Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Blaðsíða 12
10*
Verzlunarskýrslur 1960
reiðum og sendiferðabifreiðum undir 3 tonnum að burðarmagni, og skyldi það
nema 135% af bifreiðum, bæði þeim, er fluttar væru inn samkvæmt gjaldeyris-
og innflutningsleyfi, og af þeim, er fluttar væru inn án gjaldeyrisútlilutunar. Þó
skyldi gjaldið nema 110% af bifreiðum, er atvinnubifreiðarstjórar flyttu inn sam-
kvæmt gjaldeyris- og innflutningsleyfi. í september 1960 ákvað ríkisstjórnin, að
gjald af gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir bifreiðum, sem væru 1150 kg eða
léttari, skyldi vera 100% í stað 135%, en gjald af gjaldeyris- og iunflutningsleyfum
fyrir bifreiðum þyngri en 1150 kg skyldu vera áfram 135% svo og af öllum gjald-
eyrislausum leyfum án tilbts til þyngdar bifreiðar. Sömuleiðis var þá ákveðið,
að atvinnubifreiðastjórar skyldu greiða 110% gjald, þegar bifreiðin væri þyngri
en 1150 kg og þá gengið út frá því, að gjaldið væri 100%, þegar bifreiðin væri 1150
kg og léttari. — í lögum nr. 10 22. marz 1960, um söluskatt, voru ákvæði um
8% söluskatt á sömu innfluttar vörur og gildandi 7% innflutningssöluskattur
tekur til. Gildistími þessa viðbótarskatts var bundin við árið 1960, en hann hefur
verið framlengdur til ársloka 1961. Söluskattarnir tveir á innflutningi reiknast af
cif-verði að viðbættum tollum og 10% áætlaðri álagningu, eins og innflutnings-
gjald er reiknað. Þá er rétt að geta þess, að eftir setningu efnahagsmálalaga var
felldur niður innflutningssöluskattur (7+8%) á manneldiskornvöru, kaffi og
sykri. Á þessum vörum hafði verið aðeins 30% yfirfærslugjald og ákvað ríkisstjórn-
in að draga úr verðhækkun þeirra með niðurgreiðslu. Af hagkvæmnisástæðum var
liér farin sú leið að fella niður söluskatt á þessum vörum, í stað þess að greiða
niður fob-verð þeirra, eins og uppliaflega var ráðgert. — Sem fyrr voru ekki inn-
heimtir tollar á kornvöru, kaffi og sykri, sömuleiðis voru ákvæðin um 80% álag
á verðtoll, 340% álag á vörumagnstoll og um 20 au. vörumagnstoll á bensíni í stað
1 eyris framlengd til ársloka 1960 (sbr. lög nr. 67/1959).
Tafla VIII í Verzlunarskýrslum, með upplýsingum um tolltckjur af nokkrum
vörum, befur verið felld niður frá og með árinu 1960. Var bún orðin úrelt vegna
breyttra aðstæðna. Nefnd fjögra embættismanna vinnur nú að samningu nýrrar
tollskrár, sem byggð er á hinni svo nefndu Brussel-vöruskrá, og þegar bún er
gengin í gildi verður væntanlega birt í Verzlunarskýrslum livers árs tafla með
ýtarleguin upplýsingum um tolltekjur af innfluttum vörum.
Gjaldeyrisgengi. í árslok 1960 var skráð gengi Landsbankans á erlendum
gjaldeyri sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu);
Eining Kaup Sala
Sterlingspund 1 106,66 106,94
Bandaríkjadollar 1 38,00 38,10
Kanadadollar 1 38,88 38,98
Dönsk króna 100 551,30 552,75
Norsk króna 100 532,70 534,10
Sænsk króna 100 734,95 763,85
Finnskt mark 100 11,89 11,92
Franskur nýfranki 100 774,55 776,60
Belgískur franki 100 76,50 76,70
Svissneskur franki 100 882,65 884,95
Gyllini 100 1 007,30 1 009,95
Tékknesk króna 100 527,05 528,45
Vestur-þýzkt mark 100 911,25 913,65
Líra 1 000 61,23 61,39