Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Side 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 6. júlí Miðvikudagur Cardiff og AEK hafa mikinn áhuga: Aron Einar eftirsóttur Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- maður í fótbolta, mun væntanlega í dag eða á morgun skrifa undir samn- ing við nýtt félag af marka má orð umboðsmanns hans, Jerrys de Kon- ing, á þriðjudag. „Það eru mörg fé- lög á höttunum eftir Aroni og Cardiff City er eitt þeirra liða,“ sagði hann en Aron er nú sterklega orðaður við velska liðið Cardiff City sem leikur í Championship-deildinni. „Það hefur ekki verið gengið frá neinu en þetta ætti að verða klárt eft- ir einn til tvo klukkutíma. Það sem mest liggur á að ganga frá eru bóta- greiðslur til Coventry,“ segir Koning en þar sem Aron hefur verið hjá fé- laginu í þrjú ár en ekki enn náð 24 ára aldri hefur Coventry rétt á bóta- greiðslum. Aron hefur lengi staðið í stappi við Coventry yfir nýjum samn- ingi en liðið virðist ekki reiðubúið að borga honum uppsett samningsverð. Samkvæmt heimildum DV hefur gríska liðið AEK einnig mikinn áhuga á að fá Aron Einar en yfirmaður knatt- spyrnumála þar er fyrrverandi lands- liðsmaðurinn Arnar Grétarsson. AEK getur þó aðeins boðið Aroni svipað- an samning og hann er með hjá Co- ventry í dag og er því gríska liðið ekki inni í myndinni hjá landsliðsmannin- um. AEK hefur frá því Arnar hóf störf þar haft áhuga á að fá íslenska leik- menn til liðs við sig. Er félagið nú á höttunum eftir Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks. Samkvæmt umboðsmanni Arons Einars hafa fleiri lið áhuga á honum. „Mörg stórlið í stórum deildum hafa sýnt honum áhuga. Fullt af félögum í Championship-deildinni og nokkur í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig sýnt áhuga. Auk þess hafa félög frá Þýskalandi og Hollandi verið í sam- bandi,“ segir Jerry de Koning, um- boðsmaður Arons Einars Gunnars- sonar. tomas@dv.is Til hvers er góði fótboltinn? n Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna sér Chelsea og Manchester City sem helstu ógn- ina við Uni- ted í titilbarátt- unni á komandi tímabili. Hann tippar á að Arse- nal dali og gefur lítið fyrir þá stað- reynd að oft spili liðið besta bolt- ann. „Arsenal spilar stundum besta fótboltann en hver er tilgangurinn með því ef liðið vinnur ekkert? Svo er liðið að missa sína bestu leikmenn. Ég sé Arsenal því frekar fara niður en vera í einhverri titilbaráttu,“ segir Paul Scholes. Downing kláraður í vikunni n Fátt ætti nú að geta komið í veg fyrir að vængmaðurinn Stewart Downing gangi í raðir Liverpool frá Aston Villa fyrir 20 milljónir punda en búist er við að gengið verði frá samn- ingum í vikunni. Downing hefur heimtað að fá að fara frá Villa þrátt fyrir beiðni nýja knattspyrnustjórans, Alex McLeish, um að hann verði áfram. „Stewy er búinn að ákveða sig. Hann vill fara til Liverpool,“ segir heimildarmaður breska götublaðs- ins The Sun. Murray horfir til Djokovic n Breska tenniskappanum tókst ekki að hafa sigur á Wimbledon- mótinu sem lauk um síðustu helgi en hann á enn eftir að vinna risamót. Í pistli sem hann skrifar í breska blaðið The Guardi- an segist hann horfa upp til nýja Wimble- don-meistar- ans, Novaks Djokovic. „Ég man eftir Djokovic í undanúrslitum í fyrra og í úrslitaleiknum. Hann hefur bætt sig ótrúlega mikið frá því í fyrra og það er eitthvað sem ég þarf að horfa til,“ skrifar Murray. Stórlið berjast um Pastore n Javier Pastore, miðjumaður ít- alska liðsins Palermo, virðist mjög eftirsóttur en Manchester United, Manchester City og Chelsea eru öll á höttunum eftir þessum 22 ára gamla leikmanni. Palermo vill fá 44 milljónir punda fyrir Pastore en ólíklegt þykir að nokkurt lið vilji greiða svo mikið fyrir hann. Þrátt fyrir áhuga þessara ensku liða segir forseti félagsins í viðtali við ítalska blaðið La Gazetta dello Sport að líklegasti áfangastaður Pastore verði Spánn. Klitschko bestur í heimi n „Ég gat ekki hreyft mig almenni- lega þar sem ég var tábrotinn en það var ekki ástæðan fyrir því að ég tapaði bardag- anum,“ segir David Haye um tapið gegn Wla- dimir Klitschko um síðustu helgi. „Klitschko var betri en ég, þannig er það bara. Ég var klár- lega næstbestur inni í hringum á laugardagskvöldið og ég efast um að ég hefði unnið þó ég hefði verið heill. Wladimir er besti hnefaleika- kappi heims um þessar mundir.