Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur „Það er greinilegt á þessu að þrösk­ uldinum hefur verið náð. Neytendur eru farnir að draga úr neyslu á þess­ ari vöru,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vegagerð­ in hefur birt tölur um umferð versl­ unarmannahelgarinnar. Umferð á helstu stofnæðum vegakerfisins, umhverfis höfuðborgarsvæðið, svo sem um Hvalfjarðargöng og Hellis­ heiði, var mikið minni en í fyrra. Um­ ferð um Hellisheiði dróst saman um 14,4 prósent þessa þrjá daga en 11,3 prósent um Hvalfjarðargöng. Eins og fjallað er um á neytenda­ síðu DV í dag hefur bensínverð aldrei verið hærra. Lítrinn kostar 242 krón­ ur og hefur hækkað tvöfalt á fjórum árum. Runólfur segir að fjölmargir hafi samband við FÍB og segi að þeir séu farnir að draga úr ferðalögum og heimsæki síður ættingja og vini sem búi fjarri. „Þetta hefur líka áhrif á félagsstarf í dreifðari byggðum, svo sem kórstarf og leikfélög,“ segir hann. „Þetta virðist vera farið að hafa áhrif á hefðbundið lífsmynstur fólks. Afleiðingin getur orðið lakari lífs­ gæði,“ segir hann og gagnrýnir aukn­ ar álögur ríkisins á bensín, sem ekki renni til framkvæmda í vegakerfinu. Runólfur undrast að á sama tíma og umferðin minnki vegna eldsneytis­ verðs, tali aðstoðarmaður fjármála­ ráðherra um að hækka þurfi skatta. Hann bendir á að ef umferðin núna sé borin saman við umferðina fyrir hrun sé munurinn miklu meiri en sjáist á þessum tölum. Hann hvetur stjórnvöld til að verja því fé, sem rík­ ið fær með álögum á borð við kolefn­ isgjald, til vegaframkvæmda. Þangað sé hægt að sækja fjármagn. Minni umferð Umferðin dregst saman á milli ára. Himinhátt eldsneytisverð skerðir lífsgæði: Hitta síður ættingja og vini Verslunarmannahelgin: Áfengissala dróst saman Sala áfengis í vikunni fyrir versl­ unarmannahelgi var tæplega 11 prósentum minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 744 þúsund lítrar. Sex prósentum færri viðskipta­ vinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, tæplega 117 þúsund á móti 124 þúsundum árið 2010. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til föstu­ dags. Einungis á laugardeginum komu fleiri viðskiptavinir í ár en í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Vínbúðanna. Þar kemur fram að föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi sé venju­ lega einn annasamasti dagur árs­ ins í Vínbúðunum. Var síðastliðinn föstudagur þar engin undantekning. 39.700 viðskiptavinir komu í Vín­ búðirnar þann dag á meðan 43.700 heimsóttu Vínbúðirnar sama dag fyrir ári, eða rúmlega níu prósentum færri viðskiptavinir. Óttast um kajakræðara Rétt fyrir miðnætti á sunnudag var lögreglunni á Vestfjörðum til­ kynnt um tvo kajakræðara sem farið var að óttast um. Þeir lögðu upp frá Flateyri og ætluðu í Stað­ ardal og til baka aftur. Þegar þeir skiluðu sér ekki aftur á boðuðum tíma var hafin eftirgrennslan, en síðan formleg leit. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin til Ísafjarðar til að að­ stoða við leitina. Klukkan 03.48 um nóttina fann björgunarsveitin í Bolungarvík mennina við Galt­ arvita í heimsókn þar hjá fólki sem heldur til þar. Ferðaáætlunin var því ekki virt á því ferðalagi. Við erum búin að lenda mörgum sinnum í þessari valdníðslu,“ seg­ ir Svavar Jóhannsson, eigandi og framkvæmdastjóri verslunarinnar Fitness Sport, sem hefur stefnt Mat­ vælastofnun fyrir að stöðva send­ ingu af fitubrennsluefni í tollinum. Þann 4. júlí síðastliðinn var send­ ing af fitubrennsluefninu Hydroxy­ cut Hardcore Pro Series stöðvuð í tollinum. Var það gert á þeim for­ sendum að efnið innihéldi ólöglegt litarefni, E­127, og íblandað koffín (e. caffeine anhydrous). Segir í stefn­ unni að Matvælastofnun hafi ekki kannað innihaldið heldur einung­ is farið á heimasíðu framleiðanda vörunnar og fengið innihaldslýsingu þaðan. Þannig kviknaði sá grunur hjá Matvælastofnun að fitubrennslu­ efnið innihéldi þessi efni. Í stefnunni segir að sala á fæðubótarefnum sé háð mjög ströngu regluverki og ekki séu allar erlendar vörur gjaldgeng­ ar á Íslandi. Fleiri lönd en Ísland, til dæmis Ástralía, búa við svipað regluverk og tóku því innflytjendur fæðubótarefna á Íslandi og Ástr­ alíu sig saman um að láta sérfram­ leiða ákveðna vöru fyrir markaði þessara landa. Var það markmiðið að framleiða vöru sem væri án allra innihaldsefna sem ekki eru heimil­ uð samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Áréttuðu að varan stæðist reglur „Það sem Matvælastofnun gerir um daginn er að þeir stöðva þessu send­ ingu á þeim forsendum