Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Blaðsíða 35
Verzlunarskýrslur 1960
33
kr. á hVert tonn ísfisks til Bretlands og 825 kr. á hvert tonn til Vestur-Þýzkalands.
Frádráttur vegna sölukostnaðar og tolla í Bretlandi er 14% af brúttósölu, en frá-
dráttur vegna vinnu við löndun, leigu á tækjum o. fl. er 45 au. á kg. Frádráttur
vegna sölukostnaðar og tolla í Vestur-Þýzkalandi er 25% af brúttósölu fram að
1. ágúst en 15% frá þeim tíma til ársloka, og stafar munurinn af mismunandi toll-
um á fiski eftir árstíðum. í Vestur-Þýzkalandi er leiga á löndunartækjum og
annar beinn löndunarkostnaður lægri en I Bretlandi, svo að ekki þykir ástæða til
að gera sérstakan frádrátt fyrir honum. Hér fer á eftir sundurgreining á verð-
mæti ísfisksútflutningsins 1960 (í millj. kr.):
Bretland V.-Þýzkaland Danmörk Samtals
Fob-verð skv. verzlunarskýrslum .. 47 747 73 017 2 428 123 192
Reiknaður flutningskostnaður 7 269 14 828 348 22 445
Áætlaður sölukostnaður og tohur ... 14 390 17 032 490 31 912
Brúttósölur......................... 69 406 104 877 3 266 177 549
Það skal tekið fram, að togarar, sem selja ísfisk erlendis, nota miklar upphæðir
af fiskandvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til greiðslu á
skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefndum hundraðshluta, sem
dreginn er frá brúttósölum, þegar fob-verðið er reiknað út. Skortir því mjög mikið
á, að gjaldeyri svarandi tfl fob-verðs sé skilað til bankanna.
6. yfirlit sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan hefur numið síðan um
aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir því, frá hvaða atvinnuvegi
þær stafa. Enn fremur er sýnt með hlutfallstölum, hve mikill hluti verðmætisins
stafar árlega frá hverjum atvinnuvegi.
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutningsins 19 60
skiptist á mánuði.
Togarinn Gyllir, 369 lestir, var fluttur út á árinu sem brotajárn. Söluverð
var 447 þús. kr. Ein flugvél var seld úr landi. Var það skymasterflugvéhn Edda,
sem seld var til Lúxembúrg fyrir 7 620 þús. kr.
5. Viðskipti við einstök lönd.
External trade by countries.
8. yfirlit (bls. 30*—32*) sýnir, hvernig verðmæti innfluttra og útfluttra
vara hefur skipzt 3 síðustu árin eftir innflutnings- og útflutningslöndum.
Síðari hluti töflunnar sýnir þátt hvers lands hlutfallslega í verzluninni við ísland
samkvæmt íslenzku verzlunarskýrslunum.
í töflu III A (bls. 4—7) er verðmæti innflutnings frá hverju landi skipt eftir
vörudeildum, og tafla III B (bls. 8—11) sýnir tilsvarandi skiptingu á útflutningnum,
en vörusundurliðunin er þar talsvert ýtarlegri. í töflu V A og B (bls. 84—140) eru
taldar upp innfluttar og útfluttar vörur og sýnt, hvernig innflutnings- og útflutnings-
magn og verðmæti hverrar þeirra skiptist eftir löndum. Hvað snertir sundurliðun
innflutningsins er hér ekki farið eins djúpt og í töflu IV A. Aðalreglan er, að
tollskrárnúmer er ekki sundurliðað á lönd, nema um sé að ræða a. m. k. eitt land
með 100 000 kr. verðmæti eða meira. Stundum kemur það fyrir, að öll tollskrár-
númer hvers vöruflokks eru sundurhðuð á lönd, en hitt er þó algengara, að svo