Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Page 42
Helgarblað 16.–19. maí 201434 Fólk Viðtal kynslóð sem tók sér aldrei frí. En hann hafði hvorki hugarfar né að- stæður til að átta sig á mikilvægi þess að gera stundum ekkert annað en vera bara með börnunum sín- um. Ég sakna þess að hafa ekki feng- ið bara einn svoleiðis dag með hon- um á meðan hann var í fullu fjöri. Að hann veldi mig fram yfir allt ann- að þegar ég var barn. En kannski út af þessu finnst mér fátt mikilvægara í dag, þrátt fyrir annríkið, en að gera einmitt ekkert annað en bara vera með börnunum mínum.“ Áttrætt nýja sextugt Ég verð sennilega kominn á eftirlaunaaldur þegar Sól flytur að heiman. Sumum finnst það pínu ósanngjarnt fyrir hana. En er ekki áttræðisaldurinn í dag hinn nýi sex- tugsaldur Íslendinga fyrir nokkrum áratugum? Systir konunnar minnar, Kristjana Bergsdóttir, hljóp Ironman á sjötugs aldri. Hið virka aldurskeið okkar hefur lengst svo mikið og ég held að ég sjái fáa galla á því að fólk sem hefur öðlast aðeins meiri þroska fái að takast á við foreldrahlutverk- ið. Að eiga barn og njóta samvista við það er svo gefandi. Það bráðnar allur klaki innan í þér, þú þiðnar og endurfæðist sjálfur ef þú ert tilbúinn í hlutverkið. Ég hef sæst við sjálfan mig, ég er frjálsari en ég var og það hlýtur að skila sér í skárra uppeldi. Í dag er ég til dæmis óhræddari en áður að tjá mig tilfinningalega. Mér finnst mikil forréttindi að fá að vera til og ég ligg ekkert endilega á að segja frá því. Þakklætið er svo góð tilfinning.“ Afi og pabbi samtímis Eldri dóttir Arndísar, Vigdís, á tvö börn en þær mæðgurnar stóðu í barneignum á svipuðum tíma. „Furðulegasta símtal sem ég hef orðið vitni að er þegar önnur hringir í hina og segist vera ólétt og hin svar- ar: Ég líka,“ segir Björn og hlær. Þau hjónin hafa því verið í afa- og ömmu- hlutverkinu samhliða foreldrahlut- verkinu. „Þegar Vigdís kemur með afa- og ömmubörnin í heimsókn höfum við orðið haugrugluð hver sé mamma og pabbi, hver sé amma og afi, því börn og barnabörn eru á sama aldri og maður er ýmist pabbi eða afi, til skiptis svona. Það getur orðið fyndið. Vissulega er frábært að halda á ungri afastelpu og maður finnur fyrir sama kærleikanum og gagnvart eig- in barni en ég viðurkenni að það er ómetanlegt að geta kallað: Hún er búin að kúka á sig,“ segir Björn og brosir og bætir svo við: „Það er pínu skrítið að sjá sitt eigið andlit verða gamalt og hrukkótt, sjá gráu hár- in koma og horfa á önnur detta af á sama tíma og mér líður eins og ég hafi aldrei verið kraftmeiri eða yngri í anda. Ég verð hissa þegar ég lít í speg- il að morgni dags því þar horfir ekki framan í mig ungur maður, en að öðru leyti finn ég lítið fyrir aldrin- um. Mér finnst mun auðveldara að vera til í dag en á þrítugsaldrinum sem mér fannst alerfiðastur. Ég vissi ekkert hvað ég átti að verða, fannst ég ekki geta einbeitt mér að neinum hlut, námssagan var blóði drifin, ég flakkaði um og kunni ekki að vera fullorðinn en kannski var ég bara ómeðhöndlað „keis“. Margir vina minna sviptu sig lífi, sá yngsti aðeins átján ára gamall. Þegar maður gengur sjálfur um dimma dali og sér aðra ástkæra falla fyrir björg sér maður forréttindin í að fá að eldast. Það er ekki langt síðan fimmtugt fólk var að jafnaði dautt í heiminum, slitið og ónýtt. Að eldast gerir manni líka miklu auðveldara að velja en ungu fólki. Ég hef gert svo mörg mistök að ég hef orðið einhverja hugmynd um hvað gengur og hvað ekki.