Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1961, Blaðsíða 18
16*
Verzlunarskýralur 1960
2. yfirlit (frh.). Sundurgreining á cif-verði innfiutningsins 1960, eftir vörudeildum
»o H V | úl |! *© 1«
n 1 • § cð 3 1 >
2 P3 ES u
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
89 Ýmsar unnar vörur, ót. a 54 457 638 2 933 58 028
91 Póstbögglar óflokkaðir eftir innihaldi - - - -
92 Lifandi dýr, ekki til manneldis 1 0 3 4
93 Endursendar vörur farþegaflutningur o. fl 644 7 62 713
Samtals 3105 814 26 920 206 352 3 339 086
Samtals án skipa 2 532 947 26 920 206 352 2 766 219
brúttóþyngd fyrir hverja vörutegund í tollskránni, samkvæmt því sem þetta
hlutfall reyndist á árinu 1950, sjá bls. 8*.
Næstsíðasti dálkur töflu IV A sýnir fob-verðmæti hverrar innfluttrar
vörutegundar. Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar
frá útflutningsstaðnum ásamt vátryggingariðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá erlendri
útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um að ræða farmgjöld
með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar útflutningshafnar, þar sem
vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kemur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl.
Fer þetta eftir því, við hvaða stað eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað
kveður að því, að vörur séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slíkum tilfellum
er tilsvarandi fob-verð áætlað.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsVaranna bæði cif og foh eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið — en á slíkum innflutningi
er cif-verðið tahð sama og fob-verðið — nemur fob-verðmæti innflutningsins 1960
alls 2 509 952 þús. kr., en cif-verðið 2 743 224 þús. kr. Fob-verðmætið 1960 var
þannig 91,5% af cif-verðmætinu, en árið áður var það 85,9% af því. Þessi mikla
lækkun á mismun fob-verðs og cif-verðs stafar að sjálfsögðu aðallega af því, að við
gengisbreytinguna varð miklu minni hækkun á flutningsgjaldi en á fob-verði, eins
og áður er rakið. Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milh fob-verðs og
cif-Verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef
htið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá einhverja vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, liefur hið fyrr nefnda verið áætlað og
verður flutningskostnaðurinn þá sá mismimur, sem fram kemur, þegar fob-verð
ásamt áætlaðri vátryggingu er dregið frá cif-verðinu. Vátryggingin er áætluð með
því að margfalda cif-verðmæti hvers vöruflokks með þeim iðgjaldshundraðshluta,
sem telja má, að eigi að meðaltali við hvern flokk. Tryggingariðgjald fyrir olíur og
bensín með tankskipum er nú talið 0,3% af cif-Verði, og fyrir ýmsar aðrar vörur er
það talið sem hér segir: Kol 0,75%, salt 0,7%, almennt timbur 1%. Reiknað er
almennt með 1% iðgjaldi fyrir vörur, sem ekki fá sérstaka meðferð í þessum út-
reikningi. Við þessar hundraðstölur bætist 10% iðgjaldaskattur. — Að svo miklu
leyti sem tryggingin kann að vera tahn of há eða of lág í 2. yfirliti, er flutnings-
kostnaðurinn tahnn þar tilsvarandi of lágur eða of hár.