Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Síða 50
Helgarblað 16.–19. maí 201442 Sport Góðir leikmenn sem stóðu ekki undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni í vetur Vonbrigðalið tímabilsins Framherji: Roberto Soldado Aldur: 28 ára Félag: Tottenham n Spánverjinn var frábær í spænsku úrvalsdeildinni með Valencia áður en Tottenham keypti hann síðasta sumar fyrir 26 milljónir punda. Margir bjuggust við því að hann myndi raða inn mörkunum en raunin varð önnur. Hann skoraði 6 mörk í 28 leikjum í úrvalsdeildinni og 11 mörk í það heila í 36 leikjum. Soldado var ekki eins góður og menn bjuggust við. Markmaður: Maarten Stekelenburg Aldur: 31 árs Félag: Fulham n Fulham endaði í 19. sæti ensku úrvalsdeildar- innar og það varð ljóst fljótlega eftir áramót að liðið myndi að líkindum falla um deild. Miklar vonir voru bundnar við Stekelenburg sem kom frá Roma síðasta sumar. Það var ekki skrýtið, enda landsliðsmarkvörður Hollands. Meiðsli héldu honum þó nokkuð frá keppni í vetur en þegar hann spilaði virkaði hann ósköp venjulegur. Hægri bakvörður: Rafael Aldur: 23 ára Félag: Manchester United n Á góðum degi er Rafael í hópi bestu bakvarða úrvalsdeildarinnar en honum hefur samt sem áður aldrei tekist að springa almennilega út. Margir töldu að nú væri loksins komið að því enda var hann nokkuð heill á þar síðustu leiktíð – ólíkt leik- tíðunum þar á undan. Því miður fyrir Rafael var hann mikið frá á þessu tímabili og allt í allt spilaði hann eingöngu 28 leiki í öllum keppnum. Vinstri bakvörður: Sascha Riether Aldur: 31 árs Félag: Fulham n Þó að Sascha Riether sé hægri bakvörður fær hann stöðu vinstri bakvarðar í þessu liði. Riether kom eins og stormsveipur inn í úrvals- deildina fyrir þar síðasta tímabil þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp sex. Á þessari leiktíð var Riether skugginn af sjálfum sér, bæði í varn- ar- og sóknarleik Fulham. Þá gerðist hann sekur um óíþróttamannslega hegðun þegar hann traðkaði viljandi ofan á Adnan Januzaj, leikmanni Manchester United, og uppskar þriggja leikja bann fyrir vikið. Miðvörður: Sebastian Bassong Aldur: 27 ára Félag: Norwich n Þökk sé frábærri samvinnu Sebastians Bassong og Michaels Turner hélt Norwich sæti sínu í úrvalsdeildinni fyrir leiktíðina. Samvinna þeirra í vetur gekk ekki jafn vel enda mun Norwich spila í Championship-deildinni á næstu leiktíð. Bassong hefur margoft sýnt það að hann er góður varnarmaður en í vetur spilaði hann einfaldlega illa og var ótt og títt út úr stöðu í varnarleik Norwich. Miðvörður: Jan Verthongen Aldur: 27 ára Félag: Tottenham n Jan Verthongen var frábær á sínu fyrsta tímabili hjá Totten- ham en eins og oft vill verða reyndist annað tímabilið erf- iðara. Verthongen var að öðrum ólöstuðum einn besti varnar- maður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann varðist vel en var einnig mjög ógnandi í sóknarleik Tottenham og skoraði kappinn fjögur mörk og lagði upp þrjú í deildinni. Verthongen komst aldrei á flug í vetur og komst ekki á blað í þeim 23 leikjum sem hann spilaði. Nú er staðan sú að ekki er loku fyrir það skotið að Belginn verði seldur frá Tottenham í sumar. Vinstri kantmaður Erik Lamela Aldur: 22 ára Félag: Tottenham n Erik Lamela var keyptur fyrir stórfé frá Roma til Tottenham í sumar. Það er óhætt að segja að miklar vonir hafi verið bundnar við kappann og var honum í raun falið það risastóra verkefni að fylla skarðið sem Gareth Bale skildi eftir sig. Það er skemmst frá því að segja að Lamela náði sér engan veginn á strik í vetur – skoraði 1 mark í 19 leikjum. Meiðsli settu vissulega strik í reikninginn hjá þess- um hæfileikaríka Argentínumanni sem spilaði lítið eftir áramót. Hægri kantmaður Antonio Valencia Aldur: 28 ára Félag: Manchester United n Þessi eldfljóti og nautsterki vængmaður átti slaka leiktíð hjá Manchester United. Í 29 