Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 20
Þ
að er einhver undarleg
hugmynd sem birtist í
Hollywood-kvikmyndum
og bandarískum sjón-
varpsþáttum að yfirmenn séu
frá helvíti og að lífið væri miklu
betra án þeirra. Út á þá hugmynd
gengur einmitt kvikmyndin Hor-
rible Bosses. Hugmyndin er þó
tekin aðeins lengra í Horrible
Bosses og gengur hún út á að þrír
æskuvinir ákveða að drepa yfir-
menn sína.
Sagan gengur á einhvern
óskiljanlegan hátt upp. Fær
Michael Markowitz, leikstjóri
myndarinnar og einn handrits-
höfunda hennar, hrós fyrir það
því á hápunkti myndarinnar er
varla hægt að ímynda sér hvern-
ig hægt er að láta söguna enda
farsællega eins og allar Holly-
wood-myndir enda.
Einvalalið leikara fer með
hlutverk í myndinni. Bestu leik-
ararnir eru þó ekki í stærstu
hlutverkunum. Charlie Day,
sem fer með eitt af aðalhlut-
verkunum, tekst þó að mínu
mati einna best til við að
skemmta áhorfendum. Kevin
Spacey og Colin Farrel, sem
leika aukahlutverk í myndinni,
standa sig þó einnig nokkuð vel.
Það nær því miður samt ekki að
gera myndina þess virði að fara
á hana í bíó.
Söguþráðurinn er furðulega
vel heppnaður miðað við að
myndin sé ekki skemmtilegri
en raun ber vitni og leikararn-
ir eru flestir að gera góða hluti.
Það koma einstaka atriði þar
sem maður hlær upphátt eða er
raunverulega spenntur en þau
augnablik eru alltof fá. Myndin
er ágætis afþreying en fjarri því
að vera þess virði að borga fullt
verð á hana í bíó en það þarf
ekkert að skammast sín fyrir að
taka hana á leigu þegar þar að
kemur.
20 | Fókus 3. ágúst 2011 Miðvikudagur
Í
þeirri teiknimyndasögu-
bólu sem hefur verið í gangi
í Hollywood undanfarinn
áratug er hálfundarlegt að
sjálfur Kapteinn Ameríka
hafi ekki verið mættur til leiks
fyrr. En hér er hann kominn í
myndinni Captain America:
The First Avenger.
Steve Rogers (Chris Evans)
er smávaxinn og aumur náungi
með stórt hjarta. Hann þrá-
ir það eitt að þjóna landi sínu
í seinni heimsstyrjöldinni en
vegna þess hve líkamlega aum-
ur hann er hefur umsókn í her-
inn verið hafnað fimm sinnum.
Fyrir tilviljun gefst honum svo
færi á að taka þátt í sérstöku
verkefni sem á að snúa stríðinu
gegn öxulveldunum, banda-
mönnum í vil.
Rogers er gerður að ofurher-
manni en í stað þess að uppfylla
draum sinn um að berjast fyrir
land og þjóð er hann gerður að
sýningarbrúðu til að auka fjár-
lög til hernaðar. Þegar Rogers
heyrir svo að æskuvinur hans
sé í höndum nasista tekur hann
málin í sínar hendur.
Captain America: The
First Avenger er þokkalega vel
heppnuð mynd. Eins og við er
að búast af stórmynd af þessu
tagi er útlit hennar frábært og
tæknibrellurnar ekki síðri. Saga
myndarinnar er ágætlega byggð
upp en það er ekkert verið
rembast við að dýpka hana. Ein-
föld og nokkuð hnökralaus.
Joe Johnston tekst að skapa
áhugaverðan heim þar sem
hið yfirnáttúrulega blandast
inn í þessa blóðugustu styrjöld
mannkynsins. Chris Evans er
góður í hlutverki sínu og góð-
mennska hans og ást á föður-
landinu sannfærandi. Að sama
skapi er Hugo Weaving tilvalinn
í hlutverk hins geðsjúka nasista-
foringja Johanns Schmidt.
Það er þó ekki bryddað upp
á neinum nýjungum í Cap tain
America: The First Avenger.
Manni finnst eins og maður hafi
séð þetta allt saman áður. Jo-
hann Schmidt minnir á illmenni
úr Hellboy og Captain Amer-
ica er bara enn ein ofurhetjan í
þessari óþreytandi súpu. Mynd-
in er fínasta skemmtun en hún
gerði ekki meira fyrir mig en
það.
Það er kannski ósanngjarnt
að dæma mynd út frá einhverju
öðru en henni sjálfri en mark-
aðurinn fyrir ofurhetjumyndir
hlýtur að fara verða mettaður.
Ekki nema það sé einhver sér-
staklega svöl nálgun eins og í
nýju Batman-myndunum.
Captain America:
The First Avenger
Leikstjóri: Joe Johnston
Handrit: Christopher Markus og
Stephen McFeely eftir teiknimynda
sögu Joe Simon og Jack Kirby.
Leikarar: Chris Evans, Hugo
Weaving, Hayley Atwell, Tommy Lee
Jones, Stanley Tucci.