“ Byrjaður aftur að drekka Björn fór í áfengismeðferð í árs- byrjun 2004. Eftir átta ára órofna edrúgöngu dró til tíðinda. „Daginn sem ég útskrifaðist með langþráða BA-gráðu sumarið 2012 langaði mig til að taka stöðuna á sjálfum mér. Ég hélt fjölskyldufund og spurði Arndísi og kó hvort ein- hver gerði athugasemd við að ég fengi mér í glas. Ég hafði unnið mik- ið í mér, hafði sótt AA-fundi allan tí- mann og var kominn með nýja gerð af sjálfstrausti, eitthvað sem mér fannst ekta. Dagurinn var fagur og ilmur af gullnu glasi eins og Jóhann Sigurjónsson orðaði það. Mér datt í hug að kannski væri ég ekki með ofnæmi fyrir áfengi, ekki lengur að minnsta kosti heldur hefði ég ef til vill fyrst og fremst haft ofnæmi fyr- ir sjálfum mér, sennilega vegna ómeðhöndlaðra andlegra kvilla. Þannig að ég bara gerði svolitla til- raun með fullu samþykki og vit- und minna nánustu. Ég var á edrú- göngunni þegar við Arndís hittumst fyrst, hún hafði ekki eina neikvæða minningu við djamm sem hafði far- ið úr böndunum. Tilraunin gekk ágætlega en mér finnst mikilvægt að reyna að koma því áleiðis að ég hvet engan til slíkrar tilraunastarfsemi.“ En gengur þetta alveg? „Já, tveimur árum síðar gengur þetta ljómandi, ég þarf ekki að verða full- ur þótt ég fái mér eitt glas. Detti ein- hverjum í hug að ég sé í afneitun þá gæti ég ítrekað að ég er kvæntur mjög sterkri konu sem myndi aldrei leyfa mér að gera eitthvað sem bitnaði á fjölskyldunni. Ef það hættir að ganga fer ég aftur á AA-fund. AA-samtökin kenndu mér mjög margt, þar er frá- bært fólk og ég sakna stundum vina minna en kannski eru þessi mál ör- lítið flóknari en sú umræða sem alla jafnan fer fram. Mér þótti ekki vænt um sjálfan mig og það var mér lífs- nauðsynlegt að taka langa pásu. Sá tími reyndist mér gjöfull og ég tókst á við hluti sem ég hafði ekki tekist á við. Það er AA að nokkru leyti að þakka hver ég er, inni í samtökunum lærði ég til dæmis að tala um tilfinn- ingar og koma út úr skelinni. En því er ekki að neita að það getur verið sterkt fyrir sterka konu að deila rauð- vínsglasi með manninum yfir góðri steik eða fá sér bjór á pallinum.“ Sól, dúx og þýskt hvítvín Björn viðurkennir að það sé ákveðið tabú að byrja að drekka aftur eftir meðferð. „En hver einasti Íslending- ur þekkir fimm til tíu einstaklinga sem hafa getað hætt og byrjað án þess að vinna sér eða öðrum tjón, frávikasagan er fyrir hendi. „Sá sem er í krísu ætti ekki að drekka illa. Það var drastísk aðgerð að fá mér ekki einn einasta bjór í átta ár en hún virkaði og hún var nauðsynleg. Skýrar línur virka oft best. Það er fátt sem jafnast á við sporin, þannig er það nú bara en auðvitað er þetta mitt líf þótt ég átti mig á að það geti orðið áhrif af svona viðtölum. Punkturinn er þessi: Ég yrði síð- asti maðurinn til að tala gegn AA og mikilvægi þess að tækla vanda sem hlýst af áfengisneyslu hér á landi en ég á mjög sterka konu sem væri örugglega búin að setja á mig frímerki og senda mig á AA- fund ef hún væri ekki sátt og sæi rautt ljós blikka, svo ég ítreki það. Það breytir því ekki að ég þekki fjölda fólks sem hefur náð frá- bærum árangri með því að hætta að drekka og lítur aldrei um öxl. Vissulega verður hver og einn að fá að hafa hlutina eins og honum hentar.“ Hvað varð fyrir valinu þegar þú tókst fyrsta sopann á útskriftar- deginum? „Hvítvín. Þetta var mik- ill gleðidagur. Ég upplifði stórkost- legan létti og þakklæti þegar ég hélt á gráðunni og ekki sló á gleðina að ég gamli karlinn skyldi dúxa í félagsvís- indadeild Háskólans á Akureyri og fá sérstaka viðurkenningu fyrir. Sól- in skein, ekki ský á himni. Við buð- um nokkrum vinum til veislu. Þýskt hvítvín virtist góð hugmynd og ég hélt fjölskyldufund og bara spurði. Ef svarið hefði orðið nei hefði ég ekki farið neitt lengra með þetta.“ Pólitíkin mikil mistök Þótt ritstörf og tónlist hafi átt hug Björns auk blaðamennsk- unnar daðraði hann við pólitíkina stuttu eftir hrun. Ákvörðun sem hann segir hafa verið mikil mis- tök. „Ákallið í samfélaginu var árið 2010 að allar hendur þyrfti á dekk. Ég var beðinn um að taka sjöunda sæti Vinstri grænna á Akureyri og féllst á eftir umhugsun svona til að sitja kannski í einni nefnd. 2010 var árið sem ég hélt að ég myndi kannski ekki snúa aftur í blaða- mennsku. 