Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 3. ágúst 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Sofandi ísland Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar: Bókstaflega Vantrú og biskup n Félagið Vantrú hefur ekkert sér- stakt álit á Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands. Í nýlegri blogg- færslu vekur félagið athygli á því að biskup- inn er sam- kvæmt tekju- blaði DV með tæplega milljón á mánuði í laun. Vakin er á því athygli að Prestafélag Íslands lét í ljósi þá skoðun að laun biskupsins væru of lág. Þá hafi prestar, sem eru með laun á bilinu 500 til 700 þúsund á mánuði, lagt áherslu á nauðsyn þess að þeir fái launa- hækkun. Strigakjaftur snýr aftur n Bloggarinn Jónas Kristjánsson er einn af frumkvöðlum í skrifum á netinu. Hann er einn af fyrstu bloggurunum og hefur verið með hvað mest úthald allra. Árum saman hefur varla fallið úr dagur. Í upphafi síðasta mánaðar brá hann sér í stóra hjartaaðgerð og liðu nokkrar vikur án þess að færslur birtust. Einhverjum til léttis dúkk- aði kappinn þó upp fyrir versl- unarmannahelgi og hundskamm- aði framsóknarmenn. Það gladdi marga að fá strigakjaftinn aftur á umræðusviðið þótt aðrir hefðu kosið að hann héldi sér saman. Björn Ingi fjárþurfi n Mikil sigling hefur verið á Vef- pressunni undanfarin misseri og hefur hver vefsíðan af annarri litið dagsins ljós. Björn Ingi Hrafnsson út- gefandi hefur enda verið á út- opnu við að ná í peninga utan að til rekstrar- ins. Auk þess að reka Pressuna hafa bæst við menn.is, bleikt.is og síðast eyjan.is. Þessu fylgir mik- ill mannskapur og sumpart dýr. Nú heyrist af því að Björn Ingi sé kominn á stúfana til að biðja um meiri peninga sem hlutafé. Beitan er enn einn vefurinn, blatt.is sem ætlað er að vera til hægri í stjórn- málum. Kastljóskvikindið n Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan þykir vera laus við þá yfirborðs- mennsku sem á stundum hellist yfir sjónvarps- stjörnur. Helgi er á meðal grimmari spyrla í sjónvarpi og hefur velgt mörgum undir uggum. Undan- farin sumur hefur hann brugðið sér á sjóinn á aflaskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifirði og náð þannig að hífa upp takmörk- uð ríkislaun sín. Um borð nýtur Helgi virðingar sem mikill jaxl og gengur gjarnan undir viðurnefn- inu „Kastljóskvikindið“. Sandkorn S tór hópur vel upplýstra Íslend- inga hefur áttað sig á því að hrunið var ekki stjórnmála- mönnum eða bankaeigend- um að kenna. Þetta bara gerðist og ástæðulaust að rýna í ástæðurnar. Það er fráleitt að kenna fyrrverandi stjórnarherrum, Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, um það að öfl- ugir ríkisbankar skyldu falla í hend- ur afglapa. Félagarnir seldu Lands- bankann í góðri trú mönnum sem virtust hafa auðgast mikið á bjórsölu í útlöndum. Þ að er ekki hægt að kenna Dav- íð og Dóra um það að þessir menn virtust ekki kunna fót- um sínum eða löngum fingr- um forráð. Þar er öllu heldur við al- menning að sakast að hafa tekið þátt í ruglinu. Einn forráðamanna hinna föllnu banka benti einmitt á með- virkni almennings. Á meðan banka- topparnir átu gull í Mílanó og svifu um heiminn á einkaþotum var lýð- urinn heima á Íslandi í óðaönn að kaupa flatskjái sem bankarnir lán- uðu þeim nauðugir fyrir. P rófessor nokkur, Robert Wade, og spúsa hans, Silla Sigurgeirsdóttir, voguðu sér að skrifa greinarkorn í það virta blað Le Monde þar sem sú frá- leita niðurstaða er fengin að hrun- ið megi rekja til Davíðs og afglapa hans. Einhvern veginn í ósköpun- um datt þeim í hug að velheppnuð einkavæðing og enn betur heppn- uð aðgerð til að gera Ísland að fjár- málamiðstöð heimsins hefði or- sakað hrunið. Augljóst er að þau hafa aldrei kynnt sér eða ígrundað flatskjáskenninguna. Þau nefna að Davíð hafi skipað sjálfan sig sem seðlabankastjóra. Það er alveg rétt en þar réði föðurlandsástin ein. D avíð var búinn að sjá fyrir hrunið, eins og sá virti pró- fessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur marg- sinnis áréttað. Því vildi Davíð fara í Seðlabankann og reyna að bjarga málum. Hann kom og einbeitti sér að ástarbréfum en það var of seint. Seðlabankinn varð gjald- þrota. Og Davíð hefur margsagt að það hafi verið einum óreiðumanni að kenna en sá fékk lánaða 1.000 milljarða króna. Auðvitað var ekki við bankastjórana eða eigendur að sakast. Þeir máttu sín einskis í vörninni gegn gráðugum lýðn- um sem vildi flatskjái eða óreiðu- manninum sem þurfti milljarða. Svona var þetta vaxið. Nánustu bandamenn Davíðs hafa nú risið upp honum til varnar og benda á