Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 3. ágúst 2011 Miðvikudagur Sátu í hlandlykt Rithöfundurinn Tobba Mar­ inós sleikir nú sólina á Tene­ rife ásamt kærasta sínum, borgarfulltrúanum Karli Sigurðssyni. Ferðin byrjaði ekki alveg nógu vel hjá þeim skötuhjúum en þau fengu sæti aftast í vélinni og var Kalli ekki alls kostar sáttur við það. Hann skrifaði inn á fésbókar­ síðu sína áður en vélin fór í loftið að þau sætu aftast hvort í sinni sætaröðinni í Iceland Express vél og væru farin að finna hlandlykt og vélin ekki einu sinni komin í loftið. Þau virðast þó samkvæmt fésbók­ arfærslum hafa lifað ferðina af og komist á áfangastað þrátt fyrir lyktina og njóta nú ljúfa lífsins í sólinni. Reif sig úr Steindi Jr. vakti gríðarlega lukku þegar hann steig á sviðið í Herj­ ólfsdal um helgina. Steindi sá um að skemmta þjóðhátíðar­ gestum á laugardagsnóttinni og var gríðarleg stemning í brekk­ unni þegar hann tók helstu slagarana sína. Það ætlaði svo allt um koll að keyra þegar Steindi reif sig úr að ofan í mesta hamaganginum. Það var umtalað á meðal hátíðargesta að Steindi hefði stolið senunni en á hátíðinni komu fram ekki minni spámenn en Páll Óskar, Bubbi og Dikta. S ævar Ciesielski var jarðsunginn í Dóm­ kirkjunni á þriðjudag­ inn. Margmenni var við útförina en fjöldinn all­ ur af þjóðþekktum einstakling­ um vottuðu Sævari virðingu sína. Það var séra Örn Bárður Jónsson sem jarðsöng Sævar. Fráfall Sævars hefur vak­ ið mikið umtal í þjóðfélag­ inu um Guðmundar­ og Geirfinnsmálið en Sævar var einn þeirra sem sakfelldir voru í tengslum við málið. Sævar þurfti, af þeim sem handteknir voru í tengslum við málið, að þola hvað mest harðræði. Hann sat í ein­ angrun í rúm tvö ár og þurfti að þola hinar ýmsu pynt­ ingar. Sævar barðist alla tíð fyrir rétti sínum og endur­ upptöku málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sæv­ ar barðist fyrir rétti sínum allt þar til hann féll frá þann 12. júlí síðastliðinn í Kaup­ mannahöfn. Mikið hefur verið rætt um það undanfarnar vikur að Al­ þingi setji á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á þessu um­ talaðasta sakamáli Íslands­ sögunnar. Illugi Jökulsson var einn þeirra sem báru kistu Sævars í gær en hann sendi vini sín­ um hinstu kveðju á bloggsíðu sinni. „Hann var ódeigur bar­ áttumaður fyrir réttlæti, og nú stendur það upp á okkur sem eftir lifum að halda baráttu hans áfram.“ Lagður til hinstu hvílu n Sævar Ciesielski var jarðsunginn n Barðist til síðasta dags n Margmenni við útförina Össur, Hrafn og Illugi Össur Skarphéðinsson ræddi við bræðurna Hrafn og Illuga Jökulssyni, en Illugi var einn þeirra sem báru kistu Sævars út úr kirkjunni. Ómar Ragnarsson Ræðir við séra Örn Bárð, félaga sinn úr stjórnlaga- ráðinu. Beggi og Sigrún Vottuðu vini virðingu sína. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona Ein þeirra sem barist hefur fyrir endurupptöku málsins. Hún sendi Sævari kveðju á Facebook-síðu sinni: „Blessuð sé minn- ing þín Sævar minn – megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Réttlætið mun sigra að lokum.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir Voru á meðal þó nokkurra alþingis- manna sem mættu við útförina. Egill Ólafsson Söng Hvert örstutt spor.Mikil sorg Sævar var lagður til hvílu í Stóra-Núps- kirkjugarði. Þéttsetið Margmenni var við athöfnina. Borinn til grafar Sævar Ciesielski var jarðsunginn í Dómkirkjunni á þriðjudag klukkan 13.00. MyndIR GunnaR GunnaRSSon Keypti spritt fyrir róna Blaðamaðurinn Eiríkur Jóns­ son skrifar um það á bloggsíðu sinni fyrir helgi að hann hafi keypt spritt fyrir tvo ógæfu­ menn sem sátu fyrir utan Bón­ us á Granda. Eiríkur sá aumur á þeim og fór inn og keypti fyrir þá handspritt sem selt er við kassann. Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur laumaði tveimur bjórum með sem hann tók úr skottinu á bíln­ um sínum. Ógæfumenn­ inir voru þakk­ látir Eiríki og sögðu bjórinn þynna vel út sprittið. Þeir bættu því svo við að þeir drykkju allt sem rynni nema hjólbör­ ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.