leikjum í deildinni skoraði Ekvadorinn tvö mörk og lagði upp þrjú sem er allt of lítið fyrir vængmann hjá félagi á stærð við Manchester United. Til samanburðar lagði Valencia upp 13 mörk og skoraði fjögur tímabilið 2011/2012. Það er ljóst að Valencia þarf að bæta sig verulega ætli hann sér að eiga framtíð hjá nýjum stjóra á Old Trafford. Miðjumaður Marouane Fellaini Aldur: 26 ára Félag: Manchester United n Það er í raun sama hvernig á það er litið, Marouane Fellaini olli gríðarlegum vonbrigðum í vetur. Þessi stóri og hárprúði Belgi átti glimrandi tímabil með Everton 2012/2013 og fór svo að David Moyes fékk hann yfir til Rauðu djöflanna fyrir tímabilið. Fellaini til varnar var hann látinn spila aftar á vellin- um hjá United en hjá Everton og það virtist einfaldlega ekki henta honum. Þegar öllu er á botninn hvolft var Fellaini einfaldlega ekki 27 milljóna punda virði. Miðjumaður Michael Carrick Aldur: 32 ára Félag: Manchester United n Þessi frábæri leikmaður hefur þjónað United-liðinu vel undanfarin ár. Í ár virtist hann hins vegar áhugalaus og skrefi á eftir bestu miðjumönnum deildarinnar – svo einfalt er það. Fleiri miðjumenn komu til greina en Carrick er einfaldlega miklu betri leikmaður en hann sýndi í vetur. Framherji: Ricky van Wolfswinkel Aldur: 25 ára Félag: Norwich n Þessi stóri og stæðilegi Hollendingur skoraði eins og enginn væri morgundagurinn í Hollandi og í Portúgal. Á Englandi virtist honum fyrir- munað að skora, en hann var keyptur frá Sporting í Lissabon fyrir 8,5 milljónir punda. Margir bjuggust við því að hann yrði iðinn við kolann í vetur en raunin varð önnur. Hann skoraði eitt mark á tímabilinu í 27 leikjum. einar@dv.is „Ég tók séns í næstsíðustu umferðinni“ n Sævar Þór Ásgeirsson vann DV deildina í Fantasy n Fékk glæsilegt sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að launum Þ etta var smá heppni,“ segir sig- urvegari DV-deildar í Fanta- sy. Sævar Þór Ásgeirsson var í þriðja sæti fyrir síðustu um- ferðina og var nokkrum stigum á eftir tveimur efstu mönnunum; þeim Inga Rafnssyni og Ágústi Guð- mundssyni. Sævar fékk 61 stig í síð- ustu umferðinni, sem nægði honum til að skjótast fram úr hinum tveimur. Sævar Þór, sem er sjómaður í Noregi, vann því glæsilegt 42 tomma sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Tækið kostar um 170 þúsund krón- ur. Sævar hafði betur en 1.669 aðr- ir spilarar. Hann lauk keppni með 2.517 stig, fimm stigum meira en næsti maður. Sævar Þór segir að hann hafi ver- ið 30 stigum á eftir efstu mönnum þegar tvær umferðir voru eftir. Hann hafi þá gert Yaya Toure að fyrirliða og það hafi reynst dýrmætt. Þá hafi Edin Dzeko einnig gefið allmörg stig. En var hann með eitthvert leyni- vopn? „Já, ég tók séns í næstsíðustu umferðinni og valdi Markos Alonso hjá Sunderland. Hann hafði lítið spilað en fékk 17 stig því Sunderland átti tvo leiki í þeirri umferð. Hann var svo ekki í hóp í síðustu um- ferðinni en þá kom Leighton Baines inn af bekknum og fékk sex stig. Það var svolítið heppni.“ Spurður hvort síðasta umferðin hafi verið taugatrekkjandi segir Sævar að hann hafi ekki haft mikla trú á þessu fyrr en Steven Gerrard hafi gefið tvær stoðsendingar á einni og sömu mínútunni. Þar hafi komið sex stig á einu bretti. Sævar er stuðn- ingsmaður Liverpool og viðurkenn- ir að sjónvarpið sé ákveðin uppbót. Hann geti þó líklega ekki horft mikið á það meðan á HM stendur því hann verði líklega mestmegnis í Noregi í sumar. „Konan getur allavega horft á HM,“ sagði hann glaður í bragði, þegar hann tók á móti tækinu í versl- un Sjónvarpsmiðstöðvarinnar í Ár- múla á miðvikudag. n baldur@dv.is Vann nýtt Panasonic-sjón- varpstæki Sævar (t.h.) ásamt dóttur sinni. Með honum á myndinni eru Einar Þór Sigurðsson, vaktstjóri á DV, og Ómar Smith, (t.v.) starfs- maður í versluninni. MynD Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.