2010 var árið þegar ég áttaði mig ekki á því að minn styrk- ur yrði alltaf gagnrýnið sjónarhorn blaðamannsins eða fræðimanns- ins. Ég fór á einn einasta fund með þessum flokki sem vel hefði getað verið eitthvað annað og bar mikla virðingu fyrir öllu því starfi sem ég sá að þarna var unnið en fattaði strax að þetta væri ekki minn te- bolli. Ég held ég hafi fæðst til að standa á hliðarlínunni og rífa kjaft þegar þjóðfélagið er annars vegar. Ég yrði alltaf ónýtur í öllu flokksstarfi, ég skipti til dæmis um skoðun frá degi til dags í ESB-mál- inu og veit aldrei hvað ég ætla að kjósa fyrr en ég mæti á staðinn. Það er mjög mikilvægt að blaða- menn séu frjálsir og dragi ekki taum neinna sterkra afla. Það voru mistök að þiggja þetta sæti. Bless- unarlega eru Vinstri græn valdlaus, hér eiga gömlu valdaflokkarnir stærstan part samfélagsins, en mér finnst samt miður að hafa gert þessi mistök því hvað á blaðamaður undir sér annað en trúverðugleik- ann? Ég þurfti að vera á listanum fram yfir kosningar en daginn eftir kjördag sendi ég listanum afsök- unarbeiðni og sagði mig umsvifa- laust frá flokknum. Það er loforð að ég mun aldrei ganga stjórnmálaafli á hönd í þessu landi.“ Bæði skáld og blaðamaður Sjötta bók Björns er væntanleg. „Hún nefnist Heimilisvinirnir og er innlegg í umræðu um blaða- mennsku. Hugsuð bæði fyrir al- menning og blaðamenn. „Mér finnst ákveðinn misskilningur úti í samfélaginu gagnvart „varðhunds“ blaðamennsku eins og við ræddum í upphafi. Það er oft stutt í persónu- árásir þegar sagðar eru fréttir sem þarf að segja þótt þær séu óþægi- legar. Sumpart á þetta sér kannski sögulegar skýringar, enda stutt síð- an flokkarnir ritstýrðu blöðunum og við vorum vön að safnast í nokk- ur lið, með eða á móti. Það er margt gott um blaða- mannastéttina að segja en það mætti ef til vill auka hugrekki innan hennar. Þessi nýja bók er sambland af persónulegri reynslu minni síð- ustu 22 árin í blaðamennsku en hún er líka fræðileg stúdía. Bókin er tilraun til að varpa ljósi á blaða- mennsku eins og ég sé hana. Í henni verður kynnt ný rannsókn um viðhorf og aðstæður blaða- manna á Íslandi. Þar kemur margt í ljós.“ Aðspurður segist hann bæði skáld og blaðamaður í hjarta sínu. „Blaðamennska snýst að mestu leyti um staðreyndir. Skáldverkin mín hafa gefið mér svigrúm til að anda og njóta ákveðins frelsis. Það er mér mikilvægt að nota bæði rit- listina, þann vísi að skáldgáfu sem ef til vill í mér leynist, og tónlistina til að anda, til að teyga í mig ilminn af birkinu. Blaðamennskan er hins vegar stríð.“ Menntageirinn heillar Varðandi framtíðina vonast hann til að streitan líði úr sér eftir gríðar- álag síðustu vikna. „Maður er bú- inn að vera í ham, með öndina í hálsinum af stressi. Ég bíð eftir að það slakni á mér, bíð eftir að ég geti farið að njóta þess að vera til og gera enn meira fyrir börnin og konuna. Svo hefur klárlega vantað meiri tónlist í líf mitt síðustu árin. Það vantar meira diskó. Ég er að ljúka masternámi í blaðamennskunni, útiloka ekki doktors nám og útiloka ekki að kenna á sviði blaðamennsku og fé- lagsfræði. Ég hef verið rúm 20 ár í blaðabransanum sem er góður tími og er alveg til í að vera lengur. En ef kröftum mínum er betur varið í menntageiranum mun ég beina sjónum mínum þangað. Við Arndís erum galopin fyrir komandi degi. Hún þarf mögu- lega að nema eða starfa utan land- steinanna síðar. Meðan útgefend- ur blaðsins vilja hafa mig áfram í vinnu mun ég halda því áfram. En enginn veit sinn morgundag. Allur heimurinn er undir. Allir dagar eru góðir ef ég horfi aftur til ákveðinna kafla í mínu lífi. Eilífðarverkefnið er hins vegar að sitja uppi með sjálfan sig. Kostur- inn er sá að ég er vakandi og reyni að nýta hverja stund og ef mig ber af leið átta ég mig á því. Ég átta mig á því að ég er um- deildur maður, líklega vegna starfa minna, en þegar einhver er um- deildur bregður hann um sig ákveðnum skráp og lítur stundum út fyrir að vera meiri en hann er. Ég er stundum ósköp lítill sveitastrák- ur í eðli mínu og enginn stórkarl. Maður er allskonar.“ n „Þýskt hvítvín virtist góð hugmynd og ég hélt fjöl- skyldufund og bara spurði. Öll börnin Vigdís, Björn, Sól, Arndís, Þorlákur, S tarkaður og Karitas. Mynd VÖlundur Jón SSon yngstu börnin Starkaður og Sól eru bæði á leikskóla. Mynd BJArni EiríkSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.