Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1955, Blaðsíða 15
Verzlunarskýrslur 1953
13*
Á árinu 1952 varð mikil hækkun á lieildarþyngd innflutningsins, er stafaði
aðallega af stórauknum bensín- og olíuinnflutningi. Árið 1953 varð enn mikil
hækkun á þyngd innflutningsins og stafaði hún aðallega af auknum olíu- og bensín-
innflutningi, sem og auknum innflutningi salts og trjáviðs.
Árið 1953 var heildarþyngd innflutningsins 80% meiri en árið 1935, sem miðað
er við, en vörumagnsvísitalan sýnir 250% meira vörumagn árið 1953 heldur en
1935. Þetta virðist stríða hvað á móti öðru, en svo er þó ekki í raun og veru,
því að vörumagnsvísitalan tekur ekki aðeins til þyngdarinnar, heldur einnig til
verðsins, þannig að viss þungi af dýrri vöru (með háu verðlagi á kg), svo sem
vefnaðarvöru, vegur meira í vörumagninu heldur en sami þungi af þungavöru
(með lágu meðalverði á kg), svo sem kolum og salti. Yörumagnið getur því aukizt,
þótt þyngdin vaxi ekki, ef magn dýru vörunnar vex, en þungavörunnar minnk-
ar. Lítil aukning á þungavöru hleypir þyngdinni miklu meira fram heldur en
stórmikil aukning á dýrum vörum, svo sem vefnaðarvöru. Skýringin á þessu
ósamræmi er því sú, að þungavörunnar gætir miklu minna á móts við hinar
dýrari í innflutningnum nú heldur en áður. í útflutningnum er aftur á móti
minni munur á vörumangsvísitölu og þyngdarvísitölu.
1. yfirlit sýnir innflutning og útflutning í hverjum mánuði 1951—
1953 samkvæmt verzlunarskýrslum, en síðar í innganginum er yfirlit um mánað-
arlega skiptingu innflutnings (3. kafli) og útflutnings (4. kafli) eftir vöruflokkum.
3. Innfluttar vörur.
Imports.
Tafla IV A (bls. 12—70) sýnir, hve mikið hefur verið flutt til Iandsins af
hverri vörutegund árið 1953. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir hinni nýju vöru-
skrá Sameinuðu þjóðanna. Fremst í innganginum er gerð nánari grein fyrir þessari
vöruskrá og notkun hennar í verzlunarskýrslum, og vísast til þess. í töflum I og II
(bls. 1—3) er yfirlit um skiptingu vöruskrárinnar.
Þyngd hverrar einstakrar vörutegundar í töflu IV A er brúttóþyngd, og
er í því sambandi vísað til 1. kafla inngangsins, þar sem gerð er grein fyrir ástæð-
unum fyrir því, að frá og með árinu 1951 er magn innflutningsins gefið upp með
brúttóþyngd. Annar töludálkur töflu IV A sýnir hundraðshluta nettóþyngdar af
brúttóþyngd fyrir hverja vörutegund í tollskránni, samkvæmt því sem þetta
hlutfall reyndist á árinu 1950, sjá bls. 9*.
Næstsíðasti dálkur töflu IV A sýnir fob-verðmæti hverrar innfluttrar
vörutegundar. Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar
frá útflutningsstaðnum ásamt vátryggingariðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá erlendri
útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um að ræða farmgjöld
með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar útflutningshafnar, þar sem
vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kemur þá Iíka til umhleðslukostnaður o. fl.
Fer þetta eftir því, við hvaða stað eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað
kveður að því, að vörur séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slíkum tilfellum
er tilsvarandi fob-verð áætlað.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip eru undanskilin — en fyrir þau er fob-verðið talið það
sama og cif-verðið — nemur fob-verðmæti innflutningsins 1953 alls 947 736 þús.
kr., en cif-verðið 1 084 376 þús. kr. Fob-verðmætið 1953 var þannig 87,4% af