Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Blaðsíða 30
28*
Verzlunarskýrslur 1960
vínandainnflutningurinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið liefir
til framleiðslu brennivíns og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar kunni að liafa
farið til neyzlu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í töflunni, þar sem ógerlegt
er að áætla, hversu mikið það magn muni vera. Hins vegar má gera ráð fyrir, að
það sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutningur vínanda síðan 1935 er sýndur í
töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyzlunni. — Það skal
tekið fram, að áfengi, sem áhafnir skipa og flugvéla mega taka með sér inn í landið,
er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar er nú orðið um að ræða talsvert
magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina, gerir það að verkum, að tölur
3. yfirlits um áfengisneyzluna eru ótraustar, einkum seinni árin. — Mannfjöldatalan,
sem notuð er til þess að fínna neyzluna hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun
og árslok. Fólkstala fyrir 1960, sem við er miðað, er 175 574.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér segir síð-
ustu 5 árin (100 kg.): 1956: 1 774,1957:1 655, 1958:1 855,1959:1 562,1960: 1 491.
4. yfirht sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip hafa á undanförnum árum verið tekin á skýrslu hálfsárslega með
innflutningi júní og desember, en voru að þessu sinni einnig tekin með innflutningi
febrúarmánaðar. Fyrr í þessum kafla var gerð grein fyrir, hvernig innflutningur skipa
og flugvéla 1960 skiptist á árið.
Fyrir árin 1935—50, hvert um sig, var í inngangi verzlunarskýrslna tafla,
er sýndi skiptingu innflutningsins eftir notkun og vinnslustigi. Var
vörunum þar skipt í 2 aðalflokka, framleiðsluvörur og neyzluvörur, og innan hvers
flokks var annars vegar frekari sundurgreining eftir notkun vara og hins vegar
eftir vinnslustigi. Tafla þessi, sem var gerð eftir fyrirmynd hagstofu Þjóðabanda-
lagsins gamla, var felld niður úr verzlunarskýrslum frá og með árinu 1951, þar
eð hún taldist gagnslítil og jafnvel villandi. Síðan liefur ekki verið hirt nein slík
sundurgreining innflutningsins eftir notkun vara fyrr en í Verzlunarskýrslum 1959.
í 5. yfirliti er sýnd skipting innflutnings 1960 eftir notkun Vara og auk
þess eftir innkaupasvæðum. — Flokkun innflutningsins eftir notkun er
miklum vandkvæðum bundin, fyrst og fremst vegna þess að sumar vörutegundir
falla á fleiri en einn hinna þriggja aðalflokka, auk þess sem þær geta talizt til tveggja
eða fleiri undirflokka hvers aðalflokks. í stað þess að skipta innflutningi hverrar
slíkrar vörutegundar eftir notkun hennar — en það er óframkvæmanlegt — hefur
hér verið farin sú leið að skipa slíkum vörum þar í flokk, sem notkun þeirra er tahn
mest. EldsneytisVörur (ohur, bensín og kol) hafa hér sérstöðu, bæði vegna þýðingar
þeirra og margbreytni í notkun, og var sú leið farin að setja þær í sérstakan lið í
rekstrarvöruflokknum. í því sambandi verður að liafa í huga, að heildarverðmæti
neyzluvöruflokksins er í yfirhtinu talið of lágt svarandi til þess hluta eldsneytisinn-
flutningsins, sem fer til neyzlu (t.d. bensín á fólksbíla, oha til húsakyndingar). Sömu-
lciðis má lialda því fram, að t.d. fólksbílar, sem taldir eru með fjárfestingarvörum,
ættu frekar að vera í neyzluvöruflokknum, ekki síður en aðrar varanlegar neyzlu-
vörur þar, s. s. rafmagnsheimihstæki. Þessi dæmi eru tekin hér aðeins til þess að
skýra yfirlitið um flokkun innflutningsins og stuðla að því, að menn noti niðurstöð-
ur þess með varfærni. — Rétt er að geta þess sérstaklega, að ahar lirávörur og efni-
vörur til innlendrar neyzluvöruframleiðslu eru í 5. yfirhti taldar neyzluvörur,
en ekki rekstrarvörur.