Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 12
Vikublað 10.–12. júní 201412 Fréttir Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Risaveisla í Viðey á afmæli auðmanns n Sirkussýning og dans í fertugsafmæli Birgis Más n Lambakjöt í aðalrétt B irgir Már Ragnarsson, samstarfsmaður Björgólfs Thors til margra ára, fyrr­ verandi framkvæmdastjóri Samson og stjórnarfor­ maður CCP, hélt upp á fertugsaf­ mæli sitt með vægast sagt pomp og prakt síðastliðinn laugardag í Viðey. Var sirkustjald sem tek­ ur fjögur hundruð manns leigt en Birgir Már sagði í samtali við Vísi á föstudag að ekki hafi verið um stórt afmæli að ræða. Ljóst er þó að kostnaður vegna veislunnar hleypur á milljónum króna. Þema afmælisveislunnar var byggt á bókin The Great Gatsby sem fjall­ ar meðal annars um úrkynjun efri stéttarinnar í Bandaríkjunum í góðærinu á árunum fyrir krepp­ una miklu. Matreiðslumeistarinn Friðgeir Ingi matreiddi fyrir gesti og skemmtiatriði voru ekki í lakari kantinum; Sirkus Ísland sýndi list­ ir, atvinnudansarar stigu á svið og hljómsveitin GusGus lék fram eft­ ir nóttu. Ekki náðist í Birgi Má við vinnslu fréttar. Mikið umstang Umtalsvert umstang var vegna afmælisveislunnar en nær allt hafurtask var flutt sérstaklega vegna afmælisins út í Viðey. Reist var svið inni í miðju tjaldinu og blómahaf frá reykvískri blóma­ búð var sömuleiðis ferjað út í Við­ ey. Auk þessa voru allir stólar sem og borð flutt sérstaklega út í eyna. Framleiðslufyrirtækið TrueN­ orth sá um að skipuleggja veisl­ una en Lárus Halldórsson, við­ burðastjórnandi hjá fyrirtækinu og skipuleggjandi afmælisins, harðneitaði að svara spurningum DV um veisluna er leitast var eftir því. „Eins og í öllu sem við gerum erum við bundin trúnaði við við­ skiptavininn og getum ekki tjáð okkur á neinn hátt um einstök at­ riði,“ segir hann. Sirkusinn sýndi listir Lee Nelson, sirkusstjóri Sirkus Ís­ lands, segist í samtali við DV ekki geta gefið upp hvað það kosti að leigja sirkusinn og tjaldið. Þar sem sirkusinn sé nýbúinn að fá tjaldið sé ekki komin föst verðskrá fyrir leigu á því heldur sé samið um verð við hvert einstakt tilefni. „Jú, Sirkus Ísland sýndi listir sínar í af­ mælinu. Það voru mestmegnis minni atriði hjá okkur. Ég get samt ekkert talað um peningana því það væri mjög óháttvíst af mér,“ segir Lee. Auk Sirkus Íslands og hljóm­ sveitarinnar GusGus dönsuðu at­ vinnudansarar á vegum Kristínar Hall dansa í anda The Great Gats­ by. Skyr í eftirrétt Gallery Viðey, systurfélag veitinga­ staðarins Gallery Restaurant á Hóteli Holti, sá um veitingar í af­ mælinu. Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumaður og rekstrarstjóri beggja veitingastaða, var kokkur í veislunni og segir hann í sam­ tali við DV að matseðilinn hafi verið með fremur hefðbundnum hætti. „Ég sá um þessa veislu frá a til ö. Það var rækjukokkteil í for­ rétt, lambakjöt í aðalrétt og skyr í eftirrétt. Þetta var bara voðalega hefðbundið og íslenskt. Þetta var náttúrlega afmæli svo það var fullt af gömlu fólki svo þetta var bara hefðbundinn matur sem gengur í alla,“ segir Friðgeir Ingi. n Að innan Svið var reist í miðju tjaldinu. Líkt og sjá má á fjöðrum og blöðrum var þema afmælisveislunnar byggt á bókinni The Great Gatsby. Mynd dV Hægri hönd Birgir Már Ragnarsson hefur verið einn helsti samstarfsmaður Björgólfs Thors um árabil. Hann er stjórnarformaður CCP og varð fertugur í maí. „Þetta var bara voðalega hefð- bundið og íslenskt. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Sirkus Líkt og sjá má er sirku- stjaldið ansi stórt í samanburði við Viðeyjarstofu. Sirkus Íslands hélt söfnun fyrir kaupum á tjaldinu í fyrra en það kkostaði rúmlega sex milljónir króna. Mynd dV Tíu ára afmæli Háskóli unga fólksins fagnar tíu ára afmæli þriðjudaginn 10. júní. Um 350 nemendur á aldrinum 12–16 ára verða við Háskóla Ís­ lands en Háskóli unga fólksins hefur verið haldinn á hverju sumri frá árinu 2004. Skólinn stendur yfir frá 10. júní til 14. júní. Koma með­ al annars við sögu kappaksturs­ bílar, svarthol, hvalir, pöddur, stjórnmál og sameindalíffræði svo eitthvað sé nefnt. Nemendum gafst kostur á að velja á milli rúm­ lega 50 námskeiða í stundatöflu sína fyrir vikuna, og þar á meðal eru fjölmörg ný námskeið sem eru í boði í tilefni afmælisins. Má nefna kristallafræði, Biophilia­ tónvísindasmiðjurnar heims­ þekktu, ljósmyndafræði, stjórn­ unar­ og leiðtoganámskeið, smíði kappakstursbíls og vatnalíffræði. Kennsla í Háskóla unga fólksins er í höndum kennara og fram­ haldsnema við skólann. Vikunni lýkur með lokahátíð og vísinda­ veislu í stóra salnum í Háskólabíói laugardaginn 14. júní. Á hátíðinni fá nemendur afhent viðurkenn­ ingarskjal fyrir þátttöku í skólan­ um. Brynjar Dagur, sigurvegari úr keppninni Ísland Got Talent, stígur á svið með dansatriði og vegleg vísindaveisla með lifandi vísindamiðlun tekur svo við í and­ dyri Háskólabíós. Þar verður ým­ islegt í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars skrautskrift og jap­ anskir búningar, stjörnutjald, leikir og þrautir, ýmis tæki og tól, furðuspeglar, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir. Há­ skóli unga fólksins hefur einnig ferðast um landið sem hluti af Há­ skólalestinni síðustu fjögur ár en í nýliðnum maímánuði heimsótti Háskólalestin fjóra áfangastaði á landsbyggðinni. Engin stefnuljós Þrír af hverjum tíu ökumönnum sem beygðu út af Reykjanes­ braut og inn á Krísuvíkurveg gáfu ekki stefnuljós þegar starfs­ menn VÍS fylgdust með um­ ferðinni þar í síðustu viku. Þetta kemur fram á vis.is. Ökumenn 163 ökutækja af 231 gáfu stefnu­ ljós. Margir þeirra of seint eða eftir að þeir voru komnir inn á beygjuakrein. Sambærileg könnun VÍS í Hafnarfirði kom verr út. Þá gaf aðeins þriðjungur bílstjóra stefnuljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.