Hagskýrslur um utanríkisverslun


Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Page 11

Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Page 11
V erzlunarskýralur 1960 9* samkvæmt sömulögum. í inngangi Verzlunarskýrslna 1958 og 1959 var skýrt nánar frá uppbótakerfinu með tilheyrandi gjaldheimtu, og vísast til þess. Hélzt það óbreytt frá því, sem þar er frá skýrt, unz það var afnumið með lögum um efnahagsmál. Hafði þá uppbótakerfi verið Við líði síðan í ársbyrjun 1951, en það hafði tekið miklum breytingum, unz það komst í það horf, sem ákveðið var í lögum nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl. — Hið nýja gengi gilti ekki fyrir útflutningsvörur fram- leiddar fyrir 16. febrúar 1960. Gjaldeyrir fyrir þær skyldi greiddur á eldra gengi og útflytjendur fá bætur á það samkvæmt ákvæðum útflutningssjóðslaga. Gengis- munur sá, er hér myndaðist, skyldi renna í útflutningssjóð og ganga til greiðslu á skuldbindingum hans. Um önnur ákvæði efnahagsmálalaga varðandi gildistöku hins nýja gengis vísast til laganna sjálfra. Yfirfærslugjald það, er var í gildi fyrir gengisbreytingu 1960, var ekki inni- falið í cif-verðmæti innflutnings samkvæmt verzlunarskýrslum. Þar sem fob-verð- mætið í cif-verði var umreiknað í krónur á opinberu gengi, var farmgjaldið orðið óeðlilega stór hluti af cif-verðinu, enda höfðu stykkjavörufarmgjöld hækkað mikið vegna yfirfærslugjaldsins og af fleiri ástæðum, og farmgjöld á vörum, sem koma til landsins í heilum förmum, voru 55% hærri en clla vegna yfirfærslugjaldsins. Á hhð- stæðan hátt voru uppbætur á útfluttar vörur ekki taldar í fob-verði þeirra, og hækk- aði það því um 133-134% við gengisbreytinguna. Cif-Verð innfl. vara hækkaði heldur rninna, vegna þess að tiltölulega litil hækkun varð á þeim hluta cif-verðs, sem svarar flutningsgjaldi. Á stykkjavöru hækkaði það aðeins 9,2% (20% hækkun frá febrúar 1960, en frá 1. apríl 1960 féll niður 9% skattur á flutningsgjaldi og varð hækkunun þá 9,2%, í stað 20%). Á vörum, sem koma til landsins í heilum förmum (kol, salt, bensín og brennsluolíur, almennt timbur, tilbúinn áburður), var hækkun flutningsgjalds hins vegar 50% og tók það jafnt til innlendra skipa sem til erlendra. Þessi hækkun var vegna yfirfærslugjaldsins sem svarar hækkun úr 155 í 233, miðað við skráð gengi = 100 fyrir gengisbreytingu. — í mánaðarlegum tölum innflutn- ings og útflutnings 1960 eins og þær hafa verið birtar í Hagtíðindum hafa tölur 2ja fyrstu mánaðanna 1960 verið miðaðar við eldra gengi, en frá marzbyrjun 1960 hafa allar tölur verið miðaðar við nýja gengið, án tilhts til framleiðslutíma út- fluttra vara og á hvaða gengi innfluttar vörur höfðu verið greiddar. Hér vísast að öðru leyti til greinargerðar um áhrif gengisbreytingar 1960 á tölur verzlunarskýrslna, sem birtist í aprílblaði Hagtíðinda 1960. í marzblaði þeirra 1960 var og stutt yfirlit um ákvæði efnahagsmálalaga 1960. í Verzlunarskýrslum 1960 eru tölur alls ársins miðaðar við það gengi, sem tók gildi 22. febrúar 1960. Þótti rétt að umreikna tölur 2ja fyrstu mánaða ársins til samræmis við hið nýja gengi, til þess að fá fram rétt meðalverð á innfluttum og útfluttum vörum miðað við verðlag eftir gengisbreytingu. Helztu breytingar á gjöldum á innfluttum vörum 1960 voru þessar: Eins og áður segir féll niður 55% og 30% yfirfærslugjald, þegar lög um efnahags- mál tóku gildi. Innflutningsgjaldið, sem verið hafði 62%, 40% eða 22%, lækkaði í 40%, 30% eða 15%, samkvæmt ákvæðum efnahagsmálalaga. Gjald þetta reiknast af cif-verði að viðbættum tollum og 10% áætlaðri álagningu. Smávægilegar breyt- ingar voru gerðar á skránni yfir þær vörur, sem innflutningsgjaldið tekur til. — Hið sérstaka innflutningsgjald á bensíni var með sömu lögum hækkað úr 113 au. í 147 au. á lítra. Þar af renna 19 au. í brúarsjóð, 14 au. í sjóð til vegalagningar milli byggðarlaga og 114 au. í ríkissjóð. Loks var með sömu lögum ákveðið, að hið sér- staka gjald á fob-verði fólksbifreiða skyldi mega nema allt að 135%, í stað 160% áður. Ákvað ríkisstjórnin, að gjald þetta skyldi, sem fyrr, innheimt af fólksbif- b
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Hagskýrslur um utanríkisverslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um utanríkisverslun
https://timarit.is/publication/1123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.