að grein þeirra Sillu og Róberts sé byggð á samsæriskenningum og rangindum. Davíð er orðhag- ur maður og eftir hrunið hrutu af vörum hans eftirfarandi rök sem eru gulls í gildi og leiðarljós öllum hugsandi mönnum: „Það sjá þetta allir“. V onandi sér almenning- ur sína eigin sök þar sem hann situr framan við risp- aða flatskjáina frá 2007. Og vonandi iðrast óreiðumaðurinn sem sótti þúsund milljarða króna inn í bankana. Allt þetta fólk fór á bak við bankastjórana og stjórn- arherrana sem höfðu það göfuga markmið að gera Ísland að fjár- málamiðstöð heimsins og tryggja að þeir og vinir þeirra gætu grætt á daginn og grillað á kvöldin. Þetta var allt saman eyðilagt með græðgi almennings og eins óreiðumanns sem tók 1.000 milljarða að láni. „Það sjá þetta allir“. D oði og sofandaháttur einkenn- ir Ísland. Í loftinu liggur að annað áfall eigi eftir að dynja yfir land og þjóð að óbreyttu. Atvinnulífinu blæðir stöðugt á með- an ríkisstjórnin kann fá ráð önnur en að hækka skatta og álögur. Í stað þess að veita súrefni inn í einkageirann er blindnin á vandann og lausnirnar ráðandi. Alvarlegar vísbendingar eru uppi um að okkur miði aftur á bak en ekki áfram. Mistök ríkisstjórnarinnar eru þau helst að átta sig ekki á því að grund- völlur hagvaxtar er að framleiðslan í landinu gangi snurðulaust fyrir sig. Lífsafkoma Íslendinga ræðst af því að fyrirtækjunum gangi sæmilega. Sá arður sem skapast streymir sem súr- efni út í mannlífið. En þessu er ekki svo farið. Málsmetandi menn hafa bent á að launahækkunum í sumar hafi gjarnan verið mætt með upp- sögnum starfsmanna. Sama gildir um hækkanir á sköttum á fyrirtæki og einstaklinga. Þeim er mætt með niðurskurði og þannig eykst vandinn koll af kolli þar til ríkið sjálft fer í greiðsluþrot. Við öllum blasir sú sorglega staða að ríkisstjórnin veldur illa verkefni sínu. Orðaleikir um hagvöxt og upp- risu þjóðar úr djúpri kreppu eru inni- haldsrýrir. Nú ríkir í besta falli kyrr- staða sem markar lognið á undan stormi annars hruns. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hef- ur boðað enn eina lausn vandans. Hann „útilokar ekki“ að enn þurfi að koma til skattahækkana. Ráðherr- anum virðist vera gjörsamlega hul- ið að nauðsynlegt er að skera í burtu alla óþarfa fitu í ríkisrekstrinum en hlúa að framleiðslufyrirtækjunum. Draga þarf úr útgjöldum ríkisins í stað þess að reyna í blindni að ná peningum frá þeim sem standa und- ir þjóðinni. Fækka þarf opinberum starfsmönnum og leggja niður óþarfa starfsemi sem lifir á almannafé. Skattar eru álögur á undirstöð- ur atvinnulífsins en ekki gjafir frá almættinu. Ofsköttun hefur sínar hroðalegu aukaverkanir sem dýpka kreppu og færa samfélagið enn lengra frá hagsæld. Og sjaldnast er tilganginum náð. Tölur á blaði eru allt annað en raunveruleg niður- staða. Ríkisstjórnin er að verða þess áþreifanlega vör þessa dagana þeg- ar áætlaðar skattahækkanir skila sér ekki í öðru en aukinni eymd atvinnu- lífsins. Ísland flýtur sofandi á hægu reki í átt að feigðarósi. „Það sjá Þetta allir“ Svarthöfði „Nasistarnir tóku allt vatn af okkur og við urðum að flýja.“ n Guðmunda Elíasdóttir sem sagði frá því í viðtali í helgarblaði Dv þegar hún þurfti að flýja á hjóli undan nasistum í Danmörku. Hún hafði eignast dóttur sína tíu dögum áður. – DV „Það gæti hins vegar líka þýtt að nauðganir séu [mun] fleiri í ár en þær hafa verið undanfarin ár.“ n Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist ekki muna eftir að áður hafi verið vitað um svo margar nauðganir strax eftir verslunarmannahelgina. – vis- ir.is „Mig dreymir um að áður en ég fer frá nái ég að sættast við til- veruna, verði kominn á lygnan sjó og búinn að bæta fyrir misgjörðir mínar; þann hrottaskap sem ég hef stundum sýnt í gegnum lífið.“ n Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segist eiga margt óuppgert. – DV „Fyrst þarf að selja, svo þarf að kaupa.“ n Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi í kópavogi minnkar við sig en ætlar ekki að flytja úr kópavoginum. – DV „Það var mjög óvænt og skemmtilegt að fá viður- kenningu af þessu tagi.“ n Handboltakappinn Aron Pálmarsson var valinn í lið ársins í þýsku deildinni. – mbl.is Mun ástin blómstra? „Já, já. Alveg tvímælalaust,“ segir Hulda Birna Albertsdóttir, verkefnastjóri grasagarðs vest- fjarða í Bolungar- vík. grasa- garðurinn verður formlega vígður í ástarvikunni sem Bolvíkingar halda upp á í næstu viku.Ætla má að ástin blómstri í garðinum. Spurningin „Fækka þarf opin- berum starfs- mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.