Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Síða 51
Helgarblað 16.–19. maí 2014 Sport 43 Þ egar flautað verður til leiks í bikarúrslitaleik Arsenal og Hull klukkan 16 á laugar- dag verða liðin átta ár, ellefu mánuðir og 25 dagar síðan Arsenal vann síðast titil. Biðin hefur verið löng og ströng hjá stuðnings- mönnum Arsenal en nú fá Arsene Wenger og lærisveinar hans kærkom- ið tækifæri til að binda endi á eyði- merkurgönguna. Hér að neðan má sjá ýmsan fróðleik um það sem gerst hefur síðan Arsenal vann síðast titil. 1 Pep Guardiola hætti sem leikmaður, varð knattspyrnustjóri, tók sér ársleyfi og vann 18 titla. 2 Zlatan Ibrahimovic hefur spilað fyrir fimm félög og unnið titil með þeim öllum. 3 Samfélagsmiðillinn Twitter varð til og eru notend- ur hans nú nokkur hundruð milljónir. 4 Swansea hefur komist upp úr fjórðu efstu deild, þriðju efstu deild, næst efstu deild og upp í úrvalsdeild og unnið deildabik- arinn. 5 Juventus hefur verið dæmt niður um deild á Ítalíu, komist aftur upp og unnið þrjá deildartitla í röð á Ítalíu. 6 West Brom hefur fallið um deild tvisvar, komist upp í úrvalsdeild tvisvar og haft átta knattspyrnustjóra. Liðið hefur einnig unnið titil, ef titil skyldi kalla - Championship-deildina árið 2008. 7 Jarðarbúum hefur fjölgað um rúmlega sjö prósent. 8 Paul Scholes hefur unnið tíu titla, hætt í fótbolta, byrjað aftur, unnið annan titil og hætt svo í annað sinn. Hann varð svo þjálfari hjá Manchester United. 9 Hátt í hundrað ensk félög hafa skipt um þjálfara. Eitt af fáum liðum sem enn eru með sama stjórann er Arsenal. 10 Arsene Wenger hefur fengið rúmlega 60 milljónir punda í laun. 11 Raheem Sterling hætti í barnaskóla, varð faðir, byrjaði að spila fyrir Liver- pool og spilaði sinn fyrsta landsleik. 12 Andre Santos spilaði 24 landsleiki fyrir Brasilíu. 13 Bandaríkja-menn kusu fyrsta blökku- manninn í embætti forseta - áður en hann varð svo endur- kjörinn. 14 Kvennalið Arsenal hefur unnið 27 titla. 15 Plánetan Merkúr hefur farið 32 hringi í kringum sólina. 16 iPad, iPhone, Twitter, Instagram, iCloud, Windows Vista, 7 og 8, Blu-Ray og HD TV er meðal þess sem fundið hefur verið upp. 17 Rickie Lambert hefur spilað í fjórum efstu deildum Englands, eignast þrjú börn og gengið í hjónaband. 18 Rúmlega einn milljarður barna hefur fæðst í heiminum. 19 Fyrrverandi leikmenn Arsenal hafa unnið að minnsta kosti 44 titla. 20 Portsmouth hefur fallið úr úrvalsdeildinni niður í fjórðu efstu deild Englands - en samt unnið titil í millitíðinni. 21 Manchester City hefur eytt rúmum milljarði punda í nýja leikmenn. 22 Leonardo DiCaprio hefur leikið í 12 myndum, framleitt níu og skrifað handrit að tveimur. 23 Bayern München fékk nýjan heimavöll, nýjan æfingavöll, skipti um knattspyrnustjóra 7 sinn- um og vann 17 titla. 24 Lionel Messi hefur skorað 353 mörk fyrir Barcelona, verið valinn besti leikmaður heims þrisvar og unnið 19 titla með Barcelona. 25 Wigan hefur farið úr næst efstu deild í þá efstu, unnið bikarmeistaratitil, en fallið svo aftur úr úrvalsdeildinni. 26 Carlos Tevez hefur spilað með Corinthians, West Ham, Manchester United, Manchester City og Juventus og unnið ótalmarga titla, þar á meðal Meistaradeildina. 27 Hafa Zinedine Zidane, Fabio Cannovaro, Owen Hargreaves, Michael Owen, Jaap Stam, Ole Gunnar Solskjær, Ronald de Boer, Jimmy Floyd Ha- sselbaink, Lilian Thuram og David Unsworth hætt í fótbolta. n Það sem hefur gerst síðan Arsenal vann síðast titil n Hull bíður í úrslitum bikarkeppninnar Biðin langa Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Löng bið Arsenal vann síðast titil þegar liðið lagði Manchester United að velli í bikarkeppninni árið 2005. Þá léku með liðinu leikmenn eins og Robin van Persie, Cesc Fabregas, Jens Leh- mann, Freddie Ljungberg, Lauren, Robert Pires og Ashley Cole. „Ég tók séns í næstsíðustu umferðinni“ hjá arsenal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.