinn stendur beint út úr út- veggnum. Ekkert skjól. Hann viðurkennir að unnusta hans hafi ekki verið of hrifin af uppátækinu – enda hafi „söluræðan“ ekki gengið sem skildi. „Hún kvartaði undan því að hún væri berskjölduð í sturtunni. Að einhver myndi sjá hana. Ég sagði henni að það væri vitleysa – hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hingað ætti enginn erindi. Til að sanna mál mitt afklæddist ég í snatri og stormaði einbeittur og allsnakinn út í sturtu við mikil fagnaðar- læti unnustunnar. Ég var ekki fyrr búinn að setja sjampó í hárið, uppfullur af ánægju þess sem hefur alltaf rétt fyrir sér, þegar upp úr fjörunni steig heill her fugla- skoðara með gæðamyndavélar og stórar aðdráttarlinsur,“ segir Gylfi sposkur. „Ég vaktaði tímarit og fésbókarsíður í nokkrar vikur eftir þetta þar sem ég óttaðist að mynd af mér kæmi á forsíðu í einhverju fuglaskoðunartímaritinu, en það slapp til.“ Hann tekur fram að unnustan hafi enn ekki prófað sturtuna. Hann tekur fram að unnustan hafi enn ekki prófað sturtuna. Fegurð Eins og sjá má er útsýnið úr bústaðnum stórbrotið, sérstaklega þegar vel viðrar. Staðurinn er ansi magnaður til baðferða. Myndir rocKy VacHon notalegt Innanstokksmunir bera þess merki að eigandinn er veiðimaður; veiði- stangir hanga í loftinu og uppstoppaður silungur á veggnum. Kamínan, vinstra megin við miðju myndarinnar, heldur húsinu heitu. Gestgjafinn Gylfi Jón grillar ofan í svanga gesti. Í húsunum geta níu manns gist. Víðátta Gylfi Jón í Garðskagafjörunni, ásamt góðum vini. Útisturta með útsýni„Ef þetta væri í Danmörku þá væri þetta dýrasta sumarbústaðalóðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.