Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Qupperneq 19
Erlent | 19Miðvikudagur 6. júlí 2011 Reynt á mannréttindabrot Bandaríkjanna: Vilja rétta yfir Bandaríkjamönnum Írönsk stjórnvöld hafa í hyggju að rétta yfir 26 bandarískum emb- ættismönnum fyrir mannréttinda- brot að sakborningum fjarstöddum. Meðal þeirra sem rétta á yfir er Do- nald Rumsfeld, fyrrverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna. Þá á einnig að rétta yfir herforingjum við Abu Graib-fangelsið í Írak og Guan- tanamo-fangabúðunum á Kúbu. Frumvarp um réttarhöldin var ný- lega lagt fyrir þingið í Íran. Frumvarpið kom í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna skipaði sérstakan rannsakanda til að rannsaka mannréttindabrot í Íran. Íranir neita hins vegar öllum ásökunum um mannréttindabrot og sömuleiðis ásökunum um að hafa bælt niður mótmæli með hörku eft- ir forsetakosningarnar 2009 þeg- ar Mahmoud Ahmadinedjad var endurkjörinn forseti. Frá því að klerkastjórnin komst til valda í Íran hafa Bandaríkin oft beitt refsiaðgerðum gegn Íran. Á síð- ustu árum hafa refsiaðgerðirnar, fyr- ir tilstuðlan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna beinst gegn kjarnorku- áætlunum Írana. Nú hafa írönsk stjórnvöld ákveð- ið að svara í sömu mynt með því að halda sín eigin réttarhöld. Verði mennirnir fundnir sekir liggur í aug- um uppi að þeir muni ekki taka út refsingu sína enda eiga bandarískir embættismenn almennt lítið erindi til Íran. Þá hafa Bandaríkjamenn aldrei sætt refsingum fyrir mannrétt- indabrot eða stríðsglæpi. Þess má geta að hvorki Banda- ríkin né Íran viðurkenna lögsögu Al- þjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag svo dæmi séu tekin. Rumsfeld Íranar ætla að rétta yfir fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Sprengjuárásir Írak: 35 fórust í árásum Að minnsta kosti 35 manns fórust í tveimur sprengjuárásum á stjórn- sýslubyggingu í bænum Taji, 20 kíló- metra norður af Bagdad. Seinni sprengjan var sprengd úr fjar- lægð skömmu eftir þá fyrri þegar fjöldi manns hraðaði sér á vettvang. Írösk yfirvöld hafa kennt al-Kaída um hryðju- verkin en bandarískir herforingjar segja hins vegar að hersveit, sem njóti stuðnings Írans, sé ábyrg fyrir ódæðinu. Þær hersveitir lýstu drápi á 14 bandarískum hermönnum í síðasta mánuði á hendur sér. Áður höfðu fimm manns, þrjár konur og tvö börn, farist í eldflaugaárás á yfir- ráðasvæði bandaríska hersins en þar voru menn að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Margt bendir nú til þess að stóra málið á hendur Dominique Strauss- Kahn, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði fellt niður. Strauss-Kahn er ákærður fyrir kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar en málið er nú í uppnámi þar sem saksóknar- ar eru hættir að trúa hótelþernunni þrátt fyrir að sönnunargögn sýni að Strauss-Kahn átti í kynferðislegum samskiptum við þernuna á hótelher- berginu. Í kjölfar ásakananna grófu lög- fræðingar Strauss-Kahns upp ýmis- legt vafasamt um hana. Meðal ann- ars á hún að hafa logið í umsókn sinni um landvistarleyfi. Hún hefur verið bendluð við glæpastarfsemi sem tengist peningaþvætti og sölu á fíkniefnum og loks er hún sögð stunda vændi á hótelinu samhliða þrifunum. Þá á konan að hafa talað við fanga í síma um þann möguleika að hagnast á því að lögsækja Strauss- Kahn. Lögmaður þernunnar vildi hins vegar ekki gefa málið eftir og sagði það staðreynd að Strauss-Kahn hefði áreitt þernuna kynferðislega. Eftir standa því orð fátækrar hótelþernu gegn orðum valdamikils embætt- ismanns og erfitt að fullyrða hvað gerðist í raun og veru á hótelinu. Kæra bíður Strauss-Kahns