“ Molar Á sunnudaginn fer fram ein stærsta Formúlukeppni hvers árs þegar ökuþórar lið- anna geysast um Silverstone- brautina í Bretlandi. Einn maður verður þó tæplega að horfa, fyrrverandi heimsmeistarinn í Fo- múlu 1, Jacques Villeneuve. Kanada- maðurinn fertugi sem síðast keyrði fyrir Sauber árið 2006 hefur oft ver- ið orðaður við endurkomu í Formúl- una en miðað við orð hans í veislu hjá Williams-liðinu um síðastliðna helgi mun það seint gerast. „Ég horfi ekki einu sinni á keppnirnar leng- ur. Í fyrsta skipti frá því ég man eftir mér nenni ég því ekki. Þegar mótin eru hálfnuð er ég byrjaður að geispa. Þetta er erfitt fyrir mig því ég verð bara reiður að horfa á þetta,“ segir Villeneuve. Engin spenna Það verður seint sagt að Formúlu- tímabilið í ár hefur verið spennandi en Sebastian Vettel á Red Bull hefur unnið sex af átta fyrstu keppnunum. Þá eru þetta nær alltaf sömu bílarn- ir sem raða sér í efstu sætin. Mun- urinn á gæðum bílanna er svo mik- ill að góðir ökumenn geta illa varið stöðu sína gegn þeim sem eru á betri bílum. „Michael Schumacher hefði með réttu átt að vera á palli í Kanada um daginn. En það var ekki séns að hann gæti varið stöðu sína. Ég verð bara pirraður að horfa á þetta,“ seg- ir Villeneuve sem er ekki hrifinn af DRS-kerfinu, eða færanlega aftur- vængnum, sem hjálpar ökumönnum gríðarlega við framúrakstur. „Mér finnst ekkert gaman að sjá framúrakstur með DRS. Ég vil bara sjá Lewis Hamilton brjálaðan eins og hann hefur verið undanfarið og reyna að strauja fram úr mönnum á erfiðum stöðum. Það er gaman og spennandi. Framúrakstur með DRS er hundleiðinlegur. Ég bara sofna þegar ég sé svoleiðis leiðindi. Ég hreinlega skil ekki hvers vegna þetta dót er á bílunum. Þegar menn sjá að það er verið að taka fram úr þeim reyna þeir ekki einu sinni að verja sig. Þeir geta það ekki. Til hvers ættu þeir að reyna það?“ segir Villeneuve. Röngum mönnum refsað „Dómarar eru líka að refsa mönn- um fyrir að gera mistök frekar en þeim sem keyra hættulega,“ hélt Villeneuve áfram. „Það er algjör- lega rangt. Það gerist alveg að menn klessi á, þetta er nú kappakstur. Síð- an sikk-sakka menn í brautinni og gera alls kyns hættulega hluti en fá ekki bágt fyrir það. Það finnst mér ekki rétt stefna,“ segir Villeneuve sem sjálfur lenti í því að Michael Schu- macher keyrði viljandi á hann og var Schumacher refsað með því að hann missti ölll stigin í heimsmeistara- keppninni það árið. Ef einn ökuþór hefur verið grófari en annar í brautinni í ár er það Lewis Hamilton á McLaren en hann hefur verið að gera ökumenn brjálaða með látum í brautinni. „Lewis keyrir mjög ákveðið í ár og gleymir sér stundum þannig að hann endar á því að klessa á aðra bíla. En það á ekkert að stöðva það. Þetta er jú kappakstur! Þetta er nákvæmlega það sem maður vill sjá. Baráttu,“ segir Jacques Villeneuve. Eftirsóttur Aron Einar á úr vöndu að ráða fyrir komandi tímabil. MyND ToMASz KoLoDziEJSKi n Heimsmeistarinn fyrrverandi Jacques Villeneuve hættur að horfa á F1 n Aldrei spenna, enginn getur varið stöðu sína og röngum mönnum refsað n Fann ánægjuna aftur í NASCAR Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Ákveðinn Villeneuve er ánægður með lætin í LewisHamilton í ár. MyND REuTERS Geispar yfir Formúlu 1 Ekki spennandi lengur Jacques Villeneuve segir alla spennu vanta í F1. MyND REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.