Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1955, Blaðsíða 11
Verzlunarskýrslur 1953
9
anleg. í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur skýrsln-
anna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru kunnugri þeirri tölu en
nettótölunni. í þriðja lagi gefur brúttóþyngd betri hugmynd um flutningaþörfina
til landsins, og enn fremur eru flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við hana. Loks
felst í því mikill vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrsln-
anna, að miðað sé við brúttó- en ekki nettóþyngd. Af öllum þessum ástæðum var
ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettóþyngdar í verzlunar-
skýrslum, enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu mun í verzlunar-
skýrslum annarra landa yfirleitt vera notuð nettóþyngd, en þar er ekki um að ræða
neina skuldbindingu eða kvöð, beldur getur hvert land hagað þessu eins og því
hentar bezt.
Sá annmarki fylgir breytingu þeirri, sem hér um ræðir, að samanburður við
eldri innflutningstölur torveldast. Er leitazt við að bæta eitthvað úr þessu með
því að sýna í töflu IV A, í sérstökum dálki, hve miklum hundraðshluta
nettóþyngd er talin nema af brúttóþyngd fyrir hverja einstaka vöru-
tegund. Hlutföll þessi voru notuð við umreikning brúttóþyngdar í nettóþyngd í
verzlunarskýrslum 1950. Var gerð sérstök athugun á innflutningnum 1950 í því
skyni að finna sem réttust hlutföll milli brúttó- og nettóþyngdar, og fengust um
þetta tiltölulega öruggar niðurstöður að þvi er snertir flestar vörur. í sumum til-
fellum var þó haldið áfram að nota hlutföll, sem Hagstofan hafði áður notað við
útreikning á nettóþyngd viðkomandi vörutegunda.
Gjaldeyrisgengi. í árslok 1953 var skráð gengi Landsbankans á erlendum
gjaldeyri sem bér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Sterlingspund 1 45,55 45,70
Bandaríkjadollar 1 16,26 16,32
Kanadadollar 1 16,76 16,82
Dönsk króna 100 235,50 236,30
Norsk króna 100 227,75 228,50
Sænsk króna 100 314,45 315,50
Finnskt mark 100 - 7,09
Franskur franki 1 000 46,48 46,63
Belgískur franki 100 32,56 32,67
Svissneskur franki 100 372,50 373,70
Gyllini 100 428,50 429,90
Tékknesk króna 100 225,72 226,67
Vestur-þýzkt mark 100 387,00 389,00
Líra 1 000 - 26,12
Gengi á þeim erlenda gjaldeyri, sem talinn er hér að ofan, var allt árið það
sama og í lok þess, ef frá er talið gengi á Kanadadollar, tékkneskri krónu og sölu-
gengi þýzks marks. Sölugengi Kanadadollars breyttist oft á árinu. í árslok 1952
var það kr. 16,90, lækkaði síðan smám saman og var lægst kr. 16,41 á tímabilinu
6.—29. maí. Eftir það ýmist bækkaði eða lækkaði það, og í árslok var sölugengið
kr. 16,82. Kaupgengi Kanadadollars var 6 aurum lægra en sölugengið allt árið. —
Gengi tékknesku krónunnar hækkaði 15. ágúst, sölugengi úr kr. 32,64 í kr. 226,67
og kaupgengi úr kr. 32,53 í kr. 225,72, miðað við 100 tékkneskar krónur. — Byrjað
var að skrá sölugengi vestur-þýzks marks 30. janúar 1953 og var það þá ákveðið
b