að um sé að ræða vöru sem er framleidd fyrir Bandaríkjamarkað. Þeir gera það bara með því að fara á heimasíðu fyrirtækisins og skoða innihalds­ lýsingu þar. Þeir nenna ekki að fara niður í toll og skoða vöruna þar,“ segir Svavar en lögfræðingur hans sendi Matvælastofnun bréf frá fram­ leiðanda vörunnar til þess að árétta að ekki væri um bandaríska útgáfu vörunnar að ræða heldur væri hún framleidd fyrir Evrópumarkað og stæðist því reglur. „Matvælastofn­ un tekur það ekki gilt heldur. Ef svo væri þá væru þeir búnir að sleppa vörunni,“ segir Svavar. „Það sem þeir eiga að hafa fyrst og fremst áhyggjur af er hvort varan sé á einhvern hátt skaðleg. Hún er það klárlega ekki,“ segir Svavar. „Þegar þeir komast að því að þeir hafi gert þessi mistök þá neita þeir að bakka með mistökin og fara í baklás. Í stuttu máli sagt þá neita þeir að sleppa þessari sendingu. Þetta gerir það að verkum að við stefnum Matvælastofnun fyrir hér­ aðsdóm,“ segir Svavar en hann segir verðmæti sendingarinnar vera um fimm milljónir króna og telur hann Matvælastofnun vera skaðabóta­ skylda vegna málsins. Vantar innihaldslýsingu „Varan er bara ómerkt,“ segir Stein­ þór Árnason, lögfræðingur Mat­ vælastofnunar, um ástæðu þess að sending Fitness Sport var stöðvuð í tollinum. „Það sem hægt er að styðj­ ast við er heimasíða fyrirtækisins sem lýsir því að þarna sé ólöglegt lit­ arefni. Við höfum í sjálfu sér ekkert annað í höndunum en þessar upp­ lýsingar, því varan er ómerkt. Auk þess leyfum við ekki að setja vörur á markað þar sem vantar alla inni­ haldslýsingu. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að þessi vara er stöðvuð. Hún hefur ekki verið til­ kynnt til Matvælastofnunar, eins og á að gera með öll fæðubótarefni. Þannig að við eigum mjög erfitt með að meta svona vöru,“ segir Steinþór. Hann segir ekki vanta staðfest­ ingu á að varan sé framleidd fyrir Evrópumarkað. „Það vantar inni­ haldslýsingu á aukaefninu sem hefur verið bætt við vöruna og það stend­ ur ekki á vöruna að það sé litarefni í vörunni. Það sést á hylkjunum að það er litarefni í vörunni. En samt kemur ekki fram á umbúðunum að það sé litarefni og því er ekki hægt að hleypa þannig vöru í gegn,“ segir Steinþór. Í fyrstu var þó talið að var­ an innihéldi íblandað koffín en svo reyndist ekki vera við nánari athug­ un, að sögn Steinþórs. Stoppa ekki Cheerios „Þetta er akkúrat málið,“ segir Svavar um orð Steinþórs. „Framleiðandinn setur á vöruna það sem er í vörunni. Það gildir um öll matvæli sem þú kaupir. Svo allt í einu tekur Matvæla­ stofnun upp á því að ákveða að eitt­ hvað sé í vörunni sem er ekki í vör­ unni. Af hverju stoppa þeir þá ekki Cheerios og segja að eitthvað sé í því sem er ekki. Þeir í rauninni vantreysta framleiðandanum, þeir segja hann ljúga í rauninni, að hafa ekki eitthvað á umbúðunum sem er ekki í vör­ unni,“ segir Svavar. Varðandi að varan hafi ekki verið tilkynnt segir Svavar að hann hafi verið með tólf aðrar fæðu­ bótarvörutegundir í sendingunni sem ekki voru tilkynntar en flugu samt sem áður í gegnum tollinn. n Eigandi Fitness Sport segir Matvælastofnun stunda valdníðslu n Stofnunin stöðvaði sendingu af fitubrennsluefni n Varan sérframleidd fyrir Íslandsmarkað Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Þeir nenna ekki að fara niður í toll og skoða vöruna þar. Búinn að stefna Matvælastofnun Ósáttur Svavar Jóhannsson er afar ósáttur við vinnubrögð Matvælastofnunar. Annie mikilvæg fyrirmynd barna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís­ lands, hefur sent afrekskonunni An­ nie Mist Þórisdóttur hamingjuóskir vegna heimsmeistaratitilsins sem hún tryggði sér í crossfit. Í kveðjunni áréttaði forsetinn að hún hefði sýnt ungu fólki hve langt væri hægt að ná með aga, þjálfun og einbeitingu. Þá sagði Ólafur Ragnar að mikilvægt væri að æska landsins ætti sér slíkar fyrirmyndir. Eins og fram hefur komið tryggði Annie Mist sér titilinn um helgina auk um 30 milljóna króna í vinningsfé. Hún hafði lent í öðru sæti keppninnar í fyrra og skrifaði fyrr á þessu ári undir samstarfssamning við Reebok. Leiðrétting Í tekjublaði DV var farið rangt með tekjur Þorleifs Guðmunds­ sonar og Guðmundar Sigurjóns­ sonar hjá fasteignasölunni Eigna­ miðlun. Innsláttarvilla olli því að Þorleifur var sagður með ríflega hundrað þúsund krónur í mán­ aðarlaun í fyrra. Það er fjarri lagi en hið rétta er að launin eru tífalt hærri. Guðmundur var einnig sagður með laun undir lágmarks­ launum en hefur í raun mun hærri tekjur. DV biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.