Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Blaðsíða 11
V erzlunarskýralur 1960
9*
samkvæmt sömulögum. í inngangi Verzlunarskýrslna 1958 og 1959 var skýrt nánar
frá uppbótakerfinu með tilheyrandi gjaldheimtu, og vísast til þess. Hélzt það óbreytt
frá því, sem þar er frá skýrt, unz það var afnumið með lögum um efnahagsmál.
Hafði þá uppbótakerfi verið Við líði síðan í ársbyrjun 1951, en það hafði tekið
miklum breytingum, unz það komst í það horf, sem ákveðið var í lögum nr. 33/1958,
um útflutningssjóð o. fl. — Hið nýja gengi gilti ekki fyrir útflutningsvörur fram-
leiddar fyrir 16. febrúar 1960. Gjaldeyrir fyrir þær skyldi greiddur á eldra gengi
og útflytjendur fá bætur á það samkvæmt ákvæðum útflutningssjóðslaga. Gengis-
munur sá, er hér myndaðist, skyldi renna í útflutningssjóð og ganga til greiðslu
á skuldbindingum hans. Um önnur ákvæði efnahagsmálalaga varðandi gildistöku
hins nýja gengis vísast til laganna sjálfra.
Yfirfærslugjald það, er var í gildi fyrir gengisbreytingu 1960, var ekki inni-
falið í cif-verðmæti innflutnings samkvæmt verzlunarskýrslum. Þar sem fob-verð-
mætið í cif-verði var umreiknað í krónur á opinberu gengi, var farmgjaldið orðið
óeðlilega stór hluti af cif-verðinu, enda höfðu stykkjavörufarmgjöld hækkað mikið
vegna yfirfærslugjaldsins og af fleiri ástæðum, og farmgjöld á vörum, sem koma til
landsins í heilum förmum, voru 55% hærri en clla vegna yfirfærslugjaldsins. Á hhð-
stæðan hátt voru uppbætur á útfluttar vörur ekki taldar í fob-verði þeirra, og hækk-
aði það því um 133-134% við gengisbreytinguna. Cif-Verð innfl. vara hækkaði heldur
rninna, vegna þess að tiltölulega litil hækkun varð á þeim hluta cif-verðs, sem
svarar flutningsgjaldi. Á stykkjavöru hækkaði það aðeins 9,2% (20% hækkun frá
febrúar 1960, en frá 1. apríl 1960 féll niður 9% skattur á flutningsgjaldi og varð
hækkunun þá 9,2%, í stað 20%). Á vörum, sem koma til landsins í heilum förmum
(kol, salt, bensín og brennsluolíur, almennt timbur, tilbúinn áburður), var hækkun
flutningsgjalds hins vegar 50% og tók það jafnt til innlendra skipa sem til erlendra.
Þessi hækkun var vegna yfirfærslugjaldsins sem svarar hækkun úr 155 í 233, miðað
við skráð gengi = 100 fyrir gengisbreytingu. — í mánaðarlegum tölum innflutn-
ings og útflutnings 1960 eins og þær hafa verið birtar í Hagtíðindum hafa tölur 2ja
fyrstu mánaðanna 1960 verið miðaðar við eldra gengi, en frá marzbyrjun 1960
hafa allar tölur verið miðaðar við nýja gengið, án tilhts til framleiðslutíma út-
fluttra vara og á hvaða gengi innfluttar vörur höfðu verið greiddar. Hér vísast að
öðru leyti til greinargerðar um áhrif gengisbreytingar 1960 á tölur verzlunarskýrslna,
sem birtist í aprílblaði Hagtíðinda 1960. í marzblaði þeirra 1960 var og stutt yfirlit
um ákvæði efnahagsmálalaga 1960.
í Verzlunarskýrslum 1960 eru tölur alls ársins miðaðar við það gengi,
sem tók gildi 22. febrúar 1960. Þótti rétt að umreikna tölur 2ja fyrstu
mánaða ársins til samræmis við hið nýja gengi, til þess að fá fram rétt meðalverð
á innfluttum og útfluttum vörum miðað við verðlag eftir gengisbreytingu.
Helztu breytingar á gjöldum á innfluttum vörum 1960 voru þessar:
Eins og áður segir féll niður 55% og 30% yfirfærslugjald, þegar lög um efnahags-
mál tóku gildi. Innflutningsgjaldið, sem verið hafði 62%, 40% eða 22%, lækkaði
í 40%, 30% eða 15%, samkvæmt ákvæðum efnahagsmálalaga. Gjald þetta reiknast
af cif-verði að viðbættum tollum og 10% áætlaðri álagningu. Smávægilegar breyt-
ingar voru gerðar á skránni yfir þær vörur, sem innflutningsgjaldið tekur til. — Hið
sérstaka innflutningsgjald á bensíni var með sömu lögum hækkað úr 113 au. í 147
au. á lítra. Þar af renna 19 au. í brúarsjóð, 14 au. í sjóð til vegalagningar milli
byggðarlaga og 114 au. í ríkissjóð. Loks var með sömu lögum ákveðið, að hið sér-
staka gjald á fob-verði fólksbifreiða skyldi mega nema allt að 135%, í stað 160%
áður. Ákvað ríkisstjórnin, að gjald þetta skyldi, sem fyrr, innheimt af fólksbif-
b