í Frakklandi Strauss-Kahn mun væntanlega fara úr öskunni í eldinn en rithöfund- urinn Tristane Banon hefur ákveð- ið að leggja fram kæru hjá saksókn- ara í París vegna kynferðislegs áreitis Strauss-Kahns þegar hún tók við- tal við hann árið 2003. Hún hugðist gera það strax eftir atvikið en móðir hennar, Anne Mansouret, flokkssyst- ir Strauss-Kahns, sannfærði hana um að gera það ekki. Mansouret segist hins vegar sjá eftir því núna þar sem augljóst sé að vandamál Strauss- Kahns varðandi konur væru veik- leiki. Banon tjáði sig um málið í við- tali við franska vikublaðið L’express. Þar sagði hún að allir hefðu sagt sér að henni yrði ekkert ágengt ef hún myndi sækja Strauss-Kahn til saka en málið í New York hefði gefði henni hugrekki til að leggja fram kæru til saksóknara. Hún sagðist vera orðin þreytt á að þurfa að bera þetta mál ein á herðum sér enda hafi hún með- al annars verið sökuð um lygar. Lögfræðingur Banon sagði við sama blað að kærurnar yrðu lagðar fram seinna, en hann vildi ekki að málið yrði tengt við mál hótelþern- unnar. Lögfræðingar Strauss-Kahns í Frakklandi sögðust hafa fengið skip- anir um að leggja inn kæru á hendur Banon fyrir að ljúga til um „ímynd- aða“ atburði. Þá hefur Strauss-Kahn einnig talað um samæri gegn Sósíal- istaflokknum í þessu samhengi. „Þannig er það nú bara“ Mál Strauss-Kahns hefur haft víð- tæk áhrif í Frakklandi. Þerna á hóteli í París kom fram og tjáði sig um kyn- ferðislega misnotkun sem hún sætti af hálfu manns sem tengist furstan- um í Katar. Hún leitaði til lögregl- unnar sem vildi ekkert gera í málinu og sagði henni að falla frá því. Hún sagði þá í kjölfarið að það væri ekki réttlátt því maðurinn væri ríkur og mikilvægur og gæti komið fram við fólk eins og hann vildi. „Þannig er það nú bara,“ svaraði lögreglan um hæl. Talsmaður samtaka gegn kvenna- ofbeldi sagði málið hafa verið tek- ið fyrir á ný þrátt fyrir að konan sjálf hefði ekki verið látin vita. Talsmað- urinn sagði jafnframt að tilkynningar um kynferðislegt áreiti hefðu aukist svo áberandi væri. Konur hefðu nú hugrekki til að koma fram. Lögreglan í Frakklandi rannsak- ar nú einnig mál Georges Tron sem þurfti að segja af sér sem ráðherra í síðasta mánuði eftir að tvær embætt- iskonur komu fram og ásökuðu hann um kynferðislega áreitni fyrir fjórum árum. Vonast eftir breyttu hugarfari í Frakklandi Franskir femínistar binda vonir við að mál Strauss-Kahns muni hafa í för með sér breytt hugarfar í Frakk- landi. Ritjóri Le Monde bindur vonir við að málið marki endalok „gamal- dags karlrembustjórnmála“ í Frakk- landi en tilhneiging hefur verið til að láta sem ekkert hafi í skorist í málum sem varða kynferðislega áreitni. Þá kallaði ritstjóri Elle Magazine eftir hugarfarsbreytingu hjá konum sem sæju sér ekki annað fært en að láta karlrembu og kynferðislegt áreiti við- gangast. Svo virðist þó sem að barátta fem- ínista fyrir breyttu hugarfari eigi enn töluvert í land en samkvæmt nýlegri könnun getur tæplega helmingur Frakka hugsað sér að sjá Strauss- Kahn aftur í frönskum stjórnmálum og umræðum. Þykir það jafnframt móðgun við konur að Strauss-Kahn er enn orðaður við forsetaframboð í Frakklandi. Dominique Strauss-Kahn Gengur úr réttarsal eftir að hafa verið látinn laus án tryggingargjalds. Vafasöm fortíð þernunnar sem kærði Strauss-Kahn n Saksóknarar draga trúverðugleika þernunnar í efa n Franskur rithöf- undur leggur fram kæru n Femínistar berjast fyrir breyttu hugarfari Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Tristane Banon Franskur rithöfundur ætlar að leggja fram kæru á hendur Strauss-Kahn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.