Bíómynd
Ásgeir
Jónsson
Horrible Bosses
Leikstjóri: Michael Markowitz
Handrit: Michael Markowitz, John
Francis Daley, Jonathan M. Gold
stein.
Leikarar: Jason Bateman,
Charlie Day, Jason Sudeikis, Jennifer
Aniston.
Bíómynd
Aðalsteinn
Kjartansson
Fyrir og eftir Chris
Evans er í ágætis
formi í myndinni.
Upprisa litla mannsins
Frestur að
renna út
Nú fer hver að
verða síðast-
ur að skila
inn sögu í
Gadda-
kylfuna
2011. Síðasti
möguleiki til að
senda glæpasögu í keppn-
ina er föstudagurinn 5. ágúst.
DV og Hið íslenska glæpafélag
leita að frumsömdum glæpa-
sögum. Senda skal sögur á
netfangið gaddakylfan@dv.is
fyrir miðnætti þann 5.ágúst.
Þar veitir glæpafulltrúi sög-
unum viðtöku og afmáir öll
einkenni höfundar áður en
sagan er send til dómara. Há-
markslengd sögu er 3.000 orð.
Verðlaunasögurnar verða svo
kynntar þann 21. september
næstkomandi.
Charlie, viltu drepa Michael?
Horrible Bosses Jennifer Aniston leikur einn af yfirmönnunum.
V
ið ákváðum að fara
með þetta af stað því
okkur fannst þetta
vanta á Íslandi. Þetta
er alls staðar annars
staðar og maður lagði í lang-
ferðir út um allan heim til að
fara í svona smiðjur því þetta
var ekki í boði hérna heima,“
segir Guðný Þóra Guðmunds-
dóttir en hún ásamt Elínu
Ástu Ólafsdóttur og Gunn-
hildi Daðadóttur stendur fyr-
ir tónlistarhátíð unga fólksins
sem hefst í dag, miðvikudag,
og stendur til 13. ágúst. Þetta
er í fjórða sinn sem hátíðin er
haldin en á henni er áherslan á
klassískri tónlist.
„Þetta er í raun þrískipt.
Við erum með tónleikaröð í
Salnum, hljóðfæranámskeið
og síðan fyrirlestraröð. Þetta
er allt um klassíska tónlist en
síðan erum við með ýmis-
legt annað í boði eins og jóga-
tíma, alexandertækni, tíma í
sviðsframkomu og fleira,“ segir
Guðný.
Um 100 ungmenni sækja
hátíðina í ár og alls staðar að úr
heiminum. „Fyrst voru mest-
megnis Íslendingar á nám-
skeiðunum en í ár koma krakk-
ar frá Afríku, Taívan, Japan,
Þýskalandi og Hollandi. Í dag
eru um 100 sem taka þátt og
eru á aldrinum 9 ára og upp í
36 ára.“
Opnunartónleikar hátíð-
arinnar fara fram í Salnum í
Kópavogi miðvikudagskvöld
klukkan 20. Þar mun strengja-
sveitin Skark leika en það er 14
manna strengjasveit sem hlot-
ið hefur glimrandi góða dóma
að sögn Guðnýjar.
viktoria@dv.is
n Um 100 tónelsk ungmenni víða að úr heiminum koma saman á Íslandi
Tónlistarhátíð unga fólksins
Veisla fyrir eyrun Tónlistar
hátíðin stendur til 13. ágúst.
Mynd RUt SigURðARdóttiR
Draggdrottning
eða draggkóngur
krýnd
Draggkeppni Íslands verð-
ur haldin í 14 skipti á mið-
vikudagskvöldið. Keppnin fer
að þessu sinni fram í Hörpu.
Fjölmargir karl- og kvenmenn
koma fram í draggklæðnaði
og sýna atriði. Sigurvegarinn
hlýtur svo titilinn draggdrottn-
ing eða draggkóngur Íslands.
Aðstandendur keppninnar
segja draggið vera eitt elsta
form leiklistar þar sem konum
hafi verið bannað að leika á
sviði og þá léku karlmenn öll
kvenhlutverk í sýningunum.
Aðgangseyrir er 2.200 krónur
fyrir VIP-korthafa Hinsegin
daga eða þá sem eru með gilt
félagsskírteini frá Samtökun-
um 78 en annars 2.800 krónur.
Keppnin hefst klukkan 21.
Útgáfu-
tónleikar
Snorra
Snorri Helgason heldur út-
gáfutónleika á Faktorý bar,
fimmtudaginn 4. ágúst, í tilefni
af útgáfu annarrar breiðskífu
sinnar, Winter Sun. Hann mun
flytja öll lögin af nýju plötunni
á tónleikunum. Á plötunni eru
ellefu lög, öll samin af Snorra,
þar á meðal lagið River sem
hefur hljómað töluvert á öld-
um ljósvakans. Hljómsveitin
Prinspóló sér um að hita upp
fyrir Snorra og koma mann-
skapnum í stuð. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21 og miða-
verð er 1.490 krónur í forsölu
á miði.is en 2.000 krónur við
innganginn.