Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 12
Vikublað 10.–12. júní 201412 Fréttir
Af með tjöruna -
á með
Aktu inn í
sumarið á
hreinum bíl!
Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Risaveisla í Viðey á
afmæli auðmanns
n Sirkussýning og dans í fertugsafmæli Birgis Más n Lambakjöt í aðalrétt
B
irgir Már Ragnarsson,
samstarfsmaður Björgólfs
Thors til margra ára, fyrr
verandi framkvæmdastjóri
Samson og stjórnarfor
maður CCP, hélt upp á fertugsaf
mæli sitt með vægast sagt pomp
og prakt síðastliðinn laugardag
í Viðey. Var sirkustjald sem tek
ur fjögur hundruð manns leigt en
Birgir Már sagði í samtali við Vísi
á föstudag að ekki hafi verið um
stórt afmæli að ræða. Ljóst er þó
að kostnaður vegna veislunnar
hleypur á milljónum króna. Þema
afmælisveislunnar var byggt á
bókin The Great Gatsby sem fjall
ar meðal annars um úrkynjun efri
stéttarinnar í Bandaríkjunum í
góðærinu á árunum fyrir krepp
una miklu. Matreiðslumeistarinn
Friðgeir Ingi matreiddi fyrir gesti
og skemmtiatriði voru ekki í lakari
kantinum; Sirkus Ísland sýndi list
ir, atvinnudansarar stigu á svið og
hljómsveitin GusGus lék fram eft
ir nóttu. Ekki náðist í Birgi Má við
vinnslu fréttar.
Mikið umstang
Umtalsvert umstang var vegna
afmælisveislunnar en nær allt
hafurtask var flutt sérstaklega
vegna afmælisins út í Viðey. Reist
var svið inni í miðju tjaldinu og
blómahaf frá reykvískri blóma
búð var sömuleiðis ferjað út í Við
ey. Auk þessa voru allir stólar sem
og borð flutt sérstaklega út í eyna.
Framleiðslufyrirtækið TrueN
orth sá um að skipuleggja veisl
una en Lárus Halldórsson, við
burðastjórnandi hjá fyrirtækinu
og skipuleggjandi afmælisins,
harðneitaði að svara spurningum
DV um veisluna er leitast var eftir
því. „Eins og í öllu sem við gerum
erum við bundin trúnaði við við
skiptavininn og getum ekki tjáð
okkur á neinn hátt um einstök at
riði,“ segir hann.
Sirkusinn sýndi listir
Lee Nelson, sirkusstjóri Sirkus Ís
lands, segist í samtali við DV ekki
geta gefið upp hvað það kosti að
leigja sirkusinn og tjaldið. Þar sem
sirkusinn sé nýbúinn að fá tjaldið
sé ekki komin föst verðskrá fyrir
leigu á því heldur sé samið um
verð við hvert einstakt tilefni. „Jú,
Sirkus Ísland sýndi listir sínar í af
mælinu. Það voru mestmegnis
minni atriði hjá okkur. Ég get samt
ekkert talað um peningana því það
væri mjög óháttvíst af mér,“ segir
Lee. Auk Sirkus Íslands og hljóm
sveitarinnar GusGus dönsuðu at
vinnudansarar á vegum Kristínar
Hall dansa í anda The Great Gats
by.
Skyr í eftirrétt
Gallery Viðey, systurfélag veitinga
staðarins Gallery Restaurant á
Hóteli Holti, sá um veitingar í af
mælinu. Friðgeir Ingi Eiríksson,
matreiðslumaður og rekstrarstjóri
beggja veitingastaða, var kokkur
í veislunni og segir hann í sam
tali við DV að matseðilinn hafi
verið með fremur hefðbundnum
hætti. „Ég sá um þessa veislu frá
a til ö. Það var rækjukokkteil í for
rétt, lambakjöt í aðalrétt og skyr í
eftirrétt. Þetta var bara voðalega
hefðbundið og íslenskt. Þetta var
náttúrlega afmæli svo það var fullt
af gömlu fólki svo þetta var bara
hefðbundinn matur sem gengur í
alla,“ segir Friðgeir Ingi. n
Að innan Svið var reist í miðju tjaldinu. Líkt og sjá má á fjöðrum og blöðrum var þema
afmælisveislunnar byggt á bókinni The Great Gatsby. Mynd dV
Hægri hönd Birgir Már Ragnarsson
hefur verið einn helsti samstarfsmaður
Björgólfs Thors um árabil. Hann er
stjórnarformaður CCP og varð fertugur
í maí.
„Þetta var bara
voðalega hefð-
bundið og íslenskt.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Sirkus Líkt og sjá má er sirku-
stjaldið ansi stórt í samanburði við
Viðeyjarstofu. Sirkus Íslands hélt
söfnun fyrir kaupum á tjaldinu í
fyrra en það kkostaði rúmlega sex
milljónir króna. Mynd dV
Tíu ára afmæli
Háskóli unga fólksins fagnar tíu
ára afmæli þriðjudaginn 10. júní.
Um 350 nemendur á aldrinum
12–16 ára verða við Háskóla Ís
lands en Háskóli unga fólksins
hefur verið haldinn á hverju sumri
frá árinu 2004. Skólinn stendur yfir
frá 10. júní til 14. júní. Koma með
al annars við sögu kappaksturs
bílar, svarthol, hvalir, pöddur,
stjórnmál og sameindalíffræði
svo eitthvað sé nefnt. Nemendum
gafst kostur á að velja á milli rúm
lega 50 námskeiða í stundatöflu
sína fyrir vikuna, og þar á meðal
eru fjölmörg ný námskeið sem
eru í boði í tilefni afmælisins. Má
nefna kristallafræði, Biophilia
tónvísindasmiðjurnar heims
þekktu, ljósmyndafræði, stjórn
unar og leiðtoganámskeið, smíði
kappakstursbíls og vatnalíffræði.
Kennsla í Háskóla unga fólksins
er í höndum kennara og fram
haldsnema við skólann. Vikunni
lýkur með lokahátíð og vísinda
veislu í stóra salnum í Háskólabíói
laugardaginn 14. júní. Á hátíðinni
fá nemendur afhent viðurkenn
ingarskjal fyrir þátttöku í skólan
um. Brynjar Dagur, sigurvegari
úr keppninni Ísland Got Talent,
stígur á svið með dansatriði og
vegleg vísindaveisla með lifandi
vísindamiðlun tekur svo við í and
dyri Háskólabíós. Þar verður ým
islegt í boði fyrir alla fjölskylduna,
meðal annars skrautskrift og jap
anskir búningar, stjörnutjald,
leikir og þrautir, ýmis tæki og tól,
furðuspeglar, mælingar og alls
kyns óvæntar uppgötvanir. Há
skóli unga fólksins hefur einnig
ferðast um landið sem hluti af Há
skólalestinni síðustu fjögur ár en
í nýliðnum maímánuði heimsótti
Háskólalestin fjóra áfangastaði á
landsbyggðinni.
Engin
stefnuljós
Þrír af hverjum tíu ökumönnum
sem beygðu út af Reykjanes
braut og inn á Krísuvíkurveg
gáfu ekki stefnuljós þegar starfs
menn VÍS fylgdust með um
ferðinni þar í síðustu viku. Þetta
kemur fram á vis.is. Ökumenn
163 ökutækja af 231 gáfu stefnu
ljós. Margir þeirra of seint eða
eftir að þeir voru komnir inn
á beygjuakrein. Sambærileg
könnun VÍS í Hafnarfirði kom
verr út. Þá gaf aðeins þriðjungur
bílstjóra